Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 419 um. En W. P. Kerkvaðst mundu sjá mér fyrir aðgangi að University College ef ég afréði að fara þessa leið. Mr. Hacking hafði stundað nám í París (það gerði systir hans líka) og litla hríð í Bonn. Hann lagði mikla stund á semi- tisku málin og átti á þeim mikla doðranta er hann las mjög eftir að kennslustörfin féllu niður. Hann var manna frjálslynd- astur, víðsýnastur og umburðar- lyndastur í öllum efnum. Ég hygg að í trúarefnum hafi hann talið sig efunarmann (agnostic), en ein- lægni manna virti hann, hverjar sem trúarhugmyndir þeirra voru, enda mátti segja um hann, að hann „kept an open mind“ gagnvart hverju einu, eins og Guðmundur Hannesson sagði við Jónas Rafnar að hverjum manni bæri að gera. En Jónas skoðaði (eftir því sem mér hefir verið sögð sagan) sjúkhng við próf, þekkti sjúkdóminn réttilega, en þorði ekki að trúa sjálfum sér, taldi sér hljóta að skjátlast, og fékk fyrir bragðið lakari einkunn en hann átti skilið, þó að góð væri einkunnin eigi að síður. Mr. Hack- ing var það fullkomlega ljóst, að hin viðurkenndu fimm skilningar- vit okkar greina ekki alla tilver- una. Hann átti ekkert af hroka og sjálfbirgingsskap hins óvitra manns. Enda þótt það dytti nú allt í einu í mig að segja frá þessu löngu hðna atviki, var það ekki fyrir þá sök, að ég teldi það einkar merkilegt. Til bess er það of hversdagslegt. Ég hygg að vart muni sá dagur líða, að ekki komi eitthvað mjög svipað fyrir einhvern hérna í Reykjavík. Það er ætlun mín, að þeir muni nauðafáir, sem ekki hafi af eigin raun frá einhverju dulrænu að segja. Og sé rétt að þeim farið, láta þeir það uppi við þá menn, er þeir vita að óhætt er að treysta bæði til skilnings og þagmælsku. Hitt er aftur á móti langtíðast, að slíku vilji þeir ekki flíka opinberlega. Stundum getur ástæðan til þess ver ið sú, að þeim sé atburðurinn of heilagur til þess að láta hann verða heimskum mönnum að leik- soppi. En kynni sín af dularheimum fær einn með þessu móti, annar með öðrum hætti. Lögmál þau, er þessu ráða, eru okkur ókunn, en sannarlega eru vitranirnar oft og einatt ekki nein hending eða til- viljun, þótt ekki vitum við hver yfir þeim ræður. Hver hún var? — Þannig get ég spurt, en til einskis er það; við spurningunni fæ ég aldrei svar. C^ÍXS®®<5'><0! Molar Kona var að tala við vinkonu sína og kvarta undan manni sínum. — Hann Haraldur hefir ekki litið á mig í sjö ár. Ég er alveg viss um að ef ég skyldi verða undir bíl, þá mundi hann ekki þekkja líkið. —#— Gestur í stóru veitingahúsi: Getið þér gert svo vel og keypt þessa ávísun af mér? Þjónn: — Nei, það getum við ekki, við höfum gert samning við bankana á þá leið, að við kaupum engar ávís- anir og að þeir selji ekki mat. Nyrst í Kanada er ógurlegur mý- vargur á sumrin. Segir „Unesco Curier“ að þess sé dæmi, að maður sem var með beran framhandlegg hafi verið bitinn þar 280 sinnum á einni mínútu. Eftir þessu mundi bitvargur- inn geta sogið allt blóð úr nöktum manni á einni klukkustund og 45 mínútum. —®—■ Skipsíjóri virti nýa hásetann fyrir sér hátt og lágt, og svo rumdi í hon- um: — Nú, það er gamla sagan, svarti sauðurinn úr fjölskyldunni sendur til sjós! — Nei, svaraði hásetinn, þetta hefir allt breyzt síðan þér voruð ungur. _ — Vanmetin náttúrufrœði Frh. af bls. 411 sem áður sé því ósvarað, hvernig lífið hafi byrjað að verða til. En hvernig mundu þessir menn svara spurningunni um uppruna heims- ins? Mundu þeir vilja segja, að hann sé til orðinn sjálfkrafa af engu og þannig án nokkurrar frum -orsakar? Eða tækju þeir þann kostinn, að ætla hann ekki hafa getað orðið til af engu, sem væri hið sama og að segja, að alltaf hafi verið til heimur? En sé svo um heiminn, að hann hafi í rauninni aldrei byrjað að vera til, hvað mætti þá ekki hugsa um lífið? — Ég veit vel, að það er ekki í sam- ræmi við þá pokamennsku eða þann takmarkaða stærðfræðiskiln- ing, sem um skeið hefir verið urr of ríkjandi í vísindum, að tala um heim, sem sé óendanlegur í tíma og rúmi. En þó ætti það að vera einfaldlega ljóst hverjum vitiborn- um manni, að slíkt er óhjákvæmi- legt. Hvaða hlutur sem er eða tak- mörkuð heild hlýtur að eiga frum- orsök sína fyrir utan sig eða vera tilorðin fyrir sambönd við annað. Samband hlutanna við enn aðra hluti og samband allra fyrirbæra við enn önnur fyrirbæri er undir- rót þeirra, og þannig verður það óhjákvæmilegt, að frumorsök heimsins og frumorsök lífsins hljóta að vera sú, að heimur og líf séu hvortveggja óendanleg. Án óendanleiks tilverunnar gæti eng- inn hlutur verið til. 6. maí 1956. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstiíðum. !Cx«'ö®®®G>0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.