Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 465 SKUCGI: H ROLLEIFSBORC SNXTTUÐ þjóðsaga, samin i'iir gönilum munnmælum og sögnum frá Djúpi og Ströndum, óskráðum og óprentuðum áður. — H ö f. við breytt lífskjör, og til þess eru sérstakar fiskageymslur, þar sem þeir eru hafðir þangað til óhætt þykir að setja þá í sýningarskáp- ana. En margs fleira verður að gæta, svo sem að vatnið, sem lagardýr- in eru í, sé mátulega heitt og mátu- lega salt, ef um sjávardýr er að ræða, að í því sé nægilegt af súr- efnum, að birtan sé hæfileg, og að fæðið sé við dýranna hæfi og nægi- lega mikið af fjörefnum í því. Margir mundu nú halda að sú fæða, sem dýrin eru sólgnust í, sé þeim hollust. En svo er ekki. Ýmsar tegundir fiska og skjaldbökur eru sólgnastar í síld, en geta drepist af því ef þær fá hana eingöngu. Gæta verður og þess að fiskar fái ekki of mikið að eta, því að þeir eru óseðjandi. Fitni fiskar of mik- ið, styttir það ævi þeirra að mikl- um mun, Eitt af vandamálum safnsins er það að sumir samkynja fiskar rífa hver annan í sig, og mega því ekki vera saman. Og svo kemur það fyrir, að fiskar, sem oftast eru frið- samir og halda hóp, finna allt í einu upp á því, að ráðast á einn í hópn- um og eta hann upp til agna. Margir fiskar lifa í einkvæni, þótt fæstum sé það kunnugt. Ef margir eru saman í búri, má þá eiga það víst að svilíiskarnir berjast upp á líf og dauða af tómri afbrýðis- semi. Sjúkdómar og sníkjudýr sækja á fiska eins og aðrar skepnur, og er þeim hættara við smitun í þrengslum kassanna, heldur en úti í hafi. Þarf því stöðugt að líta eftir heilsufari fiskanna og lækna þá sem sýkjast. Sumir veikjast af svampi, sem blátt áfram getur etið þá upp, en Dönum hefir tekizt að finna meðöl gegn honum. Gegn sníkjudýrum nota þeir kínín með góðum árangri. Og gegn illkynj- uðum kýlum, sem oft koma á fiska I. RANGAJÖKULL hefur frá fornu fari og allt fram á okkar daga verið mesti mjallarsjóli og klakakóng- ur Vestfjarðahásléttunnar. Þar situr hann á sínum tróni í og yfir ævafornu og suntíursprungnu klungurkerfinu, horígpdi til hafs og himins í drottins víða veldi. Þar, í hábungu þessa jökuls, gnúpa bergbólstrar, fannkrýndir, er í björtu veðri hefjast úr öldum snjóa yfir hrímhvel jökulhafsins og ber við loít langar leiðir. Það eru þær bergsystur, Hrolieifsborg og Hljóðabunga, er þar hefja sig í tígulegri tign. Þær hyllast og hefjast úr fannaflíkum og bera við himin þá bjart er veður. Fjallafingur og heljarhöíuð, er gægj- ast gögur og einbúaleg upp úr sval- og skjaldbökur, nota þeir penicilhn, og má það heita alveg öruggt. Ýmsar farsóttir hafa komið upp í stofnuninni, en alltaf hefir tekizt að vinna bug á þeim. Ekki verður hjá því komizt, að allmikil vanhöld verði á ýmsum sædýrum, sem til safnsins koma, og eru því ekki alltaf allar sömu tegundir þar í senn. Þó er svo kom- ið, að margar tegundir auka þar kyn sitt, svo að safnið getur sjálft endurnýjað stofninn. Þegar gengið er um safnið, eru upplýsingar hjá hverju hólfi um það hvaða fiskar þar séu geymd- ir og ýmsar upplýsingar um þá. Þetta er gert fyrir almenning, svo að allir geti haft ánægju og fróð- leik af því að skoða safnið. Og ég held að enginn muni iðrast þess að hafa farið þangað. A. ó. köldu hrímhafi jökulauðnanna, nefna grænlenzkir „Nunatak". Könnuðir hafa síðan látið slík nöfn á landa- bréf, þar sem jöklar eru undir og allt um kring, og talið sér það fremur til tekna, heldur en hitt. Hljóðabunga er fagurt nafn og næsta skáldlegt. Orðið hljóð, hefur í mæli manna merkingu tvennskonar: Það merkir þögn eða kyrrð, og það merkir óp, háreysti og hávaða, eða með öðrum orðum: óhljóð og steinshljóð, — þ. e. allt frá djöflagangi til dauðaþagnar. Mcnn biðja og beiðast hljóðs, þegar þeir mæla mál sitt, ef ókyrrð, ys eða þys, er annars vegar. Nafnið Hljóða- bunga, gæti því eins þýtt „Þagnar- bunga“, orsakað vegna öræfaþagn- arinnar þarna uppi í hádyngju jökul- hávaðans. Reyðarbunga og Jökulbunga, hafa um aldir hulið sig og soíið í Hljóða- bungunni, dúðaðar klakakufli og mjallarvoðum, en hafa á síðustu ára- tugum verið að vakna, lita til loftr og verma sitt breiða bak undir bless- aðri sólinni. — En Hrolleiísborg situr sér. Hún hefur ætíð háleit verið, og heldur svartbrýn, og boðið öllu byrg- inn: veðrum og vosi, geifu og gusti. Hún á sitt heiti ein saman, og fer hér ó eftir sú frásaga, hvernig það örncfni er aðfengið; X. Einu sinni bjó ríkur maður á Hom- ströndum norður. Harðdrægur þótti hann og fégjarn. Hann hét Hrolleifur, og hafði smíði mikla af rekaviði. Hann srniðaði af viðinum marga væna gripi og girnilega, svo sem sái, stampa, aska, ausur, dalla og dryllur. Seldi hann ílát þau og amboð víðsvegar um Vest- fjörðu og annarsíaðar, og auðgaðist stórum. Jarðir áíti hann og rekaitök nokkur norður þar. Hvorki vildi Hrolleifur kvænast, ellegur á Krist trúa, eins og kennt var. Sögðu menn það þess vegna, að hann vissi það eigi vænlegt til fjárauka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.