Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 12
416 LESBÓK MOEGUNBLAÐSINS -----------------------------------%----------- sveinn sinn. En nú skyldi hann sýna mér hvernig þessi list væri leikin. Hann var með sting í hend- inni og áður en ég vissi af hafði hann rekið stinginn-í gegn um öxl- ina á sér og stóð þarna skjálfandi á beinunum. Svo dró hann sting- inn út og ég athugaði öxlina. Þar var ekki annað að sjá en ofurlítinn dökltvan blett, þar sem stingurinn hafði gengið inn í holdið. Litlu neðar voru mörg ör. Hann sagði að þau væru ekki eftir sting, heldur skammbyssukúlur, sem skotið heíði verið á sig. PERLUVEIÐAR I Persaflóa hafa perluveiðar ver- ið stundaðar frá ómunaííð, og marg «r fegurstu perlur jarðarinnar eru þaðan komnar. Nú eru perluveiðar hvergi stundaðar á ströndinni nema í Trucial Oman. Þær hafa lagst niður annars staðar síðan olí- an kom til sögunnar. Á hveru sumri er mikið um að vera í öllum höfnum Trucial Oman þegar verið er að búa út perlu- veiðaskipin. Og þá streyma þangað menn utan af eyðimörkinni til þess ' að vera á „vertíðinni". I Einu sinni heimsótti ég perlu- veiðaflotann. Fjöldi skipa lá þá fyrir festum á grynningum, þar sem perluskeljarnar eru. Á einu skipinu voru Dibai-menn, sem ég þekkti og þeir kölluðu þegar kveðjuorð til mín, en skipstjóri benti mér að korna um borð. Þar varð varla þverfótað fyrir mönn- um og útbúnaði, og þar var slæm- ur þefur af skelfiski. Um 20 menn voru að kafa. Aðíerð Araba við perluveiðarn- ar hefir haldizt óbreytt um aldir og er mjög einföld. —Kaíarinn fer út- byrðis á færi, sem sakka er bundin við. Áhöld hans eru ekki önnur en skinnhanzi og klemma úr beini eða tré til þess að loka nösunum. Hann andar djúpt nokkrum sinnum og steyptir sér svo fyrir borð. Þegar niður á botninn kemur safnar hann skeljum í net, sem fest er við fær- ið. Þegar hann er kominn að því að kaína, kippir hann í færið og er þá dreginn upp. Venjulega er kafað á 25—50 feta dýpi, en þó eru sumir kaíarar svo snjallir að þeir komast til botns á 100 feta dýpi. Ég aðgætti hve lengi þeir voru í kafi, og var það venjulegast 114 mínúta, en þó kom það fyrir að menn voru rúm- ar 2 mínútur í kafi. Misjafnlega mikið komu þeir með úr hverri ferð, 2—20 skeljar, og stundum fengu þeir ekki neitt. Kafararnir fá oft óþolandi hlust- arverk, en ef hann batnar ekki af sjálfu sér, þá er glóandi járnteini stungið inn í eyrað. Agi er mjög strangur um borð í skipunum. Menn eru kaghýddir fyrir yfirsjón- ir, t. d. fyrir það að gæta þess ekki að draga kafara nógu snemma upp, eða reyna að stela perlu. Sérstakar reglur gilda um hvern- ig arði skal skipt. Þegar perlurnar hafa verið seldar, tekur skipeig- andi helming andvirðisins í sinn hlut. Af þeim helmingnum sem eítir er skal svo greiða fæðiskostn- að skipverja, og 20% af afgangin- um í viðhald skips og veiðarfæra. Því sem þá er eftir, er skipt milli mannanna, þannig að skipstjóri fær 2 hluti, kafarar 114 hlut, mat- reiðslumaður og vaðmenn einn hlut, og aðrir hálfan hlut. Þegar illa gengur verður kostnaður meiri heldur en söluverð perlanna. Þá fá skipverjar ekkert nema fæðið um veiðitímann. HVAÐ BER FRAMTÍÐIN í SKAUTI? Ég fæ ekki að því gert að ég kvíði fyrir því að fara frá Trucial Oman. Nú sem stendur erum við kona mín í tjaldi inni í eyðimörk- inni, og þar hefi ég ritað þessa grein. Það er að hvessa og vindur- inn þyrlar mekki fram af sand- öldunum. Félágar okkar, Arabar, hafa gengið afsíðis til þess að biðj- ast fyrir og ætla okkur að sjá um kafíikatlana á meðan. Rétt hjá okk- ur standa tveir staurar, sem reknir hafa verið niður í sandinn, og á þeim sitja haukar með hettur yfir höfðunum. Hér er friðsælt og rólegt, en þó getum vér ekki látið vera að hugsa um hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. Hvað á fyrir þessum litlu „konungsríkjum“ í Tracial

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.