Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 12
464
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
og vinnur þar með í þágu hafrann-
sókna og til gagns fyrir danskar
fiskveiðar.
í safninu munu vera eitthvað
um 180 tegundir lifandi sjávar- og
vatnadýra, sem komnar eru frá in-
um ólíkustu stöðum á hnettinum.
Dýrin eru geymd í glerskápum á
veggjum hússins og er rennandi
vatn og loftstraumur í hverjum
kassa. Ferns konar vatn er notað
þarna, ferskt vatn kalt og volgt, og
sjór kaldur og hlýr. Fer það eftir
þeim dýrategundum sem í köss-
unum eru og hver eru lífsskilyrði
þeirra.
Þarna er ið furðulegusta samsafn
líftegunda, allt frá anemónum, sem
mest líkjast gróðri en eru þó lif-
andi dýr, og að stórum fiskum.
Þarna eru ljót dýr og falleg dýr.
Þarna eru gráir og grimmilegir
steinbítar og þarna eru Kyrrahafs-
fiskar í öllum regnbogans litum,
flekkóttir, bröndóttir, bláir, gulir
Rafmagnsáll.
stuttri stund ef þeir fengi ekki
að koma upp á yfirborðið til þess
að ná andanum.
Þar er rafmagnaði állinn, sem
getur gefið frá sér 800 volta lost.
Þessu getur hann haldið áfram
tímunum saman, án þess að nokk-
urt hlé verði á. Hann notar raf-
magnsstrauminn bæði til varna og
veiða, og með honum getur hann
drepið miklu fleiri fiska í einu,
heldur en hann getur torgað. Ekki
vinnur þessi rafmagnsstraumur á
heilbrigðum mönnum, en talið er
að hann geti drepið hjartveika
menn. — Þarna eru og fleiri fiskar,
sem gefa frá sér rafmagnsstraum,
þótt ekki sé hann jafnsterkur og
hjá álnum. — Þarna eru og fiskar
með eitraða brodda, og geta menn
beðið bana af þeim sárum, er þeir
veita.
og rauðir. Þar eru fiskar, sem
skipta litum hvað eftir annað. Þar
eru fiskar, sem eru gráir á lit,
meðan þeir eru á sundi, en verða
fagurbláir eða hárauðir þegar þeir
leggjast til hvíldar. Þar eru
grimmir krabbar, sem slíta arm-
ana hver af öðrum, en svo vaxa
nýir armar í staðinn. Þar eru ýms- Sæheslur _ eln<
ar tegundir fiska, sem anda, og 0g riddari í
mundu blátt áfram drukkna á maimtafii.
Þá eru þarna margar tegundir
fiska, sem ala lifandi afkvæmi. Þar
af er einn karfakyns, sem hefir
þann furðulega eiginleika, að geta
skipt um kyn. Eftir að hafa gotið
nokkrum sinnum, hættir kvenfisk-
urinn allt í einu og fer nú að breyt-
ast og er eftir nokkra hríð orðinn
að karlfiski og getur nú aukið kyn
sitt með öðrum lcvenfiskum.
Þarna eru fiskar, sem gera sér
hreiður líkt og fuglar. Og þarna
eru fiskar, sem urra, svo að heyra
má í gegn um glerið. Þarna eru
smáfiskar með haus eins og á ridd-
ara í manntafli, og aftur úr langur
hali. Þeir eru kallaðir sæhestar;
þeir eru svo hraustir að þeir geta
lifað mörg ár í búri.
Og þarna er þorskurinn okkar,
blessaður, og kann bezt við sig í
köldum sjó. Hann er ekki jafn
heimskur og af er látið, því að
hann getur orðið elskur að mönn-
um og sækir mat sinn í lófa þeirra.
Það er því hreint ekki svo niðrandi,
sem ætlað hefir verið, að kalla
mann „þorsk“. — En síld er varia
unnt að hafa þarna, því að hún
verður alltaf fyrir meiðslum þegar
hún veiðist, missir svo mikið af
hreistri, að henni er varla lífvænt.
Það er ekki vandalaust að halda
lífinu í fiskum þeim, er safninu
berast. Fyrst verður að venja þá