Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Side 2
326
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
kom heim á staðinn með birtu um
morguninn til að leita í skriðunni,
og íannst þar íátt fémætt. En lík
Ingibjargar húsfreyu fannst fljótt,
og var hún grafin í kirkju að
Möoruvöllum.
1 Bærinn byggðist aftur, en þá
lagðist Langahlíðar nafnið niður,
og hefir bærinn síðan heitið Skriða.
ÍWÚ LÍÐUR fram til ársins 1406,
og víkur þá sögunni til Nor-
egs. Þá um vorið er verið að búa
út skip til íslandsferðar, og ætl-
uðu margir íslendingar að taka sér
far með því. Þar má þá fyrstan
i telja Þorgrím Sölvason og konu
i hans, Steinunni, dóttur Hrafns
lögmanns Bótólfssonar. Þá var þar
ung heimasæta úr Skagafirði, Sig-
ríður, dóttir Björns Brynjólfssonar
ins ríka á Stóru Ökrum. Með henni
var frændi hennar, Sæmundur
Oddsson, er fenginn hafði verið
henni til trausts og halds í utan-
ferðinni. Þá var þar ungur maður,
Þorsteinn Ólafsson, en faðir hans
var Ólafur helmingur í Fellsmúla,
sonur Þorsteins hirðstjóra Eyólfs-
sonar. Voru þau því náskyld hann
og Steinunn Hrafnsdóttir. Þá var
þar sá maður, er Snorri hét Torfa-
son, bóndi á Ökrum á Mýrum.
Hann var kvæntur maður og hét
kona hans Guðrún Styrsdóttir, og
sat hún heima að búi þeirra meðan
bóndinn var í siglingunni. Þá eru
og nefndir fjórir menn aðrir og
hétu þeir Brandur Hallsson, Þórð-
ur Jörundsson, Þorbjörn Bárðar-
son og Jón Jónsson.-
Ekki er nú kunnugt hvenær
skipið lét úr höfn í Noregi. En
það hreppti verstu veður í hafi og
andbyr mikinn. Var það að hrekj-
ast úti allt sumarið og náði að lok-
um við vetur sjálfan til manna-
byggða í Eystribyggð í Grænlandi.
Er líklegt að skipið hafi þar brotn-
að í ís. Að minnsta kosti hdfir það
verið ósjófært. Um þessar mundir
var stopul sigling til íslands, en
siglingar til Grænlands höfðu nær
lagst niður. Varð þetta íslenzka fólk
því teppt í Grænlandi um fjögurra
ára skeið, því að ekkert skip bar
þar að landi þann tíma. Er nú ekki
kunnugt hvar það hefir hafst við,
en getið er tveggja staða, þar sern
það var, biskupssetursins Garða við
Einarsfjörð og Hvalseyarfjarðar.
Sjálfsagt hefir verið daufleg vist
í Grænlandi á þeim árum, og bjarg-
arleysi «g skortur vegna þess að
samgöngur við umheiminn teppt-
ust alveg. Fólkið hefir orðið að
biargast við það, sem landið gaf
af sér. Menn hafa orðið að stunda
alls konar veiðiskap af meira kappi
en áður. Að vísu áttu þeir enn all-
margt gripa og sauðfjár. Hefir ull-
in orðið að duga til klæðnaðar, því
að aldrei komust Grænlendingar
upp á að ganga í selskinnsfötum,
eins og Eskimóar. Um skemmtanir
var jafnan fátt í Grænlandi og
olli því strjálbýli og erfiðar sam-
göngur. Og ekki hefir þar verið
líflegra nú, þegar flestar bjargir
voru bannaðar.
Það má vera að þessi dapurleiki
hafi lagzt þyngra á íslendingana
en aðra. Þeir voru þarna tepptir
og í nokkurs konar útlegð og vissu
ekkert um, hvort þeir mundu
nokkurn tíma komast heim til ís-
lands og ættingja og vandamanna
aftur. Með vissu hefir þetta allt
lagzt þungt á Steinunni Hrafns-
dóttur, og varð henni það þá á,
að leita of náins kunningsskapar
við grænlenzkan mann, er Kol-
grímur hét. Varð af þessu fullkom-
ið hneyksli og síðan málarekstur.
Hefir Þorgrímur eklti þolað átölu-
laust að konan legði lag sitt við
annan mann. En um þetta skortir
nánari heimildir. Sagt er að dóm-
endur hafi komizt að þeirri niður-
stöðu að Kolgrímur hefði flekað
Steinunni og beitt til þess svarta-
galdri. Var hann dæmdur til líf-
láts og brendur árið 1407. En upp
frá því var Steinunn ekki mönnum
sinnandi, mornaði hún og þornaði
og lézt skömmu síðar, og kom því
ekki heim til íslands aftur úr út-
legðinni.
ARNA gerðist og önnur ástar-
saga, sem meiri gæfa fylgdi.
Þau Þorsteinn Ólafsson og Sigríð-
ur Björnsdóttir hneigðu hugi sam-
an, og með samþykki Sæmundar
Oddssonar forráðamanns og frænda
hennar, fastnaði Þorsteinn sér
konuna. Fóru svo lýsingar fram í
dómkirkjunni í Görðum, eins og sjá
má á eftirfarandi vottorði, sem
skráð var í Görðum 19. apríl 1409:
„Það kennumst eg, séra Indriði
Andrésson officialis á Grænlandi og
séra Páll Hallvarðsson, að við höf-
um lýst hjúskaparbandi millum
þeirra Þorsteins Ólafssonar og Sig-
ríðar Björnsdóttur í heilagri kirkju
þrjá sunnudaga, mörgum dándis-
manni áheyrandi, bæði útlenzkum
og innlendum. Var sá engi þar, að
nokkra meinbugi vissi þar upp á,
og að það mætti eigi með guðs-
lögum samanbinda. Og til sann-
inda hér um, settu við okkur inn-
sigli fyr þetta bréf, er gert var í
Görðum frjádaginn næsta eftir
Magnúsmessu, þá er liðið var frá
burð vors herra Jesu Kristi þús-
hundrað ára og IIII hundruð og
IX ár“.
Þau Þorsteinn og Sigríður voru
gefin saman í inni frægu Hvals-
eyarfjarðarkirkju 16. septembcr
1408, og er það seinasta íslenzka
hjónavígslan í Grænlandi og því
sögulegur atburður. Bréf prestanna
var ritað á skinn, og var það til
í Skálholti á dögum Odds biskups
Einarssonar og í vörslu Árna sonar
hans, sem þá var Skálholtsráðs-
maður. Segir Jón lærði í „Tids-
fordrif1, að hann hafi séð þetta
bréf frá Árna Oddssyni. Oddur
biskup staðfesti afrit af því (og