Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5» réttindi og sjálfstæði kantónanna, og þær hafa sín eigin stjórnskip- unarlög, sem ríkið má ekki hrófla við. Einkennilegt er það í Sviss, að í héruðunum þar sem franska er töluð eru menn aðallega mótmæl- endatrúar, en kaþólskir í þeim hér- uðum þar sem þýzka er töluð. En einmitt þetta einkennilega fyrir- bæri um trúarbrögð og tungu, sýn- ir hve nauðsynlegt það er, að kantónurnar hafi sjálfstjórn. Svissneska ríkið komst á fót í lok 15. aldar, en það var ekki lýð- veldi þá. Þar var þá höfðingja- stjórn, og höfðingjaættirnar réðu öllu. Borgirnar gengu á hlut sveit- anna og kantónurnar sýndu hver annari yfirgang. Það var franska byltingin sem breytti þessu. Frakk- ar slógu verndarhendi sinni yfir Sviss og réðu þar í 15 ár. Þjóðin hataði þá, en þeir komu á ýmsum breytingum sem haldast enn. Þeir stöðvuðu illindin milli kantónanna og gerðu þær að sjálfstæðum landshlutum. Þeir tryggðu einnig jafnrétti tungumálanna. Á þessu hefir engin breyting orðið, en nýja stjórnarskráin, sem var sett 1848, var sniðin eftir stjórnarskrá Bandaríkjanna og þá var komið á tveggja deilda þingi. Síðan hafa verið gerðar nokkrar tilraunir um að koma samræmi á í löggjöf kantónanna. En Svisslendingar eru vanafast- ir. Þeir gleypa ekki við hverri ný- ung og breytingum, sem þeir eru ekki vissir um að sé til bóta. <t^S®®®G>w_? Sir Thomas Beecham vill ekki hafa konur í hljómsveit sinni. — Ástæðan er sú, segir hann, að ef þær eru laglegar þá trufla þær hljóm- sveitarmennina, og ef þær eru ljótar, þá írufla þær mig. . , ^ t r-^ Smásagan: TVÆR UM BOÐID Eftir Rudyard Kipling EFTIR HJÓNABANDIÐ kemur aftur- kippur, stundum tilfinnanlegur, stundum ekki mikill; en hann kemur altaf fyr eða seinna, og verða þá báð- ir aðiljar að sigla milli skers og báru, ef þeir vilja ekki eiga ævinlangan andróður fyrir höndum. Hjá þeim Bremmils-hjónunum kom þessi afturkippur ekki fyr en þremur árum eftir giftingima. Bremmil vildi vera húsbóndi á sínu heimili, en hann var þó inn ágætasti heimilisfaðir þang- að til barnið dó og frú Bremmil fór í sorgarklæðnað og mornaði og þomaði og syrgði eins og botninn hefði fallið úr tilverunni. Bremmil hefði ef til vill átt að hugga hana. Hann reyndi það líka, en það varð aðeins til þess að hún syrgði enn sárar, og jafnframt varð þá Bremmil önugri. Sannleikurinn var sá, að þau þurftu bæði að reka sig á. Og þau fengu það. Frú Bremmil get- ur brosað að því núna, en henni var ekki hlátur í hug meðan á því stóð. Frú Hauksbee kom í spilið og henni fylgdu altaf vandræði. í Simla var hún kölluð „stormfuglinn", og hún hafði unnið til þess heitis fimm sinnum að minnsta kosti, svo mér sé kunnugt um. Hún var lítil, dökkleit og grönn, næst- um holdskörp. Augu hennar voru stór, síkvik og djúpblá, og hún var framúr- skarandi elskuleg í viðmóti. Hún var greind, fyndin, vel klædd og bar af flestum kynsystrum sínum; en hún var haldin mörgum illgjömum og hrekkj- óttum djöflum. Hún gat þó verið ósköp blíð, jafnvel við konur. En það er önn- ur saga. Bremmil fór að slá sér út eftir að barnið dó og armæðuna, sem af því leiddi. Og frú Hauksbee fangaði hann. Hún var aldrei að fara í felur með það ef hún náði tangarhaldi á ein- hverjum. Hún fangaði hann opinber- lega og sá um að allir gæti séð það. Hann brá sér á hestbak með henni, hann gekk með henni og talaði við hana, bauð henni að borða og drakk með henni hjá Peliti, þangað tii all- ir sperrtu brýrnar og sögðu „Hræði- legt!“ En frú Bremmil sat heima og handlék föt látna barnsins og grét ofan i tóma vöggu. Hún hugsaði ekki um neitt annað. Nokkrar elskulegar kunningjakonur hennar sögðu henni þó frá því hvemig komið væri, svo að hún skyldi finna nýabragðið að því. Frú Bremmil hlustaði róleg og þakk- aði þeim fyrir hugulsemina. Hún var ekki jafn greind og frú Hauksbee, en hún var enginn kjáni. Hún hugsaði sitt mál og minntist ekki einu orði á það við Bremmil hvað hún hafði heyrt. Það hefir aldrei leitt neitt gott af sér að kryfja eiginmann sagna, eða gráta yf- ir honum. Þegar Bremmil var heima, en það var ekki oft, var hann alúðlegri en hann átti að sér að vera. Þar kom hann upp um sig. Hann reyndi að vera alúðlegur bæði til þess að friða sam- vizku sina og gleðja frú Bremmil. En hvort tveggja mistókst. Svo kom boðskortið frá þeim há- göfgu Lord og Lady Lytton, þar sem þau buðu Bremmilshjónum heirn til sín á Peterhof kl. 9,30 inn 26. júní. „Dans“ stóð í neðra homi kortsin* vinstra megin. „Eg get ekki farið“, sagði frú Bremmil, „það er of skammt síðan elsku litla Florrie dó . . . en þú getur vel farið, Tom“. Henni var alvara þá, og Bremmil sagði að hann mundi líta þar inn til þess að sýna sig. Honum var ekki al- vara, og frú Bremmil vissi það. Hana grunaði — og grunur kvenmanns er miklu öruggari en vissa karlmanns — að hann hefði þegar ákveðið að fara þangað með frú Hauksbee. Og svo sett- ist hún niður til að hugsa málið, og hún komst að þeirri niðurstöðu, að endurminningin um dáið bam væri minna virði en ást lifandi eiginmanns. Hún gerði sér áætlun og ákvað að framfylgja henni. Á þeirri stund fann hún, að hún gjörþekkti Tom Brenunil, og hún setlaði að nota sér það. .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.