Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 1
Séra Jón Auðuns dómpróíasiur:
ARFUR SKÁLHOLTS
■^G ÍHUGA fyrri daga, ár þau,
sem löngu eru liðin“, sagði
eltt af skáldum Hebrea, en hví
skyldum vér minnast hins liðna?
Geymist það ekki bezt í djúpum
óminnisöldunnar, sem flestu skol-
aði burt, sem áður var, eða lukti
það hrönnum blárra vatna? Iiví
skyldum vér setjast við hin gömlu
kumbl og kalla fram myndir og
minningar þess, sem níu aldir haía
breitt yfir voð hins græna svarð-
ar og gleymzku?
I veltandi straumiðu stundar,
sem líður, og hróðugir yfir afrek-
um, sem vér eigum örlitla hlut-
deild í, er það heilsusamlegt að
sitja við hin gömlu kumbl.
Daglega lesum vér, daglega
heyrum vér um þær dáðir, sem
Öld vor hefir drýgt. Og vér tölum
stundum eins og vér hefðum skap-
að þetta ein á fáur> áratuf’” •’ i :i't
0£? r’“” '
að Pallas Aþena hefði í einu veí«
fangj. .
höíði Seiís.
Vér gleymum því, að ræturnar
liggja aítur í aldir, sem löngu eru
liðnar. Vér gleymum því, að það,
Séra Jón Auðuns.
sem vér erum hróðug yfir, höfum
vér ekki skapað nema að hverfandi
litlu leyti, að það er aríur, sem
h.eíir safnazt saman á öldum og
árþúsundum. Vér lifum á fórnum,
sem fyrir löngu voru færðar. Vér
njótum ávaxtanna af baráttu
manna, sem fyrir löngu luku veg-
ferðinni um jörðina.
Væri snilld Matthíasar hugsan-
leg, ef Egill á Borg hefði ekki kveð-
ið á norræna tungu þúsund árum
fyrr? Væri trúaróður Hallgríms
til, ef Eysteinn hefði ekki slegið
hörpuna og kveðið Lilju löngu
fyrr? Og hefði Lilja fæðst, ef harpa
Davíðs konungs hefði ekki ómað
gegn um aldir áður? Hefðum vér
1 eyrt hið volduga tónahaf kantöt-
unnar í Skálholti, ef Bach og aðrir
hefðu ekki áður sungið trúðaróð
sinn í tónum? Og einnig þeir lifðu
á arfi, sem eldri kynslóðir létu
þeim eftir.
„Er mælt hér eitt orð, sem ei
fyrr var kunnað?“ Tungan er aríur,
ættirnar hafa sorfið stálið, mótað
málminn og brætt, og þess vegna
liggur oss þetta fagra mál á vör-
um í dag.
Flest þeirra verðmæta, sem vér
njótum, eru gamall arfur, og vér
þiggjum þann arf með tvennu
móti: sem blóðarf eða samfélags-
arf.
Blóðeríðin mótar líkamleg og
sálarleg einkenni vor. Eríðavísind-
in geta rakið hana og ílokkað. Hin
menningarlegu, truarlegu, list-