Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Morgunverður var snæddur af skyndingu. En þetta var merkis- dagur fyrir mig, afmælisdagurinn minn, þegar eg varð fullveðja. Eg held að enginn ferðamaður annar, ekki einu sinni íslendingur, hafi haldið afmæli sitt þarna uppi á reginöræfum, allra sízt þann af- mælisdag er hann varð fullveðja. Við vorum hressir eftir hvíldina, og fórum nú hægar yfir en áður, vorum tvo daga á leiðinni til Ak- ureyrar. Ekkert gerðist sögulegt á þeirri leið, nema þá aðkoman. Vlð komum að austan til bæarins og urðum þar að fara yfir fjallveg, og þar var þoka er byrgði allt út- sýni. Þegar hallaði undan fæti aft- ur tók þokunni að létta og allt í einu kom glaða sólskin. Og þarna beint fram undan okkur lá Akur- eyri og varpaði kvöldroðinn rauð- leitum blæ á hana. Klukkan var rúmlega 11 um kvöldið er götur bæarins dunuðu undir hófum 35 hesta, svipur smullu og glamraði í koffortum. Flestir bæarbúar höfðu þegar gengið til náða, en nú voru gluggar opnaðir og höfuð með nátthúfum gægðust út til þess að sjá hver ósköpin gengi á. Við námum staðar hjá Hótel Akureyri og vöktum upp inn góðlynda gest- gjafa. Hann lét þegar framreiða fyrir okkur fyrstu almennilegu máltíðina, sem við höfðum fengið síðan við fórum frá Reykjavík. Og þegar við söfnuðumst við borðið drukkum við velfarnaðarminni inna íslenzku vina okkar og fé- laga, fylgdarmannanna. ^ Sprengisandsferðinni var lokið. Vilhjálmur Stefánsson var ekki með i Sprengisandsferðinni. En mennimir, sem fengnir voru til leiðsögu yfir sandinn, vom þeir Gestur Einarsson á Hæli og Jón í Þjórsárholti. Nóttina eftir að þeir fóm frá Skriðufelli, var gist í Eyvindarveri. Þaðan var farið í sólskini og blíðskaparveðri og bj«ggu þeir sig heldur illa. En er fram á dag- inn kom gerði úrhellisrigningu og »íð- Myndastyttur ÞAÐ ERU nú bráðum 70 ár síðan fyrsta myndastyttan af Leifi heppna var reist í Bandaríkjunum, til minningar um, að hann hefði fyrstur manna fundið Ameríku. Þessi myndastytta var afhjúpuð í Boston árið 1887, og samskonar myndastytta var síðar reist í Milwaukie í Wisconsin. Árið 1901 var stór myndastytta af Leifi afhjúpuð í Humboldts Park í Chicago. Sú mynd er eftir norsk- an myndhöggvara, Sigvald Asbjörn -sen. Á 100 ára hátíð Minnesota- ríkis 1949 var myndastytta af Leifi afhjúpuð fyrir framan stjórnar- bygginguna í St. Paul. Sú mynda- stytta er einnig eftir norskan myndhöggvara, John K. Daniels. Og nú fyrir skemmstu var myndastytta af Leifi afhjúpuð í Duluth í Minnesota, á þeim stað sem nefnist Leif Erikson Park. Hún er einnig' eftir norska myndhöggv- arann John K. Daniels. Auk þessa er bautasteinn til minningar um Leif í borginni New an scórhríð. Tók þeim þá heldur að kólna amerísku piltunum, en þeir báru sig vel og voru duglegir. Þá um kvöld- ið seint komust þeir norður í Kiðagil og var þá snjór í miðjan legg. Þar var sezt að og voru þá allir hríð- skjálfandi, svo að gnötruðu í þeim tennumar og er eflaust rétt að þeim hafi ekki orðið svefnsamt um nóttina. Þá var veðrið svo vont að fylgdarmenn töpuðu nokkrum hestum út úr hönd- unum á sér og vöktu þó yfir þeim til skiptis. Hittu þeir hestana niðri í Mjóadal daginn eftir. Þá var komið bezta veður og var hvílt lengi í Mjóa- dal meðan menn voru að hressast, og var ekki farið lengra þann daginn en að Mýri í Bárðardal. Sigfús Blön- dahl fyrrv. aðalkonsúll, sem þetta er haft eftir, rómar mjög viðtökurnar á Mýri og kveðst sjaldan eða aldrei hafa fyrirhitt slíka risnu á sveitarbæ sem þar. Leifs heppna Rochelle í New York ríki og var hann afhjúpaður 1932. Á götu í Brooklýn, sem nefnist Leif Erik- son Square, er líka bronstafla til minningar um hann, sett þar árið 1939. En þar er nú í undirbúningi að reisa veglega myndastyttu af honum, því að mönnum finnst þessi bronstafla ekki nógu virðu- leg. Lengi hefir verið um það talað, að reisa yrði Leif myndastyttu í Washington, sjálfri höfuðborg Bandaríkjanna, og hefir hvað eftir annað komið til umræðu í þing- inu, hvar hún eigi að standa, en menn ekki orðið á eitt sáttir. Eins og öllum er kunnugt, gaf stjórn Bandaríkjanna íslandi veg- lega myndastyttu af Leifi á Al- þingishátíðinni 1930, og hefir sú stytta fram að þessu staðið á Skóla- vörðuhæð í Reykjavík. Jafnframt var gerð önnur samskonar mynda- stytta, sem er eign Bandaríkjanna, og átti að reisast á einhverjum veg- legum stað. Það er þessi stytta, sem þing Bandaríkjanna hefir nú verið að bræða með sér í 26 ár hvar standa skuli. En svo var það í ágúst í sumar, að þingið samþykkti að myndastyttan skuli reist í Was- hington, og var innanríkisráðueyt- inu falið að velja henni stað og koma henni fyrir. Má því búast við að myndastyttan verði reist þar á sumri komanda.--- Komið hefir til orða að flytja Leifsstyttuna af Skólavörðuhæð. Ætti mönnum að verða það nokkur hvöt til þess að velja henni sæmi- legan stað og ganga vel frá henni, að nú rís samskonar stytta í Was- hington. Það má ekki verða áber- andi mismunur á frágangi þessara tveggja minnismerkja, sem eru al- veg eins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.