Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 417 Snœbjörn Jónsson: Hver var hún? All houses wherein men have lived and died / Are haunted houses. Lonffellow. AFT hefi ég brotið heilann um það, hvað því hafi valdið að löngu áður en ég vissi nokkuð um enska tungu eða hafði heyrt nokk- urt enskt orð, heillaði hún mig til sín. Enginn maður í sókninni kunni ensku og sennilega var þar ekki ensk bók til í þá daga, en þá var ég ennþá bara lítið barn er ég hét því með sjálfum mér, að ætti ég þess nokkru sinni kost að læra nokkuð, þá skyldi ég læra ensku. A þessu veit ég að ég fæ aldrei skýringu, a. m. k. ekki í þessu lífi. Má vera að hinumegin verði yfir- sýnin stærri. Þegar að því kom að ég færi til Englands til þess að nema þar, var það ætlun mín að fara til Oxford og ganga á Ruskin College. Um hann hafði ég lesið í Kringsjaa. Svo Oman að liggja? Hversu lengi munu lifnaðarhættir haldast hér óbreyttir? Tracial Oman hefir engin landa- mæri á vestræna vísu. Hvaða þýð- ingu gat það haft að setja landa- mæri í vatnslausri og óbyggðri sand -auðn? En nú hefir vonin um að olía finnist þarna gert „konungana" uppvæga að fá einhver landamæri. Það verður erfitt og vandasamt verk að ákveða þau. Og skyldi svo fara að „ið fljótandi gull“ finnist hér einhvers staðar undir sandin- um eða undir sjónum, þá verða um leið endaskipti á öllu hér. sótti ég um skólavist (eða öllu held- ur sótti Eiríkur gamli Magnússon fyrir mína hönd; voru það ráð Björns Jónssonar) og fékk afr svari eyðublað eða eyðublöð, er útfylla skyldi. Þá voru skipagöngur strjál- ar og nú var orðið naumt um tíma ef ég átti að bíða eftir öðru bréfi. Leitaði ég þá til Jónasar Jónsson- ar frá Hriflu, er ég hafði aldrei fyrr talað við, en hann hafði verið í Ruskin College. Hann réð mér til að svara formfestu skólans með því að sækja hann alls ekki, heldur Central Labour College í London. Þar þekkti hann flesta kennarana og lét mig hafa bréf til þess að færa einum þeirra. Gekk síðan allt eins og í-sögu. En fyrir þetta er ég síð- an þakklátur bæði Jónasi og for- sjóninni, því það varð mér til hinna mestu heilla. Reyndist og orðstír Jónasar mikill hjá þeim mönnum á Englandi, körlu.m og konum, er honum höfðu kynnzt, en umfram allt á meðal kennara hans og skóla- bræðra. Hjá öllu slíku fóllci naut ég hans, en varð sífellt að vera að leiðrétta þann eðlilega misskilning að hann væri frændi minn. Ekki að mér hefði þótt minnkun í því, heldur var það hitt, að hverja sögu verður að segja eins og hún geng- ur. Svo liðu tímar og ég sótti þenna sama skóla í annað sinn. Og enn leið og styrjöldin kom. Þegar skammt var á hana liðið, höfðu margir enskir skólar lokað sökum þess, að bæði nemendur og kenn- arar höfðu fengið öðru að sinna. I september 1916 var svo komið, að úr Central Labour College, sem var heimavistarskóli, voru allir nem- endur farnir, og af kennurunum voru aðeins tveir eftir, annar þeirrz þó á förum í herinn. Hinn var aldr- aður maður, Alfred J. Hacking, á sjötugsaldri (d. 1922). Hann var enskukennarinn, ágætur maður, stórlærður og alúðarvinur minn; höfðum við ávallt skipzt á bréfum eftir fyrstu dvöl mína í skólanum. Enda þótt hann væri mikill gáfu- maður, var hann í sumum efnum barnslegur, eða jafnvel allt að þvi barnalegur. Ekki sýndist það ráð- legt að hann væri dag og nótt ein- samall í hinu mikla húsi. Flutti ég nú þangað og var þar allan vetur- inn til aprílloka 1917. Þetta var mér í allan máta mjög hagkvæmt. Skólahúsið (11 og 13 Penywern Road) er að heita má alveg við Underground-stöðina í Earls Court, svo að ekki er þangað nema einnar mínútu gangur, en þaðan bein lína, Central Tube Line, til Holborn, þaðan svo aftur þriggja mínútna gangur í Strand House, þar sem ég vann. Rólegt var þarna og gamli maðurinn skemmti- legur félagi. Umhverfið var hið ákj ósanlegasta, yf ir stéttarh verf i. Má geta þess, að andbýlingur okk- ar, ninu megin við götuna, var stjörnufræðingurinn (og dulfræð- ingurinn) frægi, Sir Joseph Nor- man Lockyer (1836—1920). Af húsastílnum álykta ég að Penywerr. Road muni byggð á síðara helm- ingi átjándu aldar, eða í síðasta lagi um 1800. Húsin eru fimm hæða bygging fyrir ofan jörðu, ákaflega vönduð, og á neðstu hæð er geisi- hátt undir loft, raunar líka á annari hæð, og lofthæð alls staðar mikil. Herbergi eru stór, og í skólanum voru þar stórir salir á neðstu hæð. Borðsalur og eldhús voru í kjall- ara.. Mr. Hacking hafði svefnherbergi á annarri hæð og vissu gluggarnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.