Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1957, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Allir báru mikla virðingu fyrir honum og hlýddu hverju sem hann sagði. En aldrei sá eg hann mis- beita valdi sínu. Þegar mikið var að gera, var hann fremstur í flokki, hvort heldur við að draga net, eða hreinsa ruslið úr pálmalundunum. pYRSTU VIKURNAR sem við vorum þarna, voru dansæfing- ar á hverju kvöldi umhverfis varð- elda niðri í fjöru. Við horfðum oft á þetta tilsýndar, en eitt kvöld fór eg þangað með Fagolier. Og þegar okkur bar þar að, mátti fljótt skilja, að fólkið ætlaðist til þess að eg dansaði. Eg tók boðinu af því að eg vissi að félagar mínir mundu ekki horfa á mig. Dansinn er fólginn í ýmsum handahreyfingum og svo er _aulað undir eða hrópað, en eg held að menn segi ekki neitt. Falagier stjórnaði með merkjum og allir hlýddu honum samtaka. Hann var hér enn höfðinginn og stjórnaði öllu með ró og skilningi. Fólkið lagði mjög mikið á sig við þessar æfingar. Það minnti mig helzt á hvað leikarar á Vesturlönd- um leggja hart að sér við æfingar. En hér voru það ekki einstakir menn, heldur allt fólkið. Ef til vill eru þessar æfingar sama fyrir það og kvikmyndahúsin eru fyrir okk- ur, aðeins dægrastytting. En hér er ekki gott að gera greinarmun á starfi og dægrastytt- ingu, því að það virðist renna sam- an í eitt. Og er það ekki ið eftir- sóknarverðasta? Er ekki afstaða okkar hvítra manna til vinnu einn af ókostum menningarinnar? Tony hét gestur frá Ulithi-ey. Hann var mjög ákafur dansmaður og hann hafði líka mjög gaman að enskum söngvum. Hann reyndi að sameina þetta með því að búa til nýan dans. Á því mátti sjá, að ekki eru allir dansamir fengnir að erfð- um frá forfeðrunum. Svo kom aðalhátíðin og var hald- in um miðjan dag. Þá skreytti sig hver sem betur gat með blómum og málningu. Karlmennirmr dons- uðu fyrst í rúman klukkutíma. Svo var ofurlítið hlé. Þá komu konurn- ar með sinn dans. Eftir það sáum við enga dansa, nema börnin. OTJÓRNIN HAFÐI sent þrjá unga ^ menn frá Ifalik á námskeið, sem haldið var á annarri ey, .og meðal annars áttu þeir að læra ensku þar. Þeir höfðu komist of- urlítið upp á lagið, en langaði nú mjög til þess að læra meira. Við stofnuðum því málaskóla, kenndum ensku og ætluðum jafnframt að læra mál þeirra. Brátt kom að því að við höfðum 20 nemenda hóp á hverju kvöldi. Þessi reynsla kenndi okkur að meta hvað fólkið er gáfað. Þeir voru bæði fljótir að læra og mundu vel. Við gátum alls ekki fundið neinn mun á námsgáfum þeirra og hvítra manna. Einn af piltunum, Yaniseman, kynntist mjög nákvæmlega öllu því sem við vorum að gera og varð í rauninni samverkamaður okkar. Hann virtist skilja allt, og hafa mikinn áhuga fyrir því. Kann var mjög athugull, eins og titt er um svokallaða frumstæða menn. En hann kunni líka að gera glöggvan greinarmun á því, sem hann hafði reynt sjálfur, og hvað honum bafði verið kennt. Þessi hæfileiki, að geta aðgreint glögglega eigin reynslu og annarra sögusögn, er ekki almenn- ur að því er eg veit bezt. Hann veitti okkur sérstaklega mikla aðstoð í rannsóknum okkar á mataræði fólksins. Hann hélt ná- kvæma skýrslu um allt sem etið var á heimili hans í einn mánuð, vóg og mældi og taldi allt og gaf okkur upplýsingar um það. Eyarskeggjar eta heitan mat einu sinni á dag, en ekki á neinum viss- um tíma, stundum á morgnana, stundum um miðjan daginn, stund- um á kvöldin, og hafa allir sína hentisemi þar um, og fylgja engri fastri reglu. Ef karlmennirnir eru á fiskiveiðum allan daginn, þá er svo sem sjálfsagt að elda fiskinn og eta heitu máltíðina að kvöldi. Yfirleitt fylgja þeir ekki nein- um föstum reglum. Það væri þá helzt er þeir safna pálmavíni, en það fá þeir úr leggjum pálmablóm- anna. A hverjum morgni og hverju kvöldi fara ungu mennirnir upp í pálmana, og svipar þessu til þess að við mjöltum kýrnar venjulega tvisvar á dag. Þessi sæti og næring- armikli safi er og þeirra mjólk. Þetta er aðalfæða ungbarna. > % EGAR VIÐ komum til eyarinn- var tími brauðaldinanna, og þá voru þau aðallega höfð til mai- ar. Þarna eru að minnsta kosti sex tegundir brauðaldina og eru mat- reiddar á mjög mismunandi hátt. Þegar þeir hafa ekki brauðaldin til átu, þá eta þeir „taro“, en það eiu digrar rætur piantna, sem vaxa í votlendi. Konurnar hugsa einvörðungu um aldingarðana. Og þegar eg skoð- aði þessa garða, furðaði mig enn á því hvernig þar fór sarnan vinna og skemmtun. Það er áreiðanlega vinna að grafa upp ræturnar, stinga upp jörðina, gróðursetja nýar plöntur. Tilgangurinn með því er að afla sér fæðis, vinna fyrir mat sínum. En þarna rækta konurnar einnig ógrynnin öll af allskonar blómum, og þær leggja engu minni alúð við það. Og á morgnana, er þær fara út til að safna taro, þá koma þær líka með fullt fangið af blómum. Það er algengur og fallegur sið- ur í Polynesíu og Mikronesiu að skreyta sig með blómum. Blómin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.