Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Page 10
462 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS anna. Kemur hér ótal margt til greina, eigi aðeins mismunur á loftslagi og hita, heldur verður hver dýrategund að hafa sitt ákveðna fóður. „Matreiðslan“ er því ærið vandaverk, þar sem svo má kalla að „réttirnir", sem bornir eru fram, sé jafn margir og dýra- cegundírnar. Fái ekki hver skepna fæði við sitt hæfi, er henni bani búinn, og þess vegna er gestum harðlega bannað að gefa dýmnum, nema þá alveg sérstökum tegund- um og þá undir eftirliti umsjónar- manna. Alltaf er fjöldi gesta í garðinum og aðkomumaður verður þess skjótt var að þeir safnast einkum saman á þremur stöðum: hjá sæ- Ijónunum, öpunum og inum stóru í’ándýrum. Þó sækir fólk líka mik- ið þangað sem „fjölgað" hefir, til þess að skoða ungviðin, en þau geta verið á mörgum stöðum. Ljón- in og tígrisdýrin draga menn að sér með sínum hátignarlega svip (þau eiga líka hvolpa), en sæljón- in og aparnir draga menn að sér með fjöri sínu og alls konar skringilegum uppátækjum. Það mætti æra óstöðugan að hlusta á upptalningu þeirra dýra, sem þarna eru. Skal því aðeins sagt frá þeim, er sjaldgæfust eru, eða merkileg á annan hátt. Er þá fyrst að minnast á okapi. Árið 1901 varð uppi fjöður og fit meðal vísindamanna í Evrópu út af því, að landstjórinn í Uganda í Afríku tilkynnti, að fundizt hefði í frumskógum Kongo stórt klauf- dýr, sem enginn hefði haft hug- mynd um að til væri. Þetta var nú að vísu orðum aukið, því að villimenn þekktu þetta dýr vel og höfðu lengi veitt það og þótti kjöt- ið af því taka fram öllu öðru kjöti. En hitt var rétt, að hvítir menn vissu ekkert um þetta dýr. Það nefnist okapi og er ekki ósvipað gíraiianum ,nema hvað það er ein- litt á skrokkinn og svo er eins og það sé í röndóttum buxum og hvít- um sokkum. Okapinn í dýragarð- inum í Höfn er gjöf frá belgisku stjórninni og var sendur með flug- vél frá Leopoldville til Hafnar árið 1948. Þetta er karldýr og þarna hef- ir það nú verið í einveru í átta ár. En nú var von á lconuefni. Suð- ur í Stanleyville beið kvíga þess að verða flutt með flugvél til Hafn- ar, og var búizt við að hún mundi kosta 50—60 þús. krónur þangað komin. Hún kemur frá friðunar- stöð, sem komið var upp fyrir þessi dýr í Ituri-skógi í belgiska Kongo. Menn voru orðnir hræddir um að dvergnegrar mundu algjörlega út- rýma okapidýrunum, og þess vegna var þessi friðunarstöð stofnuð. Nú fá dvergnegrar há verðlaun fyrir hvert lifandi dýr, sem þeir koma með til stöðvarinnar, og með þessu móti vonast menn til að hægt verði að bjarga stofninum. Af öðrum klauídýrum frá Afríku má nefna zebra, gíraffa og Wat- ussinaut, sem öll hafa aukið kyn sitt í dýragarðinum, og gný, sem nú er orðinn mjög sjaldgæfur. Gír- affafjölskyldan þykir einkum skemmtileg. Það þarf að vera hátt undir loft í skála þessara hálslöngu dýra, því að það stærsta er 4Vz metri á hæð. Öðrum grasbítum er venjulega gefið á gólfið, en jötur gíraffanna eru hengdar upp í rjáf- ur. Watussi nautgripirnir eru ein- kennilegir vegna inna gríðarmiklu horna sinna, því að þau eru um 100 sentimetra löng og digur að því skapi, en 160 sm. milli stikl- anna. Það kemur sér betur að þess- ar skepnur eru ekki mannýgar. — Frá Suður-Ameríku er lamadýrið, og svipar ofurlítið til úlfalda. í Perú er það húsdýr og af því fá menn ull, mjólk og ágætt kjöt, en svo er það einnig notað til áburð- ar. Lamadýrin hafa tímgast svo vel í dýragarðinum, að á einum aldarfjórðungi hafa fæðst þar 80 kálfar. — Þá má minnast á klauf- dýr frá Asíu, Yakuxann, sem á heimkynni í Tibet, um 6000 metra yfir sjávarmál. Nú verður hann að hafast við á láglendi, aðeins nokkra metra yfir sjávarmál, og eru það mikil viðbrigði. Þó hafa Yakdýrin tímgast svo vel þarna, að Danir hafa getað hjálpað öðrum dýragörðum um marga kálfa. -— Næsta klaufdýr er komið úr ann- arri átt. Það eru sauðnautin tvö frá Grænlandi. Veðurathuganamenn í Daneborg og Danmarkshavn fundu þau 1954, þá kálfa, er villst höfðu frá mæðrum sínum. Þetta eru einu sauðnautin í heimi, sem nú eru geymd í dýragarði. Stóru dýrin vilja allir sjá, fíl- ana, flóðhestana og nashyrninginn. Hér eru fílar frá Siam og Afríku og eru talsvert ólíkir. Flóðhest- hjónin eru kölluð Ágúst og Maren, og eru ekki smáfríð. Hann er frá Somalilandi, en hún er fædd í dýragarðinum í Hamborg. Hún hef- ir eignazt 13 afkvæmi og hafa öll liíað nema eitt. — Nashyrningur- inn er ljótastur og illilegastur af öllum dýrunum. Hann er einn, því að fæstir dýragarðar treysta sér til þess að hafa hjón saman. — Meðal stórra dýra má og nefna Makkasæ- ljónið, sem er ættað frá suðurodda Ameríku, og er ferleg skepna. Af björnum er þarna ísbjarnar- fjölskylda, ættuð frá Scoresby- sundi. Þá eru Alaska-birnir, sem eru stærsta rándýr heimsins (geta vegið 600—800 kg.) Þetta eru hjón og hafa þau eignazt eitt afkvæmi, og er talið að það sé eini húnn af þessum stofni er fæðst hafi utan heimalandsins. — Þarna eru og brúnir birnir, sem leggjast í híði á vetrum, þegar þeir eru frjálsir, en hér í dýragarðinum gera þeir það ekki og er taiið að vegna góðrar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.