Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 8
428 .JESBÓK MORGUNBLAÐSINS Minnisvarðar sálmaskáldsins Hallgrímskirkja í Saurhæ TIALLGRÍMUR skáld Péíursson * andaðist að Ferstiklu 27. októ- ber 1674, og var grafinn fyrir fram- an kirkjudyr í Saurbæ 31. s. m. Það fyrsta, sem menn vita um að honum hafi átt að reisa minnis- varða er, að Hálfdán meistari Ein- arsson segir að þeir Páll lögmaður Vídalín og Magnús Arason land- mælingamaður hafi ætlað að setja stein á leiði hans. Samdi Páll á latínu þá áletrun, er á steininum átti að vera, og var hún þannig á íslenzku: „Minnismerki þess manns, er fæddist föðurlandi sínu, íslandi, til ( ævarandi sóma, og kirkju Krists, ] sem lifir og lifa mun á íslandi, til ' ævarandi prýði, sem gegndi prests- embætti og andaðist heilaglega í 1 því sama prestsembætti sínu, séra Hallgríms Péturssonar prests, fyrst að Hvalsnesi og síðan að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, hins árvakr- asta prests meðan honum entist aldur, er og andaðist með æðsta heiðri í þessu sama starfi.“ Þar á eftir áttu að koma 5 sein- ustu versin úr 25. Passíusálminum t og haíði Páll Vídalín snúið þeim á latínu. En ekkert varð úr þessu og mun það hafa valdið að þeir Páll og Magnús fellu báðir frá um svip- að leyti. Páll andaðist 18. júlí 1727, en Magnús drukknaði hjá Hrapps- ey á Breiðafirði 19. janúar 1728. Næst var það, að Stefán amt- maður Stephensen á Hvítárvöllum ákvað að setja stein á leiði Hall- gríms Péturssonar. Fól hann Jakob smið á Húsafelli, syni séra Snorra Björnssonar, að höggva steininn. Tók Jakob stein úr Bæarfellinu og hjó hann, en áður «n áletrunin væri ákveðin, andaðist amtmaður (20. desember 1820). Magnús Step- hensen í Viðey, bróðir hans, réði svo áletruninni og varð hún á þessa leið: Lét stein þenns landshöfðingi sárast saknaður hver sannri trú af alhug unni, ættmenn rista eftir sinn dag að öldnum moldum háleits sálmaskálds Hallgríms fræga Saurbæarprests Péturssonar. Liíi beggja minning í landi blessuð MDCCCXXI Segir Espólin að á steininum sé „rnerkilegt grafletur“ og má það til sanns vegar færa, því að það er engu síður um gefanda steinsins heldur en Hallgrím Pétursson. Steinn þessi er enn á leiði Hall- gríms fyrir utan dyr gömlu kirkj- unnar í Saurbæ, og ef til vill er það honum að þakka, að legstaður skáldsins hefur ekki gleymzt. -★- Svo líða 60 ár. Þá talca þeir sig saman Grímur Thomsen skáld á Bessastöðum og Snorri Pálsson verslunarstjóri og alþingismaður í Siglufirði, um að leita almennra Minningarsúla Hallgríms Péturs- sonar hjá dómkirkj-] unni í Reykjavik. Súlan hverfur í skugga kirkjunnar og vegfarcndur veita hetmi ekki athygli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.