Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Page 4
456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Náttúfuhamíarir í Pakistan í fjarska sjást Kasmir- fjöllin. þar sem flóðin liófust. AÐ VAR eitt mollulegt kvöld í októbermánuði síðast liðnum, að Mohammed Ali Khan lá í bóli sínu úti á götu og einblíndi upp í stjörnubjart loftið. Og í öllum kofunum í þessu rykuga þorpi byltu nágrannar hans sér í bólum sínum, voru að hugsa um hita- svækjuna og hvort hann mundi nú ekki fara að rigna. Menn von- uðu að rigningin kæmi bráðlega, því að Mohammed Ali Khan, sem var gæddur spádómsanda, hafði fullvissað þá um að bráðum mundi rigna. En hvenær? Það lá mikið á, því að akrarnir voru allir að skrælna, og ekkert gat hjálpað nema úrkoma kæmi bráðlega. Þá kvað við þytur í laufskógin- um utan við þorpið og skyndilega skall funheitur vindur á þorpinu. Þá stukku allir á fætur og þefuðu upp í vindinn líkt og úlfaldi, sem finnur þef af vatni í eyðimörk. Mohammed leit til norðausturs og sá hvernig stjörnurnar hurfu ein af annari. Þá greip hann svefn- dýnu sína og bar hana inn í kof- ann. Rigningin var að koma! Hann þakkaði Allah í hjarta sínu fyrir það, því að nú var öllu borgið, uppskeru og fjárstofni. Og sem hann stóð þarna auðmjúkur, byrj- uðu þungir dropar að falla úr lofti og þykkt rykið á götunni gusaðist upp undan hverjum dropa. Rign- ingin var komin! Nú var hvert mannsbarn í þorp- inu komið á fætur og menn nutu þess að fá svalandi úrkomuna á bera líkama sína. Og rigningin jókst, hún breytti göturykinu í for og stórir gruggugir polfar söfnuð- ust í lautir og lægðir. Börnin fleycðu sér í pollana og jafnvel fullorðnir líka, veltu sér þar, busl- uðu og æptu fagnaðaróp. Rigning- in var komin! Rigningin var kom- in! ----o---- Þrjú hundruð kílómetrum norð- ai', uppi í Kasmír-íjöllunum, rigndi líka, en það var ekki sama hógláta rigningin og í þorpi Mohammeas, heldur var þar skýf all. Og Múham- med, sem stóð úti á götu og þakk- aði Allah fyrir þessa blessaða rign- ingu, grunaði síst að innan stund- ar mundi koma beljandi vatnsflóð niður dalinn og eyðileggja allt, eigi einungis akrana, sem hann helt að nú væri borgið, heldur einnig allt land hans, heimili og fénað, konur hans og börn — já, mundi ekki heidur þyrma lífi hans. Þurkur, rigning — þurkur, rign- ing. Frá alda öðli hafa þessar plág- ur herjað Indlandsskaga og valdið stórtjóni. Þurkur og flóð og hung- ursneyð koma þar jafn reglulega og árstíðirnar. í öðrum löndum, er framar standa að menningu, eru gerðar ráðstafanir til þess að verjast ham- förum náttúrunnar, en þó valda þær oft stórtjóni. Hvað mundi þá um þær hamfarir er nú geisuðu yf- ir Pakistan, þar sem engar varnir voru fyrir? Og þó kemur hér fleira til greina. Húsin í Pakistan eru venjulega byggð úr leiri. Þau duga vel í þurkum og smáskúrum. En í stór- rigningum og flóðum drekka þau vatnið í sig, verða að leðju, hníga niður og þakið fellur ofan á þá, sem ekki hafa forðað sér í tíma. Og svo leysist öll byggingin sund- ur, og það sem einu sinni var hús, skolast sem leðja með vatnsflaumn- um og ofan á fljóta spýtur úr þak- inu. Lahore er aðalborgin í Punjab- héraði. Þar voru 1.200.000 íbúar. Þeir fengu fyrstu aðvörunina um það sem yfir vofði í blaðafrétt. Þar voru þeir minntir á að ið mikla ílóð, sem olli stórskemmdum á borginni 1950, hefði ekki verið helmingur á við.það ílóð, er nú nálgaðist. Þá kallaði slysavarna- nefndin saman björgunarlið, og aðvaranir voru sendar til þeirra borgarhverfa, er lægst liggja. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.