Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS
39
birtu stjarnanna, og þetta var orsök
þess hvað mönnum skjöplaðist í út-
reikningum sínum á ljósmagni
blossastj arnanna.
Gasský eru einnig dreifð um
geimhvelið milli stjarnanna. Þau
eru gegnsæ, nema þegar þau eru
í nánd við mjög heita sól. Útbláir
geislar frá sólinni verða að sýni-
legum ljósgeislum í gasinu. Þetta
er hin alkunna „fluoroscent“-lýs-
ing. Björtu gasþokurnar eru
„fluoroscent“-lj ós himingeimsins.
Stjörnufræðingar eru nú að kom-
ast á þá skoðun að stjömur muni
skapast úr þessum rykskýum og
gasskýum. Þau dragist saman,
verði þéttari og þéttari, og jafn-
framt aukist hitinn í þeim, þangað
til hann brýst fram sem birta.
Birta allra sólna, þar á meðal
sólar vorrar, stafar af kjamorku.
Krafturinn kemur frá kjarnaklofn-
ingum djúpt í iðrum þeirra, þar
sem hitinn er margar miljónir
stiga.
SMÁSTIRNI
Tilgangurinn með ljósmyndun
himinhvelsins var sá, að kynnast
vorri vetrarbraut og hinum fjar-
lægari heimshverfum. Ekki var
lögð nein áherzla á að rannsaka
sólhverfi vort. En á myndunum
komu hér og hvar fram ljósrákir,
örmjóar. Þær voru eftir smástimi,
sem fóm um loftin með miklum
hraða í samanburði við fjarlægari
stjörnur. Þessi smástirni ganga um-
hverfis sól eftir reglulegum braut-
um, og fæst þeirra koma nærri
jörðinni.
En svo var það aðfaranótt 31.
ágúst 1951 að smástirnis varð vart
á mynd. Sennilega er það ekki
nema um 1% km. í þvermál, en á
braut sinni umhverfis sólina fer
það inn fyrir braut jarðarinnar.
Þetta smástirni hefir því afar mikla
þýðingu fyrir nákvæman útreikn-
ing fjarlægða innan sólhverfis vors.
Sporbrautir jarðar og Geographus
umhverfis sólina.
Braut þess hefir verið reiknuð og
kemur það í námunda við jörðina á
þriggja ára fresti. Árið 1969 verður
það næst jörðu, eða nær henni
heldur en nokkurt annað smástirni,
og verða þó fjórar milljónir mílna í
milli. Þetta smástirni hefir verið
nefnt „Geographus“.
Halastjörnur eru laus grysja af
ryki og gasi. Þess vegna hefir þeim
verið lýst svo að „þær komist næst
því af öllum hlutum að vera ekk-
ert, og vera þó eitthvað". Þær
ganga umhverfis sól á mjög aflöng-
um sporbrautum. Við ljósmynd-
unina fundust 11 nýar halastjörnur,
allar af tilviljun. Ein þeirra var
mjög einkennileg, því að hún hafði
tvo hala, sem stóðu út af henni í
hér um bil réttan vinkil.------
Það var sumarið 1949 að byrjað
var á því að ljósmynda himingeim-
inn. Þessu verki var lokið 11 maí
s.l. og höfðu þá verið teknar og
fullgerðar 1758 myndir. Verkið tók
nær helmingi lengri tíma heldur en
ráð hafði verið fyrir gert. Varð
margt til tafar. Sumar myndirnar
urðu þeir að margtaka áður en
þeim líkaði hvernig þær voru.
Slæmt skyggni hamlaði stundum
vikum og mánuðum saman. Og
þegar tunglsljós var bjart, var ekki
hægt að mynda, því að þá kom
einsog hula á myndirnar.
Eftir sjö ár er nú komið fullkom-
ið ljósmyndakort af himinhvelinu
eins og það sést frá Palomar. Um
100 háskólar og stjömuvísinda-
stöðvar um allan heim, hafa gerzt
áskrifgndur að þessu korti. Og þeg-
ar farið verður að rannsaka það
betur, má vænta ýmissa stórra
tíðinda, því að myndirnar fela í sér
fjölda rannsóknarefna, sem ekki
hefir verið gefinn gaumur enn.
Eldspýtnaverzlun
DANSKA blaðið „Information“ segir
þessa sögu:
Maður kom gangandi eftir gangstétt-
inni, einn, tveir — einn, tveir. Hann
nam staðar hjá sölutumi og þegar röð-
in kom að honum sagði hann:
— Eg ætla að fá einn eldspýtna-
stokk.
— Gerið svo vel, hann kostar 12
aura, sagði afgreiðslustúlkan.
— Bíðum nú við, það er réttast að
ég fái tvo stokka.
— Gerið svo vel, þeir kosta 25 aura,
sagði stúlkan.
— 25 aura? endurtók maðurinn.
— Já, þeir kosta 25 aura.
— Nú, mér var samt kennt í skólan-
um að tvisvar sinnum 12 væri 24.
— Já, en stokkarnir kosta 25 aura.
— Finnst yður það ekki undarlegt?
— Jú, en svona er nú þetta, sagði
stúlkan.
— f>á ætla eg ekki að fá neina einn
stokk — 12 aurar, gerið svo vel.
Og maðurinn helt áfram för sinni
— einn, tveir. En þegar hann hafði
gengið svo sem fimm eða sex skref,
þá sneri hann við — einn, tveir! Og
svo gekk hann að sölutuminum —
einn, tveir, einn tveir!
— Hvers óskið þér? spurði stúlkan.
— Eg ætla að fá einn eldspýtna-
stokk, einn af þessum sem kosta 13
aura.
— Gerið svo vel, sagði stúlkan og
brosti ofurlítið. Það em aðeins 12
aurar. Einn eldspýtnastokkur kostar
12 aura.
— Þakka yður fyrir, sagði maðurinn
og brosti líka, því að hann var sér
þess meðvitandi að hafa gert góð
kaup.
Þetta er sönn saga og gerðist hér í
Danmork nýlega.