Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 Þorsfeinn Jónsson: Vanmetin náffúrufræði 1. ÉTT mun það vera, sem kand. mag. Guðmundur Þorláksson sagði nýlega í þættinum „Spurn- ingar og svör um náttúrlcga hluti“, að ekki sé á neinum mælingum byggt, þar sem eru hinar nýölsku kennir.gar dr. Helga Péturss. En þó er það ekki rétt, að þær kenningar séu á engu byggðar, og hefði G. Þ. átt að kynna sér betur málavexti, íður en hann kvæði upp neinn dóm á þann veg. Játaði G. Þ. það, að hann væri ókunnugur kenning- um þessum, og mun þar vera ástæðan til þess, hve fræðimenn hafa yfirleitt gengið á snið við þær. Ástæðan til þess, að þeirra er nær aldrei getið, er ókunnugleiki en ekki hitt, að menn hafi raunveru- lega gert sér Ijóst, að þær séu lítils- verðar eða rangar. Enda stafar það ekki af öðru en því að hafa ekki gert sér nógu ljóst, ef menn hafna hinni nýölsku skýringu á uþpruna líísins á jörðinni. Sannleikurinn er sá, að það er alveg óhugsanlegt, að hið líflausa efni jarðarinnar hafi án nokkurra utanaðkomandi áhrifa eða af ein- um saman eigin rammleik getað haíizt til þess lífs, sem nú þegar er hér framkomið. Er slíkt jafn- vel enn óhugsanlegra en t.d. það, sem mönnum þótti víst einu sinni akki neitt óhugsanlegt, að flóð og ijara eða þá hinar ýmsu hreyfing- ar í lofti og legi ættu á engan hátt rætur að rekja út fyrir jörðina. Hefir löngum verið svo, meðan menn ekki skildu, að þeir töldu hið réíta vera fjarstæðu, en sáu hins vegar ekki, að hinar röngu eða ó- fullnægjandi skýringar væru ófull- nægjandi. 2. Þegar rætt er um gátur lífsins, þá er það ekki minni spurning eða undrunarefni, að lífið skuli haldast við eða þróast, en hitt, að það skyldi nokkru sinni verða hér til. Menn vita að vísu ekki þá sögu hvers einstaklings, sem verður frá því, að hinar tvær kynfrumur sam- einast og þar til hann hefir náð sín- um ákveðna þroska. En hvers vegna þetta verður, vita menn ekki, eða hafa ekki vitað. En þar er það, sem náttúrufræðingurinn dr. Helgi Péturss hefir leyst gát- una, og er í rauninni varla von, að aðrir náttúrufræðingar þori að trúa slíku. Þó að það sé vitað, að hann var framúrskarandi að lær- dórni og gáfum, svo að honum hefir naumast verið ókunnugt um nokk- uð, sem öðrum náttúrufræðingum hér er kunnugt um, þó að það sé vitað, að hann var uppgötvuður á sviði íslenzkrar jarðfræði, þá er það ekki nema að vonum, að menn og þá ef til vill ekki sízt íslenzkir náttúrufræðingar, séu tregir til að skilja og fallast á, að hann hafi gert þær meginuppgötvanir, sem hann taldi sig hafa gert. En þó er raunveruleikinn sá, að hann gerði þessar uppgötvanir. Þetta ótrúlega, sem mönnum eðlilega finnst vera, hefir raunveruléga átt sér stað, að dr. Helgi uppgötvaði ekki einungis uppruna lífsins á jörðinni, eða or- sök þess uppruna, heldur einnig, hvað lífið í rauninni er, og má nú reyndar skilja, að slíkt hlaut að vera fyrirfari hins fyrrtalda. Ein- ungis af því að skilja eðli lífsins, gat tekist að skilja uppruna þess og þróun. Og undirstöðuskilning- urinn er sá, að lífið er hleðsla, ákveðin niðurskipan efnis, sem komin er fram við geislan. — Það var áður kunnugt af mönnum eins og þeim Newton og Faraday, að hver efnisögn leitast við að fram- leiða sig í öllum öðrum; geisla sér út til annarra. En Helgi Péturss skildi, að þannig er einnig farið hverjum lifanda. Og það, sem hann byggði þetta á, var uppgötvun hans á eðli svefns og drauma. Með því að láta sér skiljast, að til hvers sofandi manns á sér stað aðstreymi magns frá lifendum annara stjarna aðstreymi, sem endurnærir hann til nýs f jörs og vits, tók hann að sjá framá, að slík magnan muni hafa staðið að upptökum lífsins á jörð- inni og allri þróun þess síðan. Upp- götvun lífsgeislans eða lífgeislun- arinnar var undirstaða þess að skilja, hvað lífið er, og skilningur- inn á sjálfu eðli lífsins leiddi svo af sér skilninginn á þeirri ástæðu, sem varð til þess, að nokkur hluti hins líflausa efnis jarðarinnar gat smám saman hafizt til iífs. Og það er ekki einungis, að með uppgötv- un lifsambandsins á milli stjarn- anna liggi þetta þannig ljóst fyrir um uppruna lífsins á jörðinni, heidur einnig það, sem til þessa hefir alls ekki verið litið á sem við- fangsefni náttúrufræðinnar, að ein- staklingurinn lifir áfram eftir dauðann sem líkamleg vera á ein- hverri annarri jarðstjörnu. 3. Ég hefi séð því haldið fram gegn þessu, sem hér var vikið að um upphaf lífsins á jörðinni, að með því sé svarinu um sjálfan upp- runann aðeins slegið á frest. Segja þeir, sem þannig hugsa, að eftir Frh. á bls. 419

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.