Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 2
454 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kirkjan, sem Brynjóliur bijkup Sveinsson lét reisa i Skálholti. rænu, bókmenntalegu verðmæti eru aftur á móti samfélagserfð. Vér erum borin til hennar, en eig- um mjög óverulega hlutdeild í að skapa hana eða auðga. Gefum gaum þeim árum, sem löngu eru liðin, og vér munum sjá ,að mjög barnalegt er stæri- læti vort gagnvart þeim, sem fyrir löngu lifðu á jörðunni í hugmynda- heimi, sem vér köllum nú frum- stæðan. Það er engin vissa fyrir því, að nokkuru sinni hafi lifað á jörðunni gáfaðri maður en Aristó- teles. Eða snefill af vissu fyrir því, að nokkrir þeirra manna, sem nú á tímum hafa fundið upp hin furðulegu sulfa- og mýsín-lyf, séu vitund gáfaðri menn en „faðir læknislistarinnar", Hippokrates hinn forngríski, þótt nú geti hver einfeldningur hlegið að hugmynd- um hans um líffærafræði og lækn- ishst. Það, sem gerzt hefir, er ein- faldlega það, að samfélagsarfurinn hefir á árþúsundum verið að smá- hrúgast upp, og að þessi arfur, sem vér höíum engan þátt átt í að skapa, hefir knúið oss inn á leiðir, sem liggja inn á ný og undursam- leg lönd. „Ég íhuga fyrri daga“, — ekld til þess að liía í barnalega róman- tískri aðdáun inna „gömlu, góðu daga“, sem engan veginn voru eins glæstir og góðir og'tíðum er látið í veori vaka, heldur til þess að átta mig á sjálfum mér, þekkja mínar eigin rætur og fá hugmynd um fortíðina sem baktjald þeirrar nú- tíðar, er ég lifi í. Það er göfgandi að eiga stóra fortíð. Ekki til þess að miklast af henni eins og barn, heldur til þess að skilja, hvað vér skuldum henni, og átta oss á, hvernig sú skuld skal greidd. Til þess vorum vér í Skálholti á dýrlegum degi. Vér lítum um öxl, og með hinar miklu minningar í huga horfum vér fram. Áfram, áfram, kristni íslands og kirkja. Þær breytingar, sem breytt- ir tímar kunna að krefjast, skaltu ekki óttast. E. t. v. er tómlæti sam- tíðar vorrar um kirkjuna brenn- andi áminning til vor prestanna um, að í starfsháttum hinnar gömlu, heilögu stofnunar þurfi margt að breytast, sem vér höíum hvorki haft skilning né þor til að breyta. En verði tengslin við fortíðina rofin, hin heilaga arfleifð höfð að engu, er hætta á því, að kirkjan verði rótlaus og máttvana kirkja. Hér þarf bæði viturlega og djarfa leiðsögn. Ef kirkjan á að lifa, verður hún að mæla á því máli, sem samtíðin talar og skilur. Hjartslátt þess fólks, sem lifir í dag, verður hún að heyra og skynja. Og þó verðum vér jafn- framt að muna, að mállaus er sú kirkja, sem hefir gleymt máli feðr- anna. Vér heyrðum feðurna tala til vor í Skálholti, hinn dýrlega dag. í sumarblænum bárust raddir þeirra um hinn gamla stað, þar sem þús- undirnar héldu stóra hátíð. Þeir minntu oss á, að „íhuga fyrri daga“, — ekki til þess að miklast af stór- um minningum, heldur til þess að vér lærðum að sjá, hve langt aftur í aldir liggja rætur þess bezta, sem líf vort geymir í dag. Mörg er sú dýrð hinna gömlu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.