Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1956, Blaðsíða 16
*■ ♦ < 260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BARNAHEIMILIÐ SKÁLATÚN — Skammt frá rismiklum og bröttum brún- um Hamrahlíðar í Mosfellssveit, stendur barnaheimilið Skálatún og blasir við öllum sem um veginn fara norður í land eða til Þingvalla. Þetta er í raun- inni sveitarbýli, þar sem er stórt fjós og margar kýr. Heyskapur er mikill, því að tún er stórt og má þó enn stækka það mikið, því að landrými er nóg. Þarna er líka hænsarækt, svo heimilið hefir nóg af mjólk og eggjum. Annars er þetta ein af Iíknarstofnunum þeim, sem nú eru að rísa upp í landinu. Það er vistheimili fyrir vangæf börn á unga aidri, ina brjóstumkennaniegu litlu borg- ara, sem náttúran hefir sett hjá og gert afskipta í lífinu. Eru þarna að stað- aldri um 20 börn. — Það voru Templarar sem gengust fyrir stofnun þess hæi- is og kjósa stjórn þess, en annars er það sjálfseignarstofnun. Full þörf hefði verið á að slík hæli hefði komizt á fót fyrir löngu hér á landi. BRIDGE ÞETTA er spii úr heimsmeistarakeppni milli Frakka og Bandaríkjamanna. Þeir síðamefndu voru N—S og sögðu 6 tígla. A — ¥ Á 9 7 5 4 ♦ D G 4 2 * A K 10 3 ADG5 ¥ K G 8 3 ♦ 053 * D 8 7 A Á 9 8 4 ¥ D 6 ♦ Á K 9 7 * 6 4 2 V sló út L5 og var hún drepin með ás í borði. Þá kom lághjarta og A drap með HK og sló út trompi. Það var drepið með ás og síðan tekinn slagur á HD. Svo kom lágtromp og var drepið I borði, og voru þá þessi spil eftir: A — ¥ Á 9 7 ♦ G 4 * K 10 3 A D G 5 ¥ G 8 ♦ 6 *D7 A Á 9 8 4 ¥ — ♦ K 9 A 6 4 Nú kom eitt tromp enn, og fyrir það var snilið taoað, þar sem hjörtun vom tvö h’á A. Betra var að slá út H Á. Ef báðir andstæðingar höfðu þá hjarta að gefa í. var allt í lagi. S flevgir laufi i hann. Þá kemur hjarta aftur og er tromDað á hendi, og síðan lauf undir kónginn, og enn lauf, sem er trompað á hendi. Nú er slegið út spaða og hann trompaður í borði. Síðan kemur T G og í hann fer seinasta tromp A, og eru þá eftir tveir fríslagir. En þess ber að geta, að ef A hefði slegið út laufi, eftir að hann fékk slag á H K, þá var spilið tapað. MERKILEGA LOFTSJÓN sá vel menntaður og athugull mað- ur hér í fyrrakvöld, tæpri hálfri stundu fyrir miðnætti. Hann sá litlu norðar en í háaustri stjörnu eina svo ákaflega skæra að hún bar birtu langt um fram aðrar stjömur. Þá stundarfjórð, sem hann horfði á hana, hvarf hún og kom í ljós á víxl einum 10—12 sinnum, með svo sem mínútu millibili. Af því svalt var úti horfði hann ekki lengur á hana þá. — Þessi frásögn er í blaðinu Reykjavik 27. október 1906. Þá var ekki farið að tala um fljúgandi kringl- ur, og þá var hvorki um að ræða flug- belgi né kastljós, svo að þeirra skýr- inga varð ekki ledtað á fyrirbserinu. \ HLIÐSNESSÓSAR Wú er mikið talað um að nota sjávar- föll hér á landi sem orkugjafa til rafmagnsframleiðslu. Er þá ekki úr vegi að minnast þess, að nú eru rétt 50 ár síðan að inn mikli áhuga- og framfaramaður Stefán B. Jónsson rit- aði grein um þetta efni og hafði hann þá hclzt í huga Hliðsnessósa á Álfta- nesi. Kvaðst hann hafa mælt ósana og mismun sjávarfalla þar og teldist sér svo til, að þar mætti fá 316 hestöfl til iðnaðamota, eða 158 hestöfl til raf- lýsingar. Hann getur þess og, að ef ósarnir væri stíflaðir (án þess að hugs- að væri um virkjun) þá mundi það hafa þær afleiðingar að tjömin þar fyrir innan yrði að bezta starengi. ÞVOTTUR sem þveginn er í Laugunum hjá Reykjavík, gulnar ekki þótt hann liggi heilt ár. (Handr. J. Sig. 82 íol.) í REYKJAVÍK áttu 578 menn heima alls árið 1833. Voru þá taldar hér 103 fjölskyldur, þar af 13—14 kaupmannafjölskyldur og 8 fjölskyldur skipaeigenda. Kirkjan og stiftamtmannshúsið (Stjórnarráðið) voru þá einu steinhúsin í bænum, en öll önnur hús voru með múrbinding, eða eingöngu úr timbri, þökin líka. M tS. 3 2 ¥ 10 2 ♦ 10 8 AG95 A K 10 3 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.