Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 Bergensk fyndni hann nú að skyggnast um hvort hann sjái nokkuð til mannaferða, því honum datt í hug, að vinur sinn og nafni væri nú að koma að sunnan úr póstferðinni. En þó hann horfi ofan á Dunhagabakk- ana í tunglsljósinu, sér hann enga menn á ferð og þykir þetta mjög undarlegt, þar sem hann heyrir hófadyn eins og þar sé verið á ferð með fleiri hesta. Ekki verður hann þó hræddur, því hann var enginn skreffingur, en mjög undrandi yfir þessu öllu saman. Þegar honum virðist, sem þeir er þarna voru á ferð, vera komnir það norður eftir bökkunum, að þeir væru beint fyr- ir neðan Litla-Dunhaga, heyrist honum sem að beygt sé af leið af einhverjum — því engan sá hann — og heyrir hann að sá hinn sami muni ætla að koma heim að Litla- Dunhaga, og beið hann því enn við andartaksstund. En þegar frænda heyrist þessi aðkomandi vera kominn undir hlaðbrekkuna, en sér engan, fremur en áður, verð- ur honum ekki sama, heldur flýt- ir sér inn í bæ og lokar honum. En daginn eftir koma þeir sem fluttu póstinn að sunnan norður að Friðriksgáfu (Möðruvöllum) og færðu jafnframt sorgartíðindin um drukknun Sigurðar Magnússonar og þeirra hinna sem með honum fórust. Barst svo fregn þessi fljót- lega um nágrennið við Möðruvelli og hafa jól þau er í hönd fóru, verið hryggðarjól fyrir ekkju Sig- urðar Magnússonar og vini hans og kunningja, þegar eingöngu er hugsað og ályktað út frá því sem jarðneskt er. Eg legg engan dóm á fyrirbæri það, sem eg hef skýrt hér frá. Tek það aðeins fram, að ég hef ekki skýrt frá þessu sem spíritisti, held- ur hið gagnstæða. En hins vegar veit eg að margt er það til, sem ekki verður skýrt eða skilgreint, hvort heldur er á vísindalegan eða Bergensblaðið „Morgenavisen“ safnar um þessar mundir berg- enskum kímnisögum, og er ætl- unin að gefa þær út í sérstakri bók. Hér er ofurlítið sýnishorn af þessum sögum. ----o---- Just Bing var alblindur sein- ustu árin sem hann iifði, og hafði þá helzt sér til afþreyingar að hlusta á útvarpið. Svo komu Þjóðverjar og bönnuðu mönnum að hafa útvarpstæki. Just Bing skrifaði þá hernámsstjórninni og bar sig upp undan þessu, sagði sem satt var að hann væri blind- ur og eina ánægja sín að hlusta á útvarp. Það svar kom frá her- námsstjóminni, að honum væri vel komið að hafa útvarp, ef hann vildi ganga í nazistaflokk- inn. Þá lét Just Ring skrifa aft- ur: — Nei, svo blindur er eg ekki! -------------o----- Læknir kom til sjúklings, en á heimilinu var hvorki til papp- ír né blek, svo að hann gat ekki skrifað lyfseðil. Konan kunni ráð við því: — Skrifið þér það þarna á vegginn yfir rúminu hans, og svo getur hann lesið það þangað til honum batnar. ----o---- Lítill drengur situr á dyra- þrepi og háskælir. Þá bar þar að gamla konu og hún aumkast yfir hann. — Af hverju ertu að gráta, drengur minn? — Pabbi drekkti ketlingnum mínum, sagði hann snöktandi. — Það var illa gert, sagði konan. — Já, því að hann hafði lofað að eg mætti gera það sjálfur. ----------------o---- Rigningasamt er í Bergen. — Haustið 1917 rigndi þar látlaust frá því í ágúst og fram yfir hátíðar. Þá var það í barnaskóla, að kennslukona var að segja börnunum frá syndaflóðinu. „Og spíritískan hátt. Má svo hverdiafa þá skoðun á þessu sem hann vill, en hér er aðeins skýrt frá því, sem ég veit að komið hefir fyrir skil- orðan og skrumlausan mann, þar svo rigndi stöðugt í 40 daga og 40 nætur“, sagði hún með mik- illi áherzlu til þess að börnin skildu hve stórkostleg þessi rigning hefði verið. En þá gall við lítill drengur: — Var það svo sem nokkuð mikið? ----o---- Einhendur maður kom í rak- arastofu, til þess að láta raka sig. En pilturinn, sem átti að raka hann, skar hann til blóðs hvað eftir annað. Maðurinn var inn rólegasti og sagði ekki neitt. Piltinum fannst þögnin óvið- kunnanleg, og til þess að brjóta upp á umræðuefni spurði hann: — Hafið þér komið hingað f rakarastofuna áður? —Nei, sagði maðurinn, hand- legginn missti eg í stríðinu. ----o---- Á stríðsárunum var mikill hörgull á eldsneyti. Maður nokk- ur ætlaði að kveikja upp hjá sér á afmælisdegi Hitlers, en elds- neytið var svo slæmt, að ekki vildi kvikna í því. Þá tók hann olíu og hellti á eldinn. En í sama bili varð sprengingin milrla, mesta áfall sem komið hefir fyr- ir í Bergen, þegar allar rúður brotnuðu, núsin hrundu og skip- in köstuðust upp á bryggjurnar. Þá varð mannaumingjanum að orði: — Hvað hef eg gert? ----o------ Ölvaður maður og illa til reika kom inn í sporvagn. Hann sneri sér þar að hefðarfrú og spurði: — Eigið þér ekki 35 aura fyrir farseðli? Konan reigðist við og svaraði nei, með fyrirlitningu. í því kem- ur farmiðasalinn. Sá ölvaði tínir smápeninga upp úr vösum sínum, þangað til komnir eru 70 aurar. — Hérna, takið við þessu, sagði hann. Það er fyrir mig og kon- una þarna, hún á ekki 35 aura fyrir fargjaldinu. seiri Sigurður Runólfsson móður- bróðir minn var. Guðmundur Jónsson frá Litlu-Brekku í HörgárdaL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.