Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 14
466 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fjóra átti hann sjóvettlinga fulla með peninga. Þá er hann var hniginn á efra aldur, tók hann áhyggur miklar, einkum vegna auðs síns, hvernig hon- um skyldi ráðstafað, því erfingja átti hann enga, og þar næst vegna sálu- hjálpar sinnar, þvi hann óttaðist, að ekki yrðu opnuð fyrir sér in efri hliðin, með því hann hafði lítt hirt um geist- legar venjur, en hafði hinsvegar talið allt það hindurvitni og csiði, er ekki yrði í askana látið sem málamatur. En nú höfðu orðið í honum einhver sinnaskipti að innan. Ásótti hann ugg- ur og ógleði. Dreymdi hann þá og Ósómann, að hann kæmi að honum all- ar nætur og byðist að próventa hann og pveláta, lífs og liðinn. En Hrolleifur tók hugsýki af því háttalagi. Það var dag einn um sumarið að Hrolleifur bjó heimanför sína með nesti og nýja skó úr hrygglengju af þrílitri kú; tók hann sér broddstaf í hönd, batt peninga sína sér á bak og fór á Drangajökul fjallasýn. Var ferð- inni heitið til Vatnsfjarðar við ísa- fjarðardjúp vegna kirkjunnar þar og þeirra annara sinna sáluhjálplegu einkamála. Segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kemur á Hljóðabungu. Þar heyrir hann þyt í jökli og þursa- mælgi. Og þá er Hrolleifur kom að kletti þeim, er suðaustan við Hljóða- bungu situr, á landamærum sýslanna og þeirra lireppa er þar að liggja, og síðar var heitinn í höfuð honum, heyrir hann hjákátlega kveðið úr klettinum og þó kulvíslega: „Hrollur 1 þér, hrollur í mér — hrollur á berum kolli. Hringlar í þér, hriktir i mér. — Húkir á baki þér skolli!" Var þá Hrolleifur staddur við Hrolleifsborg, þar, á þeim stað, er útsýni opnást yfir Kaldalón og ísa- fjarðardjúp. Sér þá Hrolleifur hvar svört loppa teygist upp yfir öxl hans. Varpar hann þá peninagsekknum af sér. Hann varð heldur hissa er hann sér svartan haus og handlegg upp úr pokaopinu. „Hver ert þú?“ spurði Hrolieifur. „Ég er Ósóminn sjálfur!" sagði sá er í pokanum var; „og hef ég nú hirt alla peninga þína. Eru það síðustu skildingarnir, er ég hef nú hér í hendinni, og skal ég fá þér þá fala, ef þú loíar því, að nefna mig, er þér mest liggur á. Öllum þínum pening- um hef ég nú hent og stráð hingað og þangað hinum megin á jökulinn, þangað norður og niður, er að þinni landareign horfir. En ef þú eigi villt nefna mitt nafn þá er þér þjakar mest og dauðinn dynur á þig, þá mun ég sjá svo um, að hér á jöklinum verði þitt viðureldi og nafnnýtni að náttúru- anda þeim, er í þessum kletti býr, og gætir jökulsins. Hann mun þér halda, föstum að fóstri." Að þessu mæltu æddi Ósóminn upp úr pokanum og flengdist brott eins og byssubrendur; en Hrolleifur hvetur för, í þá átt er hann ætlaði, og fannst sinn missir mikill. Taldi sig nú ekki eiga fyrir útför sinni, Hrolleifur kcm að Mel- graseyri; fékk þar skip og flutning til Vatnsfjarðar. Gaf hann þangað til þeirrar kirkju eigur allar eftir sinn dag, þó með þeim skilmálum, að hann fengi leg í vígri mold Vatnsfjarðar- kirkju, og sungin væri sálumessa fyrir hvert hundrað í löndum eða lausum aurum, er til kirkjunnar kæmist af eigum hans. Prestur þakkaði Hrolleifi þetta boð heldur feginsamlega; sakra- menntaði gefandann svo duga mætti til kristilegs afgangs, og fór til þess ferföld sakramenntun. Sagði, „að minna mætti eigi duga“, gaf honum brennivín í brjóstbirtu og kallaði „kaupfestu". Hlánaði þá í HroHeifs- brjósti; sagði hann þá presti frá fjand- anum, hvernig hann hefði ósæmt sig og sína peninga, hæst uppi á hájökli. En prestur bað hann blessaðan að óttast eigi Ósómann og hafa engar áhyggjur af honum. Að þessu afloknu hverfur Hrolleifur aftur heim á Strandir norður og tekur upp sýslur sínar. Hann fýstist þá eigi á jökul að fara fjallasýn, en svo var það kallað þá farnar eru vegleysur yfir háfjöll og heiðar, en fylgdi svali og svellu svo er mátti. Segir ekki af hans hátt- semi eftir þetta, annað en það eitt, að honum safnast ærið fé aftur á ný, og var sem tveir peningar kæmu móti hverjum einum, er Ósóminn afdæmdi í jökulreisunni. En fjórum vetrum síðar tók Hrolleifur sótt og andast á sjálfan píningardag, er þá aðgekk í vetrarins 24. viku. Hrolleifs lík var þá lagt í rfiifar og búið svo um er bezt þótti; síðan af stað farið áleiðis til ísafjarðardjúps, yfir Drangajökul og til Vatnsfjarðar, allt til guðræki- legrar greftrunar samkvæmt góðum undangengnum, sáluhjálplegura samn- ingi. Það var þriðja dagleiðin, er þeir áttu yfir jökulinn, en tvær dagleiðir líkmanna áður afgengnar allt að jökul- rótum. Veður var gott og hjarn á Dranga- jökli og sóttist leiðin sæmilega upp á hájökulinn. En þegar nálgast hana Hljóðabungu þykknar í lofti og heyr- ist þyljan mikil og þrálát. Og nær komið- var að þeim klettkylli, er þar í jöklinum þraukar, ekki allfjarri Hljóðabungu og nú heitir Hrolleifs- borg, heyra þeir stunur stórar, hæsi og bergbuldur, var þá þetta kveðið með heldur klungursamlegri rödd þar úr kjöllinum: „Heldur hvasst, haldið fast, Hrolleif vel skal geyma. Hríðin klár hrellir brár; hérna má þig dreyma.“ Ætluðu nú flutningsmenn áfram að halda og skynda á Skjaldfannardal, en Skjaldfönn er bæjarheiti þar í þeim dal og næsti bær í byggðum Djúps þá komið er af klakanum. En þá brá svo við, þegar þarna var komið, að likið var orðið svo ógnarþungt, að fylgdarmenn þess, sex saman, fengu því engan veginn þokað úr stað með nokkrum ráðum; voru þó hvorki sparðar fyrirbænir né fagurgali cg líkið beðið, að láta ekki svona, en allt kom fyrir ekki. Þjörkuðu þeir lifandi þar um, hvað gera skyldi, langa lengi. Sumir vildu fara til byggða og sækja kunnáttumenn til að tala yfir líkinu, en aðrir sögðu, að Hrolleifur mundi aldrei hætta því sem hann eitt sinn væri byrjaður á. Urðu ágreiningar stórir meðal manna þessara, hvaða ráð skyldu upp tekin. Sýndist þar sitt hverjum og treindist svo tíminn, unz á skall með öskubyl. Þar voru þeir undir klettaborginni um nóttina og sátu í fönn sér til skjóls. Hrolleifur kunni eigi kyrr að vera þessa nótt og gekk hann aftur. Hann hafði mál- æði mikið, en ekki skildu þeir hvað hann skrafaði, og ekki vann hann þeim mein með sinni afturgöngu. En það þóttust þeir þó ráða mega af málæði hans og miklu pískri, að höfuð sitt hefði hann Vatnsfjarðarkirkju veitt og gefið; víst væri það „höfuð- samningur“ og hann mætti ekki rjúfa, með því allar hans eigur bæru kirkj- unni vegna íáluhjálplegra saka og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.