Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 2
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gríms, ef vel er lesið, en nærri hug og hjarta Gríms Thomsen er erfiðara að komast en vér mundum oska. Helzta leiðin til að kynnast þessum dula manni eru kvæði hans. Yfir þessu skáldi er eins konar huliðshjálmur, þótt það sæti lengst af ævinnar, þar sem menn þykjast hafa útsýn góða — í veg- legum embættum, meðal höfðingja í háum sessi. Embættisheiti og tignarmerki — hversu oft fellur slíkt ekki í gleymsku hjá almenningi. Það eitt er munað og geymt, sem þolir tímans tönn, það sem gert er fynr komandi kynslóðir, — þá, sem erfa landið. Þess konar arf skildi Grím- ur Thomsen oss eftir til geymslu og umönnunar. Gæfu sína eða gengileysi taka menn með sér að heiman. Þar ráð- ast örlög manna. Það er því vert að nema staðar við nöfn nokkurra þeirra, sem ætla má að hafi mót- að Grím Thomsen á unga aldri og valdið miklu um það, hvernig úr honum rættist, eins og oft er að orði komizt. Ber þar að sjálfsögðu fyrst að nefna foreldra Gríms, Þorgrím Tómasson skólaráðsmann og gull- smið á Bessastöðum og konu hans Ingibjörgu Jónsdóttur. Bæði voru þau hjón góðra manna, en þó má finna, að Ingibjörg er talin manni sínum fremri. Var hún að vísu prestsdóttir, og bróðir hennar var Grímur amtmaður á Möðruvöllum, er sonur þeirra var heitinn eftir. Þorgrímur var hins vegar sonur handverksmanns, en sjálfur hafði hann numið iðn sína erlendis. Þau hjónin leigðu konungsjörðina Bessastaði, höfðu á hendi urnsjón skólans þar og fæddu skólasveina, unz skólinn var fluttur til Reykja- víkur. Græddist þeim fé á bú- skapnum, og kom forsjón og bú- hyggindi foreldranna Grími Thomsen að góðu gagni síðar. Þau hjón áttu þrjú börn, er komust til aldurs, dætur tvær, Kristínu og Guðrúnu, er síðar giftust báðar prestum, og Grím, sem var yngstur, fæddur 15. maí 1820. Heldur kalt mun hafa verið í sambúð þeirra Þorgríms og Ingi- bjargar. Hefir ástæðan ef til vill verið sú, að Þorgrímur hafi þótzt kenna, að konunni fannst hann ekki jafnoki sinn eða ættar sinn- ar. Börn þeirra hafa án efa notið góðrar umönnunar, en líklega ekki síður umvandana. Jón Þor- kelsson hefur eftir Grími, að frá föður sínum hefði hann það, sem sér væri lánað af veraldarviti og hagsýni, en hneigð til bókar og fræða og meðfætt vit frá móður sinni. Slíka einkunn má ekki taka of bókstaflega, áreiðanlega var Þorgrímur Tómasson maður vel viti borinn — og mætti bæta því við, að ekki er víst, að Grímur hefði tekið þá stefnu í lífinu, sem raun varð á, ef ekki hefðu komið til sterk skapgerðareinkenni, sem sýnast einkum sótt til föðurins. Ýmsum getum hefur verið að því leitt, hvers vegna Grímur var eigi látinn nema skólalærdóm í Bessastaðaskóla, heldur sendur til náms til séra Árna Helgasonar prófasts í Görðum. Þetta er ef til vill ekki svo undarlegt, þegar þess er gætt, að séra Árni var sérstak- ur vinur þeirra hjóna, og mat þau mikils, einkum Ingibjörgu. Hitt getur og verið, að þau hjónin hafi ekki viljað hafa Grím í hópi þeirra skólasveina, sem þau sjálf þurftu að hafa margt saman v’ð að sælda. Auðsætt er, au Grimur hefur verið mjög bráðger og sótzt nám- ið með ágætum, því að skólavist hans hjá séra Árna varð ekki löng, og kornungur, aðeins 17 vetra, var hann sendur til Kaupmannahafnar til Háskólans. Telur þó faðir hans ári fyrr, að hann hafi þá lært það, sem „menn halda nóg sé hér.“ Árni prófastur í Görðum er áreiðanlega einn þeirra manna, sem ríkan þátt áttu í að móta skap- gerð Gríms á unga aldri og vekja honum áhuga á lærdómi og inn- ræta honum þær trúarskoðanir, sem honum entust ævilangt. Má sjá þess merki, að Grímur gleymdi ekki læriföður sínum. í fyrirlestri, er hann flutti 1846 um stöðu íslands meðal Norðurlanda, getur hann séra Árna lofsamlega, og sýnist Grímur ganga þar út úr götu til að bera lof á þennan mæta klerk og kennara sinn. Ekki leið á löngu eftir að Grím- ur fór til Háskólans að blikur drægi á loft milli hans og for- eldranna. Báðum var þeim umhug- að, að hann þræddi hinn þrönga stig námsins eins og tíðkaðist um íslenzka námsmenn, sem flestir voru lítt fjáðir. Embættisprófi skyldi hann ljúka á sem stytztum tíma og auðvitað sem beztu, en hugur sveinsins, sem í fyrstu er nokkuð hvarflandi, tekur stefnu í aðra átt en þá, sem foreldrum hans er að skapi. Erfitt er að svara því txi fulls, hvers vegna Grímur gekk þá braut, sem raun varð á og tróð ekki sömu slóð og flestir stúdentar samtíða honum, hætti að lesa lögfræðina, en tók að „drabba í skáldskap“ eins og móðir hans komst að orði. Fyrst og fremst má auðvitað segja, að náttúran hafi hér verið náminu ríkari, en ekki er það fullgild skýring. Benda má á, að um þessar mundir var andleg gróska í stúd- entalífinu og ýmsar hræringar meðal íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn. Fjölnismenn eru þeg- ar komnir til sögu, og litlu síðar i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.