Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43 pollum, sem urðu á leið minni. Hér voru kórallarnir allir dauðir, þeir höfðu drepizt af sandroki, sem kom með fellibyl frá landi fyrir nokkr- um árum. Eg var að flýta mér, því að mig langaði til að ná mynd- um af inum skrautlega sjávar- gróðri, sem kom upp úr um fjöru. En það er ekki hægt að fara um þetta hraun með ótal pyttum, án þess að gá vel fram fyrir fætur sér. Eg var að vaða yfir einn all- stóran poll, þar sem ekkert líf virt- ist vera. Þá sá eg eins og hálf- kúptan kórall undir kletti. Eg stakk við honum með staf mínum. Hann hreyfðist ekki, en eg fann að hann var linur. Þá stakk eg stafnum fastar í þetta — og þarna spratt þá upp fyrsti steinfiskurinn, sem eg hafði séð. Hann þeyttist nokkra þumlunga og lá svo kyrr og treysti á það að hann væri ó- sýnilegur. Áður en mig varði var kominn utan um mig hópur af ferðamönn- um, myndtökumönnum og skóla- drengjum. Og það er til marks um hve illt er að sjá steinfiskinn, að margir gátu ekki komið auga á hann, þar sem hann lá grafkyrr í pollinum, fyrr en eg benti þeim á hann. Fyrst voru nú teknar myndir af honum, og svo kom að því vanda- máli hvernig ætti að koma honum í land. Til allrar hamingju hafði piltur nokkur meðferðis kassa með glerbotni, og inn í kassann gátum við svo ýtt steinfiskinum. Hann hreyfði sig ekki, það var eins og hann væri viss um að enginn sæi sig. Pilturinn bar nú fiskinn í land óg þar var hann settur í stórt ker og kórallar látnir niður í það, svo hægt væri að athuga háttu hans í næði. Helzt virtist svo sem hann kynni ekki að synda, heldur lyppaðist hann áfram nokkra þumlunga í senn og reyndi svo að ausa á sig sandi með börðunum. Og eftir nokkurn tíma hætti hann að sperra upp broddana, þótt við hann væri komið, eins og honum skildist að ekkert gagn væri að þeim lengur. Það var staðhæft að hver stein- fiskur hefði nákvæmlega 13 eitur- brodda. Mér þótti þessi tala grun- samleg, svo eg lagði mig í líma að telja broddana á honum. Jú, brodd- arnir voru 13, og þeir voru í nokk- urs konar roðslíðrum, sem varla urðu greindar frá öðrum körtum á búkunum. En þegar fiskurinn hleypti þeim úr slíðrum, þá voru þeir um það bil hálfur þumlungur á lengd og líktust mest glernál- um. — O — Fiskurinn lifði nokkra daga í kerinu. Ekki hreyfði hann sig þótt við tækjum hann upp úr því. Steinfiskar geta eflaust lifað nokkrar klukkustundir á þurru landi, annars mundu þeir varla vera við líði, því að eflaust lenda þeir oft í pollum, sem þorna alveg með fjöru. Eftir að eg kom til meginlands- ins tók eg að lesa ýmislegt, sem skrifað hefir verið um steinfiskinn. Þar las eg meðal annars frásögn um það, að frumbyggjar Ástralíu væru ákaflega hræddir við hann. Það sýnir, að steinfiskurinn getur veri§ hættulegur, því að frum- byggjarnir eru greindir og athug- ulir, enda þótt þeir sé hjátrúar- fyllri en hvítir menn. Prófessor Younge segir í bók sinni um Mikla- rif, að fjölda margir menn, sem gengið hafi berfættir, eða á þunn- um skóm í fjörunni, hafi orðið fyrir eitrun steinfisksins, liðið hræðilegar kvalir mánuðum sam- an, eða dáið af eitrinu. Samt er mér nær að halda, að þessar sögur sé ýktar, og að fiskur- inn, hafi verra orð á sér en rétt er, vegna þess'hvað hann er ljótur. Eg hitti dr. Hugo Flecker, kunnan nátt- úrufræðing frá Queensland, og hann sagði mér að seinustu 20 ár- in vissi hann ekki neitt dæmi þess að maður hafði dáið af stungu steinfisks. hafa skal það, er sannara reynisf í ÞÆTTI J. M. Eggertssonar um Þor- stein þjóðletingja í Lesbók Morgun- Maðsins 18. nóv. 1956, segir að rkipið „Síraumönd" hafi farizt á Grímseyar- sundi 4. des. 1817. En þetta mun ekki vera rétt. Skipið fórst 24. sept. og hefi eg þar fyrir mér kvæði Bólu Hjálmars, útgáfu dr. Jóns Þorkelsson- ar. Hjálmar orkti kvæði um slyrið og í athugasemdum við það segir dr. J. Þ. svo: Eftir prestsþjónustubók Glæsi- bæarpresta varð skipskaði þessi 24. sept. 1817, og var hann stórkostlegur. Þá drukknuðu 9 manns úr Glæsibæar- þingum allir í senn á Grímseyarsundi í skreiðarferð þaðan, allir á aldrinum 23—63 ára. Þar af voru 6 bændur og létu þessir menn eftir sig ekkjur og alls 24 börn. Ásamt þessum drukknuðu tveir menn giftir, annar úr Fnjóska- dal, hinn úr Kaupangurssveit, og hveppstjórakona Guðrún frá Borgum í Grímsey. Jón Björnsson meðhjálpari og bóndi a Pétursborg var formaður á skipinu. Skipskaði þessi, þegar „Straumönd“ fórst, var mjög nafn- kunr.ur á sinni tíð, og eru jafnvel þjóðsagnir til um hann. Hafa skal ætíð það er réttara reyn- ist, og því sendi eg Lesbók þessar línur. Álafossi, 20. des. 1956. Egill Sigurðsson. MONSIEUR DUPONT hafði líftryg't sig og þegar hann dó fekk ekkja hans greidd 1000 sterlingspund. Maður frá líftryggingarfélaginu vgr sendur með upphæðina og hún tók grátrndi á móti honum. Svo sagði hún: „Eg segi yður það alveg satt, að eg mundi fúslega gefa helminginn af þessari upphæð, ef eg gæti aftur heimt manninn minn frá dauðum".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.