Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 Kistur þeirra Kristjáns konungs 10. og Alexandrinu drottningar. Að baki stein- kisía Kristjáns 9 og Lovísu drottningar. Kista Friðrilcs 8. er til vinstri cg sést ekki á myndinni. ’aefir verið byggð utan yfir gömlu kirkjuna, því að enn finnast leifar af grunni hennar undir núverandi kirkju. Þessi kirkja hefir verið komin upp um 1300, en margar breytingar hafa verið gerðar á henni síðan. Kirkjan er að innan- máli 84 metrar á lengd, en hæð undir efstu hvelfingar er 24 metrar. Á henni eru tveir mjóturnar, smíð- aðir 1635. Gnæfa þeir yfir borgina og sjást langar leiðir tilsýndar. Á miðjum vesturgafli kirkjunn- ar eru stórar dyr, kallaðar „kon- ungsdyr" og eru aldrei opnaðar nema þegar konungur kemur þangað. Gengið er inn um dyr á suðurhlið vestast. Og gangi maður þá þvert yfir gólfið, er kom- ið að grafhýsi núverandi konungs- ættar. Þar fyrir gafli er steinkista þeirra Kristjáns 9. og Lovísu drottn -ingar. Til vinstri í kapellunni þeg- ar inn er gengið, er steinkista Frið- riks konungs 8. og Lovísu drottn- ingar. En á miðju gólfi standa tvær trékistur og fánar breiddir yfir. Þar hvíla seinustu konungshjón íslands, Kristján konungur 10. (d. 1947) og Alexandrina drottning (d. 1952). Hefir enn eigi verið gerð steinkista að þeim, en mun í smíð- um. í öðrum kapellum og innst í kór eru kistur konunga af Oldenborg- arætt og drottninga þeirra. Ekki hvíla þó allir lconungarnir hér. Hans konungur, Kristján II. og drottningar þeirra hvíla í dóm- kirkjunni í Odense, en Friðrik I. og drottning hans hvíla í dómkirkj- unni í Slésvík. Bak við altarið er steinkista Margrétar drottningar og á loki hennar hvílir fögur kvenmanns- mynd úr svörtum marmara og er í líkamsstærð. Er hún með kórónu á höfði, en ekki er þetta mynd af Margrétu drottningu. Á súlum í kórnum eru fjögur kalkmálverk, mannamyndir gerð- ar um 1500. Ein þeirra á að vera af Haraldi blátönn, önnur af Sveini Úlfssyni, þriðja af Ástríði Sveins- dóttur móður hans, og sú fjórða af Vilhjálmi Hróarskeldubiskupi. Um Svein konung Úlfsson má geta þessa: Þegar hann flýði úr Nizarorustu kom hann á bóndabæ og var þar talað um bardagann og að Norð« menn hefði sigrað. Þá mælti hús- fieyja: „Vesöl eru vér konungs, hann er bæði haltur og ragur“. Svo segir í Heimskringlu, en þess er hvergi getið annars staðar, að Sveinn konungur hafi haltur ver- ið. En fyrir nokkrum árum, er bein hans voru upp tekin, kom í ljós, að J annar fótur hans hafði verið styttri en hinn. Er þetta eitt dæmi af mörgum um sannfræði íslenzkra j fornrita. í kirkjunni er mikið skraut og margskonar, sem hér yrði of langt , upp að telja, enda er kirkjan sjálf fegurst af öllu og verður henni bó eigi lýst, menn þurfa helzt að sjá hana og dveljast í henni um stund. Kirkjur eru mjög ólíkar. En þó munar meiru á þeim áhrifum, sem menn verða fyrir í þeim. Hver kirkja hefir sína ósýnilegu sál, ef svo mætti að orði komast, og snertingin við þá sál getur verið bæði hugljúfari og áhrifameiri í Krýnt kcnuhöfuð á kistu Margrétar drottningar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.