Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Qupperneq 7
' 'CSBÓK MORGUNBLAÐSINS 459 Finnbogi F. Arndal: cXandn'ttir í ^amíci clc laýa Eg minnist bess, er halla tók að hausti og heyönnum að mesiu lokið var. það vakti gleði, er vetrarforðinn trausti um víðar sveitir fyllti hlöðurnar. Þá var í sveitum safnað djörfu liði, er sækja skyldi inn á reginfjöll, að raska fjárins ró og sumarfriði, til rétta skyldi koma hjörðin öll. • Menn töldu sæmd að verða til þess valdir í veðrum hausts að smala fjallageim. Þeir voru æ með héraðshetjum taldir, sem happasælír komu úr ferðum þeim. En sveitafólkið, sem þá heima dvaldi, í sólskinsskapi þessa daga var. Til réttardagsins tíma alla taldi, sá tyllidagur mjög af öðrum bar. Að taka þátt i góðri réttagleði var glæsilegt og fagurt ævintýr. Að hlakka til er unun ungu geði. sem önn og þreytu í gleðistundir snýr. Að kveldi dags var fákum safnað saman, og söðluð var þá hver ein tamin dróg. í rökkvi kvöldsins var þá gleði og gaman þótt gatan væri torfarin og mjó. Og þegar menn að leiðarlokum fundu hinn lengi þráða ævintýra heim, þar hundgá hæði og hófaskellir dundu, það hlustir gladdi að mæta ymi þeim. Af hraunsins brún var horft með bros i augum og hlustað eftir margra radda klið. Það vakti eld í æskumannsins taugum, þá undralandið blasti honum við. í faðmi sér hin forna Rangá geymir hinn fagra stað, sem nefnist Réttanes. XJm nesið hún í stórum boga streymir, hver straumröst hennar töfraþulur les. í rökkri nætur úii eldar loga, svo yfir tjöldin rcða fögrum slær og máninn spinnur mjúkan geislatóga, svo myndin öll sinn töfrabúning fær. Og nesið þekur hvita sauðahjörðin, aó hlustum liður þúsundraddað jarnt. Af hófadyn og hneggi titrar jörðin, það heillar sérhvern æskuglaðan barm. Og gleðin hefst, — á grundum dansinn dunar við dragspils hljóm og mánans föla skin. En Rangá hljóð við græna bakka brunar, hún ber í örnium þessa fögru vin. Og söngvar óma út í nætur húmið, því æskugleðin má hér njóta sín. í þeirri sönghöil þrýtur eigi rúmið og þöguli máni um salarkynnin skín. fe Við söng og dans sér unir æskan glaða, sem örlynd sparar hvorki rödd né þrótt. Um marglit skýin mánans geislar vaða til morguns, — þessa ævintýranótt. Og nóttin þokar nýjum fyrir degi, til náða ganga hennar ævintýr, hún geymir þau, en gleymast munu eigi, hve geisli þeirra lengi í huga býr. Nú rís í austri réttadagsins bjarmi, þi reka menn til dráttar sauða fjöld, og loftið fyllist hundgá, hneggi og jarmi, en — horfin eru fjallmannanna tjöld. Og réttarstjórans hvellu rödd má heyra, sem hljómar yfir þennan mikla gný: „Hér má ei deyfð né dáðleysinu eira, því „dilka“ skulu þúsundirnar í“. Af kappi bændur bústna sauði draga og Bakkus sumir fá í lið með sér. Við réttarvegginn hur.dar hnútur naga, unt hlotinn skerf þá títt í odda sker. Og fyrir kom að „fjallkongarnir“ sjálfir af fullum hálsi ræddu deilumál, og fleiri en þeir, sem „hýrir“ voru og „hálfir" í hita dagsins kyntu sama bál. Og hamrabrúnir hraunsins ægisvarta að hinu leyti skýla þessuin reit. Þá aðrir staðir undan Norðra kvarta, af yglibrún hans þar ei nokkur veit. Nú hallar degi og hljóðnar réttakliður, til heimabyggða er rekin sauðafjöld. — í Réttanesi ró er nú og friður, og Rangá streymir silfurtær og köld. 'Cm nesið þvert má líta litlu tjöldin, sem línu mynda yfir grænan völl. í hverju þeirra kveikt er þessi kvöidin þar kornnir eru þeir, sem gistu fjöll. Nú heyrist aðeins hennar þungi niður, í hennar faðmi blundar Réttanes, og litla nesið signir sveitarfriður, en — Saga rúnlr minningauna les.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.