Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 10
414 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því að hraða ferðum. En þá bar okkur að búð byssusmiðs, og þaðan var Mubarak ekki að þoka. Hann hafði séð þar riffil, sem hann lang- aði í. Seinna sagði hann mér frá því, að hann hefði orðið að selja einn úlfaldann sinn til þess að geta keypt riffilinn. KVENNASIÐIR Árið 1952 kom konan mín frá Englandi og settist að hjá mér í .Oibai. Þá fyrst fóru konur að koma i heimsókn. Flestar konur á þessum slóðum bera svarta andlitsslæðu og hafa yfir sér svarta flílc, en innan undir eru þær í skrautlegum fötum og með mörg djásn á sér. í hvert skipti sem konur komu í heimsókn, var ég rekinn á dyr. Þó kom það fyrir einu sinni eða tvisv- ar að ég fékk af náð að vera við. Vegna þess hvað konurnar eru ein- angraðar í þjóðfélaginu, hefir myndast þar sérstök stétt dans- meya, og skemmta þær við hátíð- leg tækifæri. Eru þær þá í skraut- legum búningum og hlaðnar skart- gripum, en bera jafnan slæðu fyrir andliti. Og það voru sannkallaðar ánægjustundir þegar um 20 dans- meyar, ásamt kennurum sínum, heimsóttu okkur. Yfirleitt er meiri töggur í eyði- merkurkonunum, heldur en konun- um í hafnarbæum. Lífið í eyði- mörkinni er erfitt, og konurnar þar 1 eru hertar í mörgum þrautum. Mér var sagt að það kæmi stundum fyrir á ferðalagi, að Beduinakona ' skryppi af baki úlfalda sínum til þess að ala barn, en stigi síðan rak- leitt á bak aftur og héldi áfram ferðinni. En Beduinakonur eru ekki jafn einangraðar eir.s og kyn- systur þeirra í borgunum. Þær um- gangast karlmenn eins og jafningja sína, sitja við eldinn með þeim og vinna sömu verk og þeir. KAFFI ER ÞJÓÐARDRYKKUR Arabar eru allra manna gest- risnastir, og gestrisnan hér er jafn aðdáanleg sem annars staðar, enda þótt fólkið sé fátækara. Ég hefi setið dýrindisveizlur með höfðingj- um þeirra, og ég hefi líka þegið úlfaldamjólk hjá fátækum Beduina — eina dropann, sem hann átti. Kaffi er þjóðardrykkur og arabiska kaffið er annálað. Á þess- um slóðum er það kolsvart og ramt, en oftast nær blandað með kardemommum. „Qahwah!“ kallar húsbóndinn og um leið kemur þjónn inn með látúnsketil í annari hendi, en tvo eða þrjá bolla í hinni. Hann hellir nokkrum dropa í bolla og býður gestinum. En gesturinn afþakkar og bendir þjóninum til sheiksins, en hann afþakkar líka. Þannig gengur þetta nokkrum sinnum, þangað til gestur tekur við bollan- um með hægri hendi. Þegar hann hefir drukkið þrjá bolla, veifar hann tómum bollanum til merkis um það að nú hafi hann fengið nóg. Útlendingar, sem ekki þekkja þennan sið, lenda í hreinustu vand- ræðum, því að alltaf er helt í boll- ann að nýu, og þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva þetta kaffiflóð. En þetta er ósköp fábrotin venja hjá því að lenda í veizlu hjá ein- hverjum voldugum sheik. Þegar maturinn er tilbúinn, breiðir þjónn hvítan dúk yfir gólfábreiðuna. Síð- an kemur inn fjöldi þjóna og ber sinn réttinn hver, en sheikinn bendir þeim hvar þeir eigi að setja þá. Aðalrétturinn er borinn fram í fimm feta löngu trogi. Það er kúfað af hrísgrjónum, en ofan á liggur skrokkur af kind eða geit, eða stundum úlfaldakálfur. Og svo eru þarna máske hundrað réttir aðrir. Stundum er það þá siður, að gesturinn á að teljast veitandi og verður þá að bjóða húsbóndanum til borðs með sér. Maturinn er tek- inn með fingrunum og þeir gestur og húsbóndi rétta hver öðrum lost- æta bita. Að lokum segir gestur- inn: „Þökk sé guði“, því að það á ekki við að þakka húsbóndanum, allar góðar gjafir eru frá guði. Margir Arabar reykja heima- ræktað tóbak úr örlitlum pípum, svo að ekki fást nema örfá tog úr hverri. Stundum er það siður, eftir máltíð að sama pípan er látin ganga milli allra. Einu sinni varð ég fyrir því að pípan mín var tekin af mér, og allir viðstaddir reyktu úr henní sér til mikillar ánægju. En Arabar sitja ekki alltaf að • veizlum. í mánuðinum Ramadan, sem er langafasta þeirra Múha- medsmanna, er fylgt ströngum reglum um föstu. Frá þvi á morgn- ana að svo bjart er orðið að „greina má hvítan þráð frá svörtum“, mega menn hvorki smakka vott né þurrt þangað til sól er gengin til viðar. FÁLKAVEIÐAR í Austurlöndum var fyrst fundið upp á því að nota fálka til veiða, og nú er þessi veiðiaðferð hvergi í meiri metum höfð en í Trucial Oman. Veiðarnar hefjast á haustin. Tamningamennirnir gæta fálkanna nótt og dag og fuglarnir læra fljótt að þekkja kennara sína. Meðan á æfingum stendur er haft band á haukunum. En þegar þeir hafa lært að hlýða kalli, þá er þeim sleppt lausum. Vilji einhver þeirra þá ekki koma aftur þegar kallað er á hann, er komið með lifandi dúfu til þess að freista hans. Dúfur eru uppáhaldsréttur fálkanna, og þetta standast þeir eigi. Svo er það einhvern dag, að eyðimerkurbúi kemur sprengmóð- ur til borgarinnar og tilkynnir að nú sé trappgæsirnar komnar. Verð- ur þá allt þegar í uppnámi. Eyði- merkurbúinn fær laun fyrir upp-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.