Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Blaðsíða 8
460 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Við Eyrarsund IV. * R í R eru þeir staðir í Kaup- mannahöfn, er eg mundi ráð- leggja sumargestum að skoða, fremur öðrum. Það er Grasgarður- inn (Botanisk Have), Dýragarður- inn og Fiskasafnið í Charlotten- lund. Aliir þessir staðir mega kall- ast náttúrufræðilegar stofnanir, hver I sínu sviði, þar sem menn geta fengið meiri fræðslu á stutt- um tíma heldur en með lestri margra bóka. En auk þess er hvergi skemmtilegra að koma, því að svo margt merkilegt ber þar fyrir augu, að menn verða þess ekki varir hvernig tíminn líður. Með því að skoða þessa staði hafa menn eigi aðeins ferðast til Kaupmanr.ahafn- ar, heldur svo að segja um allan heim og kynnzt gróðurfari og inu furðulega dýralífi í löndum, sem þeir fá aldrei augum litið. Fyrir íslendinga er þetta sérstaklega lærdómsríkt, vegna þess hve gróð- urfar og dýralíf er hér fáskrúðugt. Snöggva heimsókn mundi ég kalla að eyða degi á hverjum þess- ara staða, en þeim dögum er vel varið, og þykir mér líklegt að marg- ir vildu koma þangað aftur. En fyrir þá, sem ekki hafa séð þessa staði, skal nú sagt nokkuð frá Dýragarðinum og Fiskasafninu. DÝRAGARÐURINN Hann er nú bráðurn hundrað ára, var opnaður almenningi í fyrsta skipti 20. septembsr 1359. Hann var stækkaður 1872 og náði þá yfir 7 hektara stórt svæði úti á Friðriksbergi. Afmarkast hann af Hróarskelduvegi að sunnan og Fas- anvegi að vestan (sá vegur er kenndur við fasanabúrið, sem er rétt við veginn). En að norðan og austan liggur að honum inn fagri Frederiksberg Have, og má ganga í gegn um garðinn inn í Dýragarð- inn. Sunnan við Hróarskelduvsginn er Söndermarken, þar sem Grön- dal gekk oft sér til skemmtunar á Hafnarárum sínum. „Þar naut eg oft náttúrunnar og fuglasöngsins og blómanna, og þar var einn hóll, sem eg nefndi Byronshól; í honum stóðu tólf tré í hring og skyggðu laufin yfir; þar sat ég oft á bekk og horíði út yfir landið milli trjánna. Þar sátum við Inga oft og um þessa staði gengurn við og und- um okkur“, segir hann í ævisögu sinni. Gröndal haíði glöggt auga fyrir fegurð náttúrunnar og á þessu má nokkuð marka hvernig þessi uppáhaldsstaður hans er. í fyrra var stórri spildu af Sönder- marken bætt við Dýragarðinn. — Voru þá gerð neðanjarðargöng þar á milli undir Hróarskelduveginn. Þessi nýa viðbót er eins og þrí- hyrna í laginu og verður skipulag þar með nokkuð öðrum hætti en í gamla garðinum. Verður þar með- al annars stór leikvöllur, þar sem fólk getur komið ungum börnum sínum fyrir á meðan það skoðar garðinn. Ekki hefir enn verið flutt nema íátt eitt af dýrum í þennan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.