Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 Hrafn: Magnúsar þáftur blœvaspillis (Snittuð þjóðsaga) IMAGNÚS BLÆVASPILLIR var í beinan karllegg kominn af þeim Þórskfirðingum.*) Þar bjó hann, á Hofstöðum, til hárrar elli. Fæddur var hann eftir miðja átjándu öld og náði upp á þá nítjándu. Hann átti því undir sér aldir tvær, og var hann sómamað- ur sagður. Hann var eigi héraðsríkur, svo í frásögur yrði fært, og hélt sig eigi höfðingja, en heimamaður góður og hræddist harðindi. Magnúsi er svo lýst, að hann væri maður lítill á lofti og lágtalaður, en þéttur fyrir og þybb- inn á jörð og lét engan ganga á sinn hlut. Lágvaxinn var hann og herða- þykkur, hálsstuttur og jafnbola og mið- digur, þybbinfættur og þykkhentur, en þó eigi harðhentur, digur um lendar; kinnbeinahár og flatnefja, dekkri en jarpur á hár og skegg; klippti granir og kjálka, en hélt eftir hökuskeggi og kraga undir kjálkum; ennislágur og ennisbreiður, augun blágrá, smá og lágu innarlega, stillt, ihugul og góðleg. Sólg- inn var hann í tóbak og brennivín, einkum á ferðalögum, en bragðaði hvorugt heima á bæ sínum. Vel var Magnús viti borinn, en viðhafði oftast þann undarlega sið að segja frásagnir og lýsingar og fara með málshætti öfugt við almannavenju; var og haft fyrir satt, að sumir niðja hans hefðu haldið þeim sama sið eftir hans daga. Búþegn var Magnús í betra lagi, for- sjáll, geyminn, féfastur og engi úr- lausnarmeður, en með afbrigðum skringilegur og fom í háttum, og af tilsvörum hans og tiktúrum voru margar sögur sagðar. Hann fyrnti alla hluti og kvaðst bíða eftir harðindum. Bær hans, Hofstaðir, var eigi óhrein- legur og á búskap hans enginn sóða- svipur, en þó var sem myglublær elleg- ar einhverskonar feyskjuhula hvíldi yfir öllu, innanstokks og utan. *)Þórskafjörður var Iiið upprunalega nafn fjarðarins. Fjörðurinn var „Þórskur“, þ. e. kenndur við Þór. Hall- steinn Þórsgoði, landsnámsmaður, gaf firðinum nafnið. Magnús las húslestra tvisvar á dag eða oftar. Og þeim sama sið hélt kerl- ing hans, þá karlinn var ekki heima. Skiptu þau hjón sjaldan um vinnu- hjú og voru holl sínu heimaliði, og það þeim, enda hafði það allt sömu orðatiltæki og tilvitnanir; ennfremur sama svip og sömu kæki: húsbændur, hundar og hjú. — ey EITT SINN var mikið harðæri að vorlagi og mjólkurlaust að Upp- sölum í Þórskafjarðarskógum, en Upp- salir eru innan við Hofstaði, hátt í hlíð, sama megin fjarðar, austanmegin, en höruðbólið Kinnarstaðir milli þeirra beggja bæja, og eru það allt landnáms- jarðir þessar þrjár. Matthías, sá er síðar varð þjóðskáld, var fæddur í Skógum í þeim harðind- um og veturgamall var hann, þá er honum var komið að Hofstöðum, til konu Magnúsar, því þar voru mjólk- urráð meiri en í Skógum; þá var Magnús sjálfur við sjó. En undireins og hann kom heim, skaut hann Matt- híasi í skinnbelg og fór með hann heim til föðurhúsanna, móti hríðar- veðri, rétti eigandanum innihaldið og mælti: „Betra er bam en belgur! Hirtu þitt, vinur, og tvær álnir standa eftir!" „Barnið úr belgnum“, var sá ungi óráðni síðan uppnefndur, meðan hann enn var í ómegð. 3EINN VAR sá háttur Magnúsar, að hann breyttist ærið við öl og varð þá vart einhama. Sótti hann þá á að berjast við blæva, einkum væri þeir illir viðskiptir. Magnús færðist þá allur í aukana, gekk á fjórum fótum, ataði hausnum á undan sér og bauð blævinum byrginn; en hinn miðaði einnig til áhlaups eins og vandi er þeirrar þjóðar. Þótti sú viðureign harð- fengileg við hyrnda hrúta gamla, enda veitti þá ýmsum betur. — 4EITT SINN kom Magnús úr Eyum, formaður á fari, vel vín- drukkinn, í mynni Þórskafjarðar lagði hann upp árar til að kanna kútinn og drakk drjúgan teig. Skipaði hann þá svo fyrir, að snúa skyldi við og róa austur fyrir allt Reykjanes, en það eru fjórar vikur sjávar fram og til baka. Varð svo að vera sem Magnús vildi. En sú var ástæðan til þessa afturhvarfs Magnúsar , að í Húsey, framundan Reykhólum, eða í hólma þeim, er Hrút- hólmi heitir, skammt frá henni, hafði hann heyrt, að gengi gamall blævur, einn saman, mjög mannýgur. — Lenti nú Magnús og lét sá aldni einbúi ekki á sér standa, en kom strax steðjandi móti manninum. Varð fátt um blíðmæli eða kurteisar kveðjur, en miðað til áhlaups af beggja hálfu undir eins; féll Magnús þegar við fyrsta högg og lá lengi í roti. En er hann vaknaði var hann skrámaður mjög og bað róa upp í Reykhólalending. Þar bjó þá, á Reyk- hólum, Þórður Þóroddsson, faðir Jóns skálds Thoroddsen, og var „beykir“ að nafnbót, enda hafði hann „siglt“ og lært þá iðn úti í Danaveldi. Þótti þá kurteisi mikil að kalla mann „beyki“ og sú nafngift ganga næst prófasti eða sýslumanni að mannvirðingu. Sótti nú Magnús heim eiganda hrútsins og heimti bætur. En bóndi synjaði. Sagði erindi komumanns lítið orðið, „að fara afveg mikinn til að abbast upp á eitt hrútkvikindi og hafa þó ekki í hálfu tré“. Þá mælti Magnús: „Það er þó mikið högg, Þórður beykir, þegar mórauð skepnan skoppar skeið í pönn- una á manneskjunni!“ — Bóndi bað hann sjálfan að sjá fyrir því. Fór Magnús brott við svo búið og fékkst eigi um framar. En saga þessi hefur þó eitt til síns ágætis, og það er það, að óbomar kynslóðir mega af henni marka, að mikill höfðingi hefur þá, á þeim tímum, talið sér sæma að eiga mórauðan hrút. Og lúkum vér þar með Magnúsar þætti blævaspillis. 0^ð®®®G^_? KOLBEINSEY Það var ekki rétt sem stóð í Jóla- Lesbók að myndin af Kolbeinsey, sem þar birtist, væri eftir Friðrik Ólafsson skólastjóra. Hann dró að vísu upp mynd af eynni 1931, en þessi mynd er •ftir Kristján Magnússon málara og birtist hún í Leiðsögubók sjómanna 2. h, bls. 55. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.