Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 335 y :■ '*<F-pé Grænlenzka konan, sem flutt var frá Scoresby- sundi í Landspítal- ann í Reykjavík. Hún er 23 ára. " ■ nafnið Vöttur. Hann er skráður á Fá- skrúðsfirði (8.) Þýzkir verkfræðingar komu hingað til þess að athuga hafnarskilyrði hjá Dyrhólaósi (8.) Nokkrir rithöfundar hafa keypt tímaritið Eimreiðina og verður Guð- mundur Gíslason Hagalín ritstjóri hennar (9.) Þýzkt fyrirtæki hefir boðizt til þess að reisa fosfatverksmiðju í Gufunesi og lána til þess fé, sem endurgreiðist með framleiðslu verksmiðjunnar jafn óðum (9.) Þýzkt fyrirtæki hefir tekið að sér að gera kostnaðaráætlun um hafnar- gerð í Þykkvabæ (13.) íslendingar tóku myndarlega þátt í fiskiðnaðarkaupstefnu mikilli í Kaup- mannahöfn (17.) Nýtt hús hefir verið reist fyrir byggðasafn Vestur Skaftfellinga og Rangæinga að Skógum undir Eyafjöll- um (18.) ísfirðingar hafa stofnað togara-út- gerðarfélag er nefnist Hafrafell hf. — Hefir það í hyggju að kaupa diesel- togara (19.) Tveir nýir barnaleikvellir voru opn- aðir til afnota í Reykjavík, og eru þar nú 23 leiksvæði fyrir börn (19.) Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen kom hingað eftir erfiða sjóferð frá Svíþjóð. Var honum vel fagnað (23.) Lithoprent undirbýr ljósprentun af Guðbrandarbiblíu, Grallaranum, Passíusálmunum, Árbókum Espólíns og Grágás (24.) Hvalveiðar hófust hér á hvítasunnu- dag og voru 13 hvalir komnir á land 24. Þjóðhátíðarnefnd fyrir Reykjavík var skipuð: Þór Sandholt, Björn Vil- mundarson, Böðvar Pétursson, Pétur Sæmundsen, Gísli Halldórsson, Erl. ó. Pétursson, Jakob Hafstein og Jens Guðbjörnsson (31.) FJÁRMÁL Bankarnir buðust til þess að lána sjávarútveginum 40 milljónir króna til að leysa greiðsluvandræði hans (9.) Vísitala framfærslukostnaðar var 181 stig í Reykjavík, en kaupgjalds- vísitala 168 stig (17.) Niðurjöfnun útsvara í Seyðisfirði nam 1.087.000 krónum og er það 10% hærra en í fyrra (18.) Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd var hagstæður um 300.000 krónur í apríl- mánuði. Eftir fjóra fyrstu mánuði árs- ins er viðskiptahallinn nú 44.4 millj. króna (29.) MEN'N OG MÁLEFNI Árangur varð enginn af viðræðum íslenzkra útgerðarmanna cg brezkra togaraeigenda um lausn löndunar- bannsins í Bretlandi (1.) Verslunarskólanum var slitið og höfðu 314 nemendur verið í verslunar- deild í vetur (1.) Stig Guldberg hefir boðið 20 íslenzk- um unglingum, er lömunarveiki hafa fengið, til sumardvalar í Danmörk (3.) Flugvél sótti til Scoresbysund græn- lenzka konu í barnsnauð. Var hún flutt í Landspítalann, þar gerður á henni keisaraskurður og gekk allt vel (6.) Unglingareglan I.O.G.T. á íslandi átti 70 ára afmæli og var þess minnzt á ýmsan hátt (8.) Loftleiðir buðu 14 börnum frá Vest- ur Berlín til sumardvalar á íslandi og korna þau í tveimur hópum (12.) Árni G. Eylands var kosinn forseti Þjóðræknisfélagsins (13.) Prestkosning fór fram í Vestmann- eyum og var Jóhann Hlíðar kosinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.