Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 lýsingarnar, veiðimenn eru kall- aðir saman og undirbúningur haf- inn. Og þá leggur sheikinn stjórn- máhn á hylluna, en þeysir með mönnum sínum í sandskýi út á eyðimörkina. Um kvöldið safnast svo allir saman í áfangastað, drekka þar kaffi og segja frægðarsögur af veiðihaukum sínum. Þetta er ið mesta metnaðarmál. Ef einhverj- um veiðimanni er borið það á brýn að haukur hans hafi verið gagns- laus, tekur maðurinn sér það svo nærri, að hann skilur við félaga sína og sezt einhvers staðar einn síns liðs og örvílnaður. FURÐULEGIR SIÐIR í Dibai hefi ég kynnst mörgum merkilegum siðum, en engir kom- ast í hálfkvisti við trúarbragðasiði ins dularfulla Sufi trúflokks. Ég varð að bíða þess í þrjú ár að fá að sjá þá. Það er ofur skiljanlegt því að þeir fara leynt með þá, og marg- ir Múhamedsmenn hafa skömm á þeim. Athöfnin hófst að kvöldi dags. Stjórnandinn var aldraður maður, sem hafði litað skegg sitt með leir, og aðstoðuðu tveir synir hans. Aðr- ir þátttakendur voru kallaðir „nemendur“. Voru það aðallega Negrar, en einnig Arabar, Persar og Baluchimenn. Þeir settust í tvær raðir, og nokkurt bil á milli. Voru þeir með trumbur, sem þeir hituðu fyrst yfir glæðum. Við endann á röðunum sat stjórnandinn. Hann hafði hjá sér sverð og nokkra mjóa stálstingi. Nú hóf hann hönd sína og at- höfnin byrjaði. Mennirnir knúðu trumburnar og þuldu arabiska sálma. Síðan tókust þeir í hendur og reru til beggja hliða, risu upp á kné og stóðu síðan upp og góndu beint upp í loftið eins og þeir ættu þaðan styrks von. Þetta léku þeir hvað eftir annað, börðu trumburn- Stingur rekinn í gegn um öxlina á nemanda. ar og rauluðu. Þessi sífellda suða og tilbreytingarlaust hljóðið í trumb- unum hafði einkennileg áhrif á mig. En það hafði þó miklu meiri áhrif á söfnuðinn og sá ég að aug- un stóðu í mörgum. Á þessu gekk í tvær stundir. Þá dró stjórnandinn sverð sitt úr slíðrum og reis á fætur. Synir hans skipuðu söfnuðinum að gefa hljóð og rísa á fætur. Röðuðu þeir mönn- um síðan í hring umhverfis stjórn- andann. Allir tókust í hendur. Nú var slegið hægt og seint á trumb- urnar, „nemendurnir“ sveigðu sig á báða bóga og gáfu frá sér óhugn- anleg hljóð. Fyrst soguðu þeir að sér loftið með blísturshljóði niðri í koki og síðan rumdi hátt í þeim. Eftir því sem lengur leið varð blísturshljóðið háværara og líktist ömurlegu veini sem fór í gegn um merg og bein þarna í myrkrinu. Mennirnir reru alltaf, voru orðnir kófsveittir, en líkt og dáleiddir. Stjórnandinn hafði pjakkað nið- ur sverði sínu hvað eftir annað, en nú benti hann allt í einu með því á einn „nemandann“, fjórtán ára pilt. Pilturinn gekk fram úr röð- inni, valtur á fótum, og þá greip stjórnandinn einn af stálstingum sínum og rak hann þvert í gegnum öxlina á piltinum. Hann stóð þarna riðandi nokkra hríð, en svo var stingnum kippt úr sárinu, og pilt- urinn gekk aftur á sinn stað í hringnum. Ekki dreyrði úr sárinu, og hafði stingurinn þó farið þvert í gegn um öxlina og staðið út um bakið. Nú benti stjórnandinn öðrum nemanda. Hann gekk fram og rak sjálfur stinginn í gegn um öxlina á sér. Svo var stingurinn dreginn út og manninum fengið sverðið. Hann laut niður og hjó sig í bakið með því hvað eftir annað. Svo tók hann annari hendi um meðalkafl- ann en hinni um oddinn, og hjó egginni hvað eftir annað á beran kviðinn á sér. Ekki var að sjá að honum yrði mffint við þetta. Næsti maður sem gekk inn í hringinn rak stinginn í gegnum öxlina á sér, en þegar hann dró stinginn út, rann blóð niður brjóst- ið á honum. Þetta var eina sárið sem ég sá blæða. Eftir þetta hjó nemandinn sig með sverðinu hvað eftir annað, en særðist ekki. Þá gekk stjórnandinn fram og nudd- aði sandi í sárið. Nokkru seinna sá ég þennan mann aftur og þá blæddi enn úr sárinu. Einn piltur enn lék þessar listir, en þá sagði stjórnandi að nú væri athöfninni lokið. Féllu þá allir nemendurnir til jarðar, úrvinda af þreytu. Þeim var fært kaffi og sætindi, og síðan tíndust þeir út í myrkrið. Tveimur mánuðum seinna kom til mín gamall Persi, sem ég hafði einu sinni hjálpað í vcikindum. Hann kvaðst hafa heyrt að ég hefði áhuga fyrir „mureed“ (launsiðum Sufi). Mennirnir sem ég hefði séð væri aðeins viðvaningar, stjórn- andinn hefði einu sinni verið læri-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.