Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 16
420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A K 8 4 V 10 3 ♦ G 9 8 7 4 ♦ K 10 8 * 53 V D 9 5 * A K 10 6 5 2 * 7 e ♦ Á D 7 2 V Á K G 7 4 3 ♦ — ♦ Á 3 2 S sagði 6 hjörtu. A hafði einu sinni sagt tígul, svo að V sló út TD. Hvernig á S nú að spila? Hann fleygði láglaufi í, og þetta var nauðsynlegt til þess að vinna spilið. Næsta tígul drap hann með trompi, sló svo út HÁ og kom því næst borðinu inn á SK. Svo kom hjarta, sem hann grap með gosa, og því næst kom HK og drottningin féll í. Siðan tók hann á þrjú trompin, sem eftir voru og þá gat V ekki varið bæði spaða og lauf. Það var nauðsynlegt að gefa fyrsta slaginn og losa sig við lauf í hann. Ekki er hægt að komast inn í borði nema tvisvar, á kóngana, og annan kóng- ínn verður hann að nota til þess að geta slegið út trompi, en hinn til þess að ná aukaslag, þegar V hefir orðið að fleygja sér í óhag. ___ ♦ G 10 9 6 V 8 6 ♦ D 3 ♦ DG954 FTRSTI VEFSTÓLLINN Laust fyrir aldamótin 1800 kom fyrsti vefstóll í Eyafjörð. Hét sá Jó- hannes Tómasson, er með hann kom. Jóhannes þessi, sem var bróðir Jónasar móðurafa Jónasar skálds Haligrímsson- «r, hafði farið utan unglingur og num- ið vefnað ytra. Fýsti hann aftur til átthaganna og var sagt að hann hefði af mestu náð fengið að flytja vefstólinn með stjórnarskipi. En það var ekki fyr en eítir 1815, sem veístólum fjölgaði að nokkrum mun. Á fyrstu árum aldar- wnar var því mikið af fatnaði prjónað. HEYDALAKIRKJA. S.l. sunnudag var hátíð mikil að prestsetrinu Heydölum f Breiðdal og var þá minnst 100 ára afmælis kirkjunnar þar. Bishupinn yfir ís- landi, lierra Ásmundur Guðmundsson, var þar viðstaddur og helt ræðu við guðs- þjónustu í kirkjunni. Eftir messu var almennt hóf og sat það fjöldi manns. Marg- ir Brciðdælir, sem heima eiga í Reykjavík, höfðu farið þangað austur til þess að vera við þessa athöfn. — Heydalakirkja var rcist á seinasta prestskaparári séra Benedikts Þórarinssonar, sem þjónaði prestakallinu 1851—1856. — Yfirsmiður kirkjunnar var Þorgrímur snikkari Jónsson frá Gilsá. Ilann gekk síðar að eiga Þórunr.i Stcfánsdóttur ekkiu séra Benedikts, en varð skammlífur, dó snögglega á ferð milii Þverhamars og Snæhvamms. — Heydalakirkja er snotur bygging, eins og sjá má hér á myndinni. Handan við hana er gamla íbúðarhús slaðarins, mikil bygging, en nú í eyði, því að nýtt íbúðarhús hefir verið reist skammt þaðan. — Prestur í Hcydölum er nú séra Kristinn Hóseasson frá Höskuidsstaðaseli í Breið- dal. (Ljósm. Guðm. Ágústsson) Öll nærföt, karla og kvenna, voru prjónuð og ytri föt að talsverðu leyti. Jafnvel rekkjuvoðir í rúm voru prjón- aðar (Skuggsjá). GAMLI GtlNDI Karl tók ég af sveit, er Guðmundur hét, kallaður Gúndi, og hafði fyrir „liöfðingiegan nautahirði“, eins og Hómer segir um kúakarl Odysseifs. Trúrri þjón hefi ég aldrei þekkt. Hann var gamall maður, slitinn og geðstirður — ncma við húsbændur sína. Hann var tóbaksmaður með afbrigðum og dugði honum pund af rjóli vart hálfan món- uð, fengi hann að skammta sér sjálfur. Kólarnir Gammabrekka og Vindkvörn voru jafnan hvítir á vorin af kali, en gamli Gúndi hlúði svo að þeim með klíning, að á þeim hiógu „Sarcns rósir“. Eitt sinn lá hann veikur nokkra daga og setti mjög fyrir sig, að aðrir vandalausir skyldu hafa verk hans á hendi. Ég kom oft að hvílu hans og taldi kjark í hann, enda sá ég löng- unina til líísins lýsa í augum hans. Og eííir forkostulegan „prís“ af góðu tóbaki mælti hann eitt sinn þessum crðum: „Ég hugsa nú helzt um það, húsbóndi minn, að gefi góður guð mér heilsuna, að fara þá alvarlega að hugsa um að koma skítnum á hólana". — Kunningi minn einn danskur (Arthur Feddersen próf.) dvaldi hjá mér nokkra daga, og fannst honum mikið til um Guðmund, og hét honum að nefna við kónginn, að hann sendi hon- um silfurdósir. Árið eftir komu þær með beztu skilum, og slógum við upp hálígildis veizlu, er ég afhenti karli kóngsdósirnar (sem reyndar líktust mcira tini en silfri). Aldrei tímdi hann að taka þær upp nema á hátíðum. (Matth, Joch.: Sögukaflar).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.