Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 12
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS S másagan: Lýstu Grenilundi AB VAR kalt septemberkvöld árið 1951, er eg steig ?i lestinni á seinasta viðkomustað innan austur- þýzku landamæranna. Eg var íeginn því að nú var niðamyrkur og því skilyrði til þess að geta komizt óséður yfir til ins frjálsa Þýzkalands. Eg gekk inn í lítt lýsta veitingastofu og fekk mér gosdrykk. Meðan eg sat yfir honum rifjaði eg upp endurminn- ingar þeirra fáu daga, sem mér hafði auðnazt að dveljast hjá foreldrum mínum og bróður minum — fyrstu samfundum okkar eftir sjö ára að- skilnað. Heimkoman var heldur dap- urleg. Foreldrar mínir höfðu misst aleigu sína, þegar þeir flýðu undan framsókn Rússa 1945. En flóttinn varð ekkl til annars en að rauða flóðbylgj- an skall á þeim og einangraði á þeim stað, þar sem þeir nú eiga heima. Þeim var algerlega fyrirmunað að komast aftur heim að Grenilundi, þar sem rétta heimili þeirra var. Sá staður var nú innan landamæra hjárikisins Póllands. Eg hafði verið í fangabúðum í Bret- landi, en þaðan slapp eg 1948 og hefi síðan átt heima í Vestur-Þýzkalandi. Eftir langa mæðu hafði mér tekizt að hafa upp á því hvar foreldrar mínir væri niður komnir og frétti, að faðir minn væri orðinn öryrki, og eg ákvað að reyna að koma honum til Vestur- Þýzkalands, þar sem hann gæti fengið góða læknishjálp. Eg sótti um leyfi til að heimsækja hann. Lengi beið eg eftir svari. Að lokum fekk eg afsvar. Af „stjómmálalegum ástæðum“ var mér bannað að koma til sovétríkis — sennilega vegna þess að eg hafði verið fjögur ár fangi í Englandi. í maímánuði 1951 hafði eg reynt að laumast yfir landamærin til þess að hitta foreldra mína, en var grip- inn, snúið aftur og á vegabréf mitt stimplað að eg hefði reynt að laum- ast yfir landamærin í banni. Fjórum mánuðum seinna reyndi eg svo aftur, og þá tókst tilraunin og eg hafði dval- izt nokkra daga í leyfisleysi austan járntjalds. Mér var fyllilega ljóst, að ef eg yrði nú gripinn, er eg reyndi að laumast út úr landinu aftur, þá biði mín annað og meira en að fá stimpil á vegabréf jnitt. Eg var samt nokkurn veginn örugg- ur um að komast til Vestur-Þýzka- lands aftur, vegna þess að bróðir minn hafði gert fyrir mig nákvæmt kort, þar sem sýndar voru stöðvar landamæravarða, þess getið á hvaða tímum engir væri þar á verði, og sýnd ýms kennileiti, svo sem háir reyk- háfar á mörgum verksmiðjum rétt við landamærin. Nú var klukkan orðin 11 og tími kominn til þess að leggja á stað. í tvær klukkustundir gekk eg eftir fáfömum vegi. Svo sá eg bóndabæ og þá sneri eg við til hægri og komst inn í skóg, sem nær alveg að landa- mærunum. Eg fór í felur, kveikti á eldspýtu til þess að athuga kortið enn einu sinni. Svo stakk eg kortinu í vasa minn og helt áfram. Hvað eftir annað staðnæmdist eg og hlustaði, en heyrði ekkert nema þytinn í skóginum. Og brátt var eg kominn að landamær- unum. „Stoj!“ var hrópað á rússnesku, en það þýðir: Kyr! Eg fleygði mér niður, velti mér nokkra metra, reis svo á fætur og tók sprettinn. Byssuskot kváðu við og það var eins og tvær eldingar færi yfir höfuð mér. Svo heyrði eg grimmilegt gelt í hundi. Ráðist var aftan að mér og mér varpað til jarðar. Þegar eg leit upp sá eg framan í stóran hund. Tveir rússneskir hermenn reistu mig á fætur. Annar þeirra helt volgum byssukjaftinum að höfði mér, en hinn tæmdi vasa mína. Svo bundu þeir hendur mínar og lögðu á stað með mig í gegnum skóginn. Þá var allt í einu sem blóðið frysi í æðum mér — eg minntist þess að þeir höfðu náð í kortið! Um nóttina var eg lokaður inni í klefa með járnrimlum fyrir glugga. Eg gekk eirðarlaust um gólf og ásakaði sjálfan mig fyrir að hafa ekki ónýtt kortið. Rússar mundu áreið- anlega telja það næga sönnun þess, að eg væri njósnari! Snemma næsta morgun komu tveir varðmenn og fóru með mig upp á loft. Þar sat foringi í majórsbúningi við svart borð, og á kraga hans voru þessi rauðu merki sem sýndu að hann var í rússneska leynilögregluliðinu. „Góðan daginn, kleiner Spion!“ sagði hann kaldhæðnislega. „Svafstu vel í nótt?“ Mér brá að hann skyldi ávarpa mig á góðri þýzku, enda þótt eg vissi að Rússar höfðu seilzt til þess að fá þýzkumælandi menn í leynilögregluna í Austur-Þýzkalandi. En hann hafði á sér fullkomið snið Rússa. Ávarpið „kleiner Spion“ (litli njósnari) var sektardómur, sem sýndi mér á hverju eg mátti eiga von. „Eg er ekki njósnari", sagði eg. „Eg var ekki að spyrja um atvinnu þína, kleiner Spion, heldur hvernig þú hefðir sofið. Þú fórst í óleyfi yfir landamærin fyrir fjórum mánuðum. En hvert var erindi þitt núna?“ „Eg átti ekkert annað erindi en að finna foreldra mína“. „Hvar eiga þeir heima?“ „Það segi eg ekki“. „Við kunnum ráð til að uppgötva það‘ , sagði majórinn. Hann athugaði vegabréf mitt. „Hér stendur að þú sért fæddur í Grenilundi". Hann horfði hvasst á mig um hríð og dró svo fram kortið mitt. „Þetta kort er snoturlega gert. Hér sjást allir vegir, stöðvar landamæra- varða og jafnvel nokkrar verksmiðj- ur. Hvað færðu mikið fyrir svona kort hjá Bandaríkjamönnum?“ Eg þagði. Eg vissi að þýðingarlaust var að svara. „Jæja, kleiner Spion, máske þú getir fengið málið í Síberíu", hreytti hann úr sér. „Varðmenn, farið burt með hann!“ Skelfing hafði gripið mig er hann nefndi Síberíu, en eg var dauðþreytt- ur og sofnaði því þegar er eg var kominn niður í klefa minn. Ekki veit eg hve lengi eg hefi sofið, en verð- irnir vöktu mig og fóru með mig á fund majórsins aftur. Hann kveikti í sígarettu og horfði á mig í gegnum reykinn. „Við höfum athugað vegabréf þitt og vitum að það er falsað. Við vitum að þú ert njósnari. Það er bezt fyrir þig að segja allt sem er“. „Eg hefi enga ástæðu til að Ijúga að ykkur“, sagði eg. „Við sjáum nú til. Segðu mér hve

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.