Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS TÖFRAMEÐAL Trúin á bata er lækning margra meina EITTHVERT mesta töframeðalið kalla laeknar „placebo", (gerfilyf) en þeir ræða aldrei um það. Ástæð- an til þess er sú, að meðal þetta eyðir ekki sóttkveikjum,hefir engin áhrif á kirtlastarfsemi líkamans og er í fáum orðum það sem menn kalla „meinlaust og gagnslaust". Það geta verið alla vega litar töfl- ur úr saklausum mjólkursykri, saltvatn til innspýtingar, eða eitt- hvað annað. Gildi sitt fær það við það, að sjúklingar hafa trú á því og batnar svo af því. Setjum svo að kona komi til læknis og þyk- ist vera altekin . Hann athugar hana rækilega, en finnur engin sjúkdómseinkenni. En hann segir henni ekki frá því, heldur lætur hana fá eitthvert bragðvont, en gagnslaust meðal. Hún hefir trú á krafti þess, og henni batnar mjög bráðlega. Á öldinni sem leið, voru læknar ver settir en þeir eru nú. Lækna- vísindunum hefir fleygt mjög fram á seinni árum, og nú eru komin fjölda mörg merkileg lyf, sem voru algerlega óþekkt fyrir svo sem mannsaldri. Þá höfðu læknamir mjög fá merkislyf, og þeir áttu í mestu vandræðum að greina sjúkdóma. En þegar þekk- ingu þeirra þraut og þeir vissu ekki hver meðöl nota skyldi þá gripu þeir til „placebo" — mein- fúsu eyarskeggja, án þess að þeir glati sjálfstrausti sínu og öllu því bezta í þjóðmenningu sinni, sið- prýði, mannkostum og .ílægnl, og ennfremur hæfileikum sínum til þess að búa að sínu, þrátt fyrir vélamenningu og vísindi nútím- ans. lausra meðala, sem í sjálfum sér höfðu engan lækningamátt. En þau læknuðu samt, af því að menn höfðu trú á þeim. Eftir því sem læknislistinni fleygði fram, þurfti sjaldnar að grípa til „placebo". En einn kost hafði það þó, sem var mikilsverð- ur. Hægt var að reyna lækninga- mátt annarra meðala með því að nota það samtímis þannig, að jafn- margir sjúklingar fengu það eins og nýa meðalið. Ef betri árangur náðist með nýa meðalinu, þá var það sönnun þess að það væri gott. En þegar farið var að gera þess- ar tilraunir, tóku læknar fljótt eftir því, að „placebo“ hafði miklu meiri lækningarmátt heldur en menn höfðu gert sér grein fyrir, og dugði gegn allskonar sjúkdóm- um. Dr. E. M. Jellinek sem vann við rannsóknadeild Yale-háskóla, gerði tilraunir á 199 mönnum, sem þjáð- ust af höfuðverk. Hann reyndi þrjú meðul, sam talin voru ágæt við höfuðverk, enda læknuðu þau 80—84% af sjúklingunum. En „placebo", sem ekki hafði í sér neinn lækningamátt, læknaði full- komlega 52% af þeim sjúklingum, sem það fengu. Önnur tilraun var gerð um að lækna sjósótt meðal hermanna, er voru á herflutningaskipi úti á rúm- sjó í stórviðri. Sumir fengu við- urkennt sjóveikismeðal, en aðrir „placebo". Miklu fleiri mönnur* batnaði ?ð ví"u p" r'óveikismeð inu, en samt sem áður albatmu 44% sjóveikin af „placebo“. Angina pectoris er mjög kvala- fullur sjúkdómur. Ensku læknam- ir dr. William Evans og dr. Cliff- ord Hoyle í London hafa reynt öll þau meðul, sem talin eru bezt til að lina þær þjáningar. Bezti árang- uinn var 58%, en „placebo" lin- aði þrautir 40% þeirra sjúklinga, sem það var reynt á. Út af þessu tók ameríski læknirinn dr. Henry E. Beecher við læknadeild Har- vard-háskóla, sér fyrir hendur að rannsaka, hvort „placebo" gæti dregið úr þjáningum þeim, sem fylgja uppskurði. Reyndi hann það á nokkrum sjúklingum, en öðrum gaf hann morfín. Árangurinn varð sá, að bæði meðul virtust jafn góð. Annað furðulegt kom einnig í ljós í sambandi við þessar tilraunir, að „placebo" var jafnan öruggast þar sem um sérstaklega miklar þjáningar var að ræða. Ætti nú að draga af þessu þá ályktan, að sjúkdómar okkar sé aðeins ímyndun, úr því hægt er að lækna þá með meðölum, sem engan lækningamátt hafa? Ekki þarf svo að vera. Hitt er skoðun lækna, að hugarfar manna geti bæði valdið sjúkdómum, og eins læknað sjúkdóma. Svartsýni og kjarkleysi greiða sjúkdómum braut, en hugrekki og bjartsýni eyða þeim, samkvæmt nýustu rannsóknum. Með frekari tilraun- um, sem gerðar voru í Harvard- háskóla, kom í ljós að enginn mun- ur var á greindum mönnum og ógreindum, körlum né konum, þegar um lækningamátt „placebo“ var að ræða. Þeir, sem höfðu trú á meðalinu læknuðust. Margir læknar hafa með góðum árangri notað „placebo“ til þess að venja menn af því að nota sífellt svefntöflur. Lyfjabúðir geta gert 'ákvæmar ef ■ irlíkingar — og menn fna alveg eins af þeim eins og ..vefntöflunum. En sá er munur- inn, að „placebo“ gerir mönnum ekkert mein, en svefntöflur eru hættulegar. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.