Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 4
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS heyrt og notið fleiri lífsins gæða en flestir eða allir hérlendir sam- tíðarmenn hans, borðnautur og málvinur konungs og aðalsmanna. En mundum við í dag minnast Gríms Thomsens, þess, er var stjómarherra, gósseigandi að Bessastöðum, alþingismaður, mundum við jafnvel minnast námsframa hans eða ritmennsku á erlendu máli. Það er meira en vafasamt. Þessi gráeygði, fráneygði og garplegi maður, kom heim úr langri víkingu og settist á friðstól á æskustöðvum sínum. Á Bessa- stöðum virtist hann finna þann frið og næði, sem honum var nauð- synlegt til Ijóðagerðar. Á efri ár- um ræktaði hann þar garð sinn, eða ljóðaakur, í skjóli fyrir næð- ingum lífsins. Kvæði hans bera þess ljósan vott, að þau eru ekki vaxin á berangri í umhleypinguin hversdagsanna og erils. Eftir að Grímur hafði dvalið 12 ár heima, 1880, komu fyrstu ljóð hans út, lítil bók, 36 frumort ljóð, flest stutt, og tíu þýdd kvæði. Flest ljóða hans voru enn óort eða að minnsta kosti ekki á því stigi, að Grímur léti þau frá sér fara á prent, og megnið af þeim kom ekki út fyrr en ári áður en hann lézt, en grundvöllur að þeim var löngu lagður. í ræðu, sem Grímur flutti í Kaupmannahöfn ungur að árum, 1845, um ísland og íslenzkar bók- menntir, kemst hann meðal ann- ars svo að orði: „Eg vil aðeins biðja yður vel að muna, að sögur vorar (fornsög- umar) á ekki aðeins að skoða frá sagnfræðilegu sjónarmiði, heldur einnig listrænu, — að í hinum sérkennilega, nákvæma frásagnar- hætti, sem notaður er, skýtur upp æ ofan í æ listrænum og sveigjan- legum atriðum í annars fastmót- aðri persónusköpun og hnitmiðaðri stefnu sögunnar, og þessi atriði hrífa oss sem óhagganleg sannindi og náttúrunnar lögmálum sam- kvæm, — og loks er það hér (þ. e. a. s. í fornbókm. ísl.) og hvergi ’ annars staðar, sem hinn ósvikni norræni andi finnst alhreinn, nefni- lega í festu og krafti, vammleysi og atgervi, og einnig þessi hæga hvíld efnisins í sjálfu sér, sem vek- ur hrifni, sem Grikkir ekkert þekktu, það er að segja hrifni þá, sem býr í hvíld.“ Óvíða mun betri skýringu að finna á Ijóðagerð Gríms Thomsen en þá, sem í þessari tilvitnun felst. Skilningur hans á fornbókmennt- unum er þarna hinn sami og æ síð- ar. Hann þýddi á dönsku og gaf út 1846 og 1854 valda þætti úr forn- sögum, og stærstu og merkustu kvæðin, sem hann yrkir síðar á ævi, eru söguljóð, sum þeirra um sama efni og þessir völdu kaflar hans. Þannig ber allt að sama brunni. Hann leitar uppi það, sem hann í tilvitnuninni nefnir listræn sveigjanleg atriði, „de plastiske momenter“ og yrkir þau upp, fer mjög frjálslega með efnið, oft og tíðum eins og það hefur sveigjuna til. Nægir að nefna til dæmis um það Hemings flokk Áslákssonar, en um fleiri sögukvæði hans á það við, að efni þeirra er hagrætt margvíslega og oft af mikilli list. Undirstaðan í ljóðagerð Gríms Thomsen er þannig víðtæk þekk- ing og skilningur á fornum íslenzk- um bókmenntum. Þær eru honum ætíð hjarta næst, ekki aðeins, þeg- ar hann yrkir ljóð út af sögu- legum efnum, heldur einnig í nátt- úruljóðum, Þar sem þetta tvennt tvinnast meistaralega, til dæmis í Ásareiðinni, hinn kaldi vetrarhim- inn bragandi af norðurljósum og hin fornu heiðnu goð. í þýðingum og jafnvel trúarljóðum eru Grími jafnan tiltækar myndir og líking- ar úr fornbókmenntunum og ætíð notaðar af næmum smekk og skiln- ingi. Áhrif þau, sem Grímur varð fyr- ir af erlendum bókmenntum, munu hafa leyst hann undan sporgöngu við önnur íslenzk skáld og kennt honum að leggja rétt mat á snilld- ina í klassiskum bókmenntum sinn- ar eigin þjóðar. Hann, sem oft og harðlega hafði verið sakaður um óþjóðrækni, reyndist hinn ramm- asti íslendingur. <___ Það er áberandi í efnisvali Gríms Thomsen, er hann yrkir um atvik úr fornsögum eða sögu seinni alda, hve kvæðahetjur hans eru oft sérkennilegir menn og ein- þykkir, en skörungar í gerðinni, óttalausir þó að við ofurefli sé að etja, og má óhætt draga af því þá ályktun, að slíkir menn hafi ver- ið honum mest að skapi, og jafn- vel hafi hann fundið skyldleika við þá. Nægir í því sambandi að nefna, hvílíku ástfóstri hann tekur við Halldór Snorrason, og mætti þó jafnvel nefna fleiri. Hins vegar • leynir Grímur hvergi fyrirlitningu sinni á dugleysi og dáðleysi. í huga og ljóðum Gríms er ís- land oftast land hrikaleikans og hins afkára leiks elds og íss. Feg- urð náttúrukvæða hans er köld og svöl og stórbrotin og hrikaleg. Grímur yrkir haustvísu, en ekkert vorljóð, sem komizt í samjöfnuð við hana. Hann yrkir um afl ólag- anna, sem granda skipum. Hann yrkir um „hið napra grafarnaust", um hafgúuna í svölu djúpi og um höfuðskepnumar í allri sinni köldu tign, sem stilla ólguna í hjarta manns. í kvæðinu Endur- minningin finnst veturinn fara í hönd. Hljóðleiki og haustblíða hvílir yfir því kvæði. En Grímur Thomsen sá fleira í I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.