Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 8
36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mikilleiki alheimsins • ✓ Ljósmyndun nimmgeimsíns er mi lokið á Palomi»r t EINNI af bókum dr. Helga Pét- urss, „Framnýal“, sem rituð er á árunum 1931—40, er grein sem nefnist „Mikilleiki heimsins og líf- ið“. Þar segir m. a.: „Það er í bezta samræmi við allt sem oss er kunn- ugt um heiminn og verðandina, að álykta, að eins og sólir og sólhverfi eru eindir í hinu mikla heimshverfi er vér nefnum Vetrarbraut, þannig sé sjálft það heimshverfi með sín- ar 100.000 milljónir sólna, séreind í ennþá stórkostlegra heimshverfi, sem snýst um sjálft sig með mjög miklu meiri hraða en Vetrarbraut- in; og má þó gera ráð fyrir, að ein umferð taki biljónir ára, og að minnsta fjarlægð milli slíkra ná- granna í himingeimnum, skifti hundruðum þúsunda miljóna ljós- ára. Hinn takmarkaði alheimur Einsteins, væri þá aðeins ein slík yfirvetrarbraut. Jeans telur líkleg- ast að ummál þessa takmarkaða al- heims muni vera nálægt 500.000 miljónum ljósára, en svo óumræði- legur óravegur sem þetta er, þá virðist mér þó, þegar miðað er við muninn sem verður frá sólhverfi til vetrarbrautar, sem talan muni vera altof lág, og réttara væri að gera ráð fyrir miljónum miljóna ljósára. Og þegar gætt er að strjálbýlinu í himingeimnum, hversu rúmt er um hnettina og hnattahverfin, og mjög vaxandi rými með vaxandi stærð hverfiseindanna, svo að fjarlægðin milli nágrannahnatta í sólhverfinu er auðtalin í ljósmínútum, milli ná- grannasólna er hún fáein ár, en milli nágranna-vetrarbrauta er fjarlægðin 2 miljonn- IJ Oúu. . komumst vér varla hjá að álykta, að ljósið sé svo hundruðum ár- þúsundamiljóna skiftir að komast þá vegalengd sem er milli þeirra heimshverfa þar sem vetrarbraut eða sólnasveipur með 100.000 miljónir sólna, er hin ósamsettari eind. En einnig þessar geimvíddir sjálfar verður að hafa í huga, þegar renna skal grun í hina óendanlegu möguleika tilverunnar". Spá er spaks geta, eins og sjá má á rannsóknum þeim sem farið hafa fram á Palomarfjalli. Hófust þess- ar rannsóknir 9 árum eftir að Fram- nýall kom út. Er nú eftir sjö ára starf lokið því mikla verki að ljós- mynda þar allan hinn sýnilega himingeim, en það mun talið eitt af merkustu afrekum vísindanna. Dagurinn kemur snemma á Palomarfjalli, og þegar hann rann upp 11. maí 1956 var ofurlítið hrím á grasinu sem grær þarna í rúm- lega 1600 metra hæð yfir sjávarmál. Sólin varpaði fyrstu geislum sínum á 135 feta háan og silfurlitaðan kúpul stjörnustöðvarinnar, þar sem er stærsta stjörnusjá heimsins, með 200 þumlunga ljósopi og kennd við Hale. Rétt á eftir fellu geilsar henn- ar á lægra hvolfþak þar rétt hjá, en þar er stjörnusjáin Big Schmidt, sem er að sínu leyti jafn merkileg og Hale-stjörnusjáin. Ungi stjörnufræðingurinn, George O. Abell, fór þó á mis við að sjá þessa morgunfegurð. Hann var að vinna í myrkurrúmi djúpt undir Big Schmidt, við framköllun á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.