Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 4
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Klukkuspilið“ i dómkirkjunni. litlum og ósélegum kirkjum, held- ur en inum stóru og skrautlegu musterum. Það er gott að komast í snertingu við sál dómkirkjunnar í Hróarskeldu. Tvennt er þarna inni, sem ekki getur talist til kirkjunnar bein- línis, en mörgum ferðamanni er þó forvitni á að sjá. Annað er klukka, eða sigurverk, sem talið er j að muni hafa verið smíðað um 1500. Fylgja þar myndir af manni og , konu og heilögum Georg (Jörgen) , í baAdaga við drekann. Yfir mynd- unum eru tvær klukkur, önnur lítil, hin nokkru stærri. Á hverjum ' stundarfjórðungi slær konan í ( minni klukkuna, en við stunda- skipti slær maðurinn á stóru klukk- ( una og um leið prjónar reiðskjóti ' St. Georgs og treður á drekanum, en hann æpir. Þykir mörgum þetta \ kynlegur klukkusláttur. — Hinn gripurinn, sem aliir skoða, er ! granítsúla í kapellu þeirri, sem kennd er við Kristján fyrsta. Ekki er það efni súlunnar né fegurð hennar, er dregur menn þangað, heldur hitt, að á hana er mörkuð hæð nokkurra keisara, konunga og konungborinna manna. Þar eru 17 stryk og nafn við hvert. Þar gnæfir Pétur mikli Rússakeisari yfir alla aðra. Hann hefir verið 208,4 cm. á hæð. Næstur honum gengur Kristján 10., 199,4 cm. Lægstir eru þeir Chulalongkorn Síamskonung- ur 165,4 cm. og Kristján 7., 164,1 cm. Veður var gott þennan dag, sól- skin og logn og hiti hæfilegur. Við gengum niður hæðina, sem kirkjan stendur áog niðuri dálítið dalverpi, sem nær út að firðinum. Niðri í þessu dalverpi er veitingastaður. Þar sr.æddum við miðdegisverð undir beru lofti. Er þar stór ver- önd utan við húsið og mörg borð og stórar sólhlífar yfir svo að gest- irnir geti setið í skugga meðan þeir matast. Var þarna margt fólk að- komandi. Frá veröndinni sá niður dalverp- ið, út á bláan fjörðinn og þvert yfir hann. Þótt hér væri logn, var dá- lítið gráð á firðinum og voru þar margir skemmtibátar á siglingu. Handan við fjörðinn blöstu við nokkrir bóndabæir og var ekki ó- svipað að horfa þarna yfir og að horfa yfir Skerjafjörð til Álfta- ness. Hæðirnar beggja megin dalverp- isins eru skógi vaxnar. Þar stunda Hróarskeldumenn vetraríþróttir og þarna eru skíðabrekkurnar þeirra. Þær eru hvorki háar né brattar, er, sá hefir nóg sér nægja lætur. Mig langaði að koma til Hleiðru, úr því að nú var skammt þangað, ekki nema 8 km. Hleiðra var eitt sinn höfuðborg og skáldin kölluðú konungsríkið þar Hleiðrarstói. Skjöldur sonur Óðins gekk að eiga Gefjun eftir að hún hafði „dregið Danmarkarauka frá Gylfa“, settust þau að í Hleiðru og varð hanr fyrstur konungur þar. Af honum eru Skjöldungar komnir, og skjöld- ungur var fyrrum tignarnafn kon- ungs. Sonarsonur Skjaldar var Fróði, er réð Hleiðrarstóli um þær mundir er Kristur fæddist og Ágústus keis- ari lagði frið um allan heim. „En fyrir því að Fróði var allra kon- unga ríkastur á Norðuriöndum, þá var honum kenndur friðurinn um alla danska tungu, og nefna menn það Fróðafrið. Engi maður grand- aði öðrum, þótt hann hitti fyrir sér föðurbana eða bróðurbana lausan eða bur.dinn. Þá var og engi þjófur eða ránsmaður, svo að gullhringur einn lá á Jalangursheiði lengi“. Á Jalangursheiði fundust gullhornin góðu síðar, en þeim var stolið. Fróði gerði mikinn húsabæ að Hleiðru. „Þar var gert ker mikið, margra alna hátt og okað með stór- um timburstokkum; það stóð í undirskemmu, en loft uppi yfir og opið gólfþilið, svo að þar var niður helt leginum, en kerið blandað fullt mjaðar. Þar var drykkur I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.