Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31
kemur Jón Sigurðsson fram á sjón-
arsviðið. Grímur birti fyrstu kvæði
sín í Fjölni, þýðingu á Alpaskytt-
unni eftir Schiller 1839 og fyrsta
frumorta kvæðið Ólund, 1844, en
síðan nokkur kvæði í Nýjum Fé-
lagsritum. Varð haim kunnugur
vel bæði Fjölnismönnum og Jóni
Sigurðssyni, og með honum og
Brynjólfi Péturssyni var ævilöng
náin vinátta, en engum var Grím-
ur mjög handgenginn eða fylgi-
spakur. Kom þegar í ljós hneigð
hans að ganga einn sér, en fylgja
lítt flokkum. Hefði hann varla rek-
izt vel í flokki, þar sem halda átti
ströngum aga og umvöndunum. Að
því er virðist stundaði hann ekki
mjög eftir vinfengi manna. Átti
kunningja marga, en fáa vini að
því er séð verður.
Það fer þó varla hjá því, að
Fjölnismenn og stefna þeirra hafi
að minnsta kosti vísað Grími veg-
inn og víkkað sjóndeildarhring
hans, en auk þess kynntist Grím-
ur Dönum, sem voru vel að sér í
erlendum samtíðarbókmenntum.
Þetta nýjabrum tók hug hans svo
fanginn, að það nám, sem hónum
var ætlað, þokaði með öllu.
Þessi stefnubreyting Gríms virt-
ist foreldrum hans uggvænleg og
var það ekki að undra. Þegar þar
við bættist, að hann eyddi fé meira
en dæmi voru til um íslenzka
námsmenn, var sízt furða, þó að
móðir hans ætti andvökunætur og
faðir hans væri helzt þess sinnis
að kalla hann heim aftur, þó að
sá kostur væri ekki heldur góður
og snerti illa metnað gullsmiðsins,
að sonurinn kæmi próflaus til föð-
urhúsa. Grímur hélt samt sinni
stefnu, þó að öndvert blési, samdi
ritgerð um nýja skáldskapinn
franska til að prófa, hvað hann
dygði, hlaut maklega lof fyrir og
fékk ritgerðina gefna út, en for-
eldrunum skrifaði hann þóttaleg
l
bréf og safnaði skuldum án vit-
undar þeirra.
_____
En þegar óvænlegast horfði fyr-
ir þessum unga fagurfræðingi,
kom til skjalanna maður, sem án
efa hafði hin örlagaríkustu áhrif
á alla framtíð hans. Það var Finn-
ur Magnússon, leyndarskjalavörð-
ur konungs, skáld sjálfur og fræði-
maður, en öllu framar dreng-
ur góður og góður íslendingur. í
krafti embættis síns og virðingar
tókst hann það á hendur, sem
varla hefði reynzt öðrum fært að
greiða úr fjárþörf Gríms og sann-
færa föður hans um réttmæti þess,
að hann héldi áfram kostnaðar-
sömu námi, svo að hann hefði
áfram stuðning hans. Þessu erfiði
hélt Finnur áfram, meðan kraft-
ar entust og kom Grími yfir örð-
ugasta hjallann.
Árið 1844 varð Grímur Thom-
sen magister fyrir rit sitt um Byr-
on lávarð og hlaut síðar doktors-
nafnbót fyrir sama rit.
Var hann þá þegar kunnur rit-
höfundur á danska tungu um bók-
menntir og um margt í fararbroddi
eða jafnvel á undan sínum tíma.
Skömmu eftir að Grímur lauk
meistaraprófi, hlaut hann af kon-
ungi ríflegan ferðastyrk, 1200 dali,
og ferðaðist víða um Evrópu 1846
—1848. Sýndist honum nú opnar
nýjar leiðir með miklum frama-
vonum, og faðir hans gamli lifði
það, að þessi sonur hans, sem
honum var orðinn dýr, tæki að
spila á eigin spýtur (en Þorgrímur
andaðist 1849). Varð Grímur
starfsmaður í utanríkisráðuneyt-
inu danska, fyrst í Brússel og
Lundúnum, en hófst síðar í þá
stöðu að verða deildarstjóri í
verzlunarmáladeild utanríkisráðu-
neytisins, en fékk lausn frá emb-
ætti 1866 eftir 18 ára þjónustu.
Um áhrif þessara ára á Grím er
ekki margt vitað, sem öruggt má
teljast, en víst er, að margir, bæði
landar og aðrir, litu þennan unga,
metnaðargjarna íslending með af-
brýði, og hann fékk að finna, hve
kalt er á hefðarinnar jökultindi.
Einmana manni útlendum kann að
hafa orðið þessi stjórnarstaða
þung og margur róður erfiður.
Loks komu pólitískir andstæðing-
ar Gríms ár sinni svo fyrir borð,
að hann hlaut að hverfa frá störf-
um, þótt honum hafi að öllum lík-
indum verið það nauðugt, en
Grímur var of stoltur til að beygja
sig fyrir harðleiknum andstæð-
ingum.
Þegar hér var komið sögu, mun
hugur Gríms hafa tekið að leita
til átthaganna. Fluttist hann til
íslands 1867. Hafði hann eignazt
hinn foma kóngsgarð og æsku-
stöðvar sínar, Bessastaði og setti
þar bú saman 1868, kvæntist 1870
Jakobínu Jónsdóttur frá Reykja-
hlíð. Á Bessastöðum bjó Grímur
búi sínu til dauðadags, 27. nóv.
1896.
Eftir heimkomuna má segja, að
Grími færi líkt öðrum frægum
víkingi Agli Skallagrímssyni.
Hann var ekki hlutdeilinn um mál
manna, þótt hann sæti að vísu á
alþingi og gegndi nokkrum öðrum
opinberum störfum. Hann átti
lengst af samleið með fáum eins
og hann sjálfur sagði um Konráð
Gíslason:
„fiinn ei skyldu sina heldur
að heiðra sama og aðrir allt.“
Hér hefur verið stiklað á stóru
um ævi Gríms Thomsen. Hann
var efalaust í augum samtíðar-
manna sinna fyrst og fremst glitr-
andi af lærdómi, frama og veg-
tyllum. Hann var sá íslendinga,
sem hafði first. of farið, séð og