Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 67 l/r lífi alþýðunnar Veðurteppt í Drangey UM MARGRA ára bil hafði faðir minn Jón Konráðsson í Bæ, Drangey á Skaga firði á leigu til slægna og beitar. Flest árin létum við gemlinga fram á eyna fyrir sumarmál og stundum fyr, náðu þessar kindur oft ótrúlega miklum þunga bæði á kjöt og mör. Man eg eftir veturgamalli kind, sem hafði 37 pund af mör og kjötfita var eftir því. Kindur þessar voru teknar snemma sumars og seldar á Siglufjarðarmark- að. Eifitt var að koma þessum kind- um fram og flytja þær burt þar sem að hala þurfti þær upp á brúnarhelluna, einnig kom fyrir að þær fóru niður í bjarg þar sem illfært eða ófært var að ná þeim nema að skjóta þær. Aí þess- um orsökum var hætt við þessa fjár- flutninga. En heyskap stunduðum við á eynni í mörg ár, settum heyið vanalega sam- an frammi á eynni og fluttum það í land um vetur. Settum þá heyið í poka og bagga og létum það detta og velta niður í fjöruna, þetta gekk alltaf vel, en nokkuð áhættusamur flutningur var þetta og fyrir kom að við náðum ekki heimahöfn með flutninginn. Mikið var gaman að heya í Drangey og altaf var það tilhlökkun að fara þangað. Ekki spillti það þegar síldar- skipin voru allt í l'-ring um eyna að veiðum og sjórinn oft flekkóttur af síld og vitanlega sáum við torfumar mikið betur en skipsmenn, þar sem við stóðum svo hátt. Ekki er hægt að neita því að eitthvað tafði þetta fyrir hey- skapnum, en til málsbóta höfðum við það, að þegar þannig stóð á þá unnum við mest af sólarhringnum. Einhver minnisstæðasti heyskapur í Drangey var þó þegar við systkiniin þrjú, Konráð nú búsettur í Reykjavík, Geirlaug frú í Borgamesi og eg sjálf- ur, urðum veðurteppt vikutíma í eynni. Við vorum bara 3 frammi þá, vorum búin að vera þar um tíma við heyskap- inn, vorum að verða búin að heya og einnig að verða búin með matinn. En þá gekk upp með norðan sjó og illviðri. Ekki þarf mikið að vera að veðri þar, svo ekki sé lendandi og fengum við nú ao kenna á þessu. Við bjuggum í torf- byrgi og strengdum striga yfir þakið. Eittlivað lak þakið, svo ekki var vistin beint glæsileg, en samt leið okkur illt afspumar ef hann axmað hvort skyldi drepast úr hungri, eða verða fluttur sem sveitalimur á fæðing- arhrepp sinn í öðrum landsfjórð- ungi“. Þetta hafði þau áhrif, að árið eftir voru séra Þorkeli veitt- ir 150 rdl. sem uppbót fyrir það tjón, er hann hefði beðið við sölu Hólastóls. Þetta sama ár sótti Þorkell um lausn frá prestsembætti, en gegndi því þó fram á sumar 1817. Hann andaðist 1820 á Hólum, 82 ára, „félaus með öllu og hafði lengi verið. Hann hefir einna mest orð fengið af jafnlyndi sínu“. (Esp.) ----------------o---- Séra Þorkell vígði Pál skóla- meistara 1814 til prests að Stað á Reykjanesi og var Páll þá sextug- ur ,en séra Þorkell 76 ára. Þannig « kvöddust tvær seinustu kempum- ar á Hólum, og segir Espólín að menn hafi ætlað að sú vígsla mundi seinust fram fara í Hóla- kirkju. Nú var ekki lengur staðarlegt á Hólum. Farið var prentsmiðjuhús- ið, öll skólahúsin og fjöldi annara húsa. En eitt hús stóð þar enn, er umbyltingin megnaði ei að leggja að grimni. Það var dómkirkjan, sem Gísli biskup hafði verið svo forsjáll að byggja úr steini. Vegna hennar fór aldrei eins illa um Hóla eins og Skálholt. Hún stóð þar og helt vörð um minningar og menningu liðinna alda. Og vegna hennar helzt stöðugt meðal Norð- lendinga orðtakið: „Heim að Hólum!“ Á. ó. sæmilega og ekki sultum við, því svo lánsöm vorum við að Konráð hafði riffil með sér og skaut hann ritu og íýlung, en nokkuð var þetta einhæf fæða og af því fekk eg einhverja maga- verki, hinum tveim til mikillar ánægju — og ekki vissi eg fyr en þá að þau væru skáldmælt. Nú víkur sögunni í land til foreldra okkar. Vitanlega urðu þau mjög ugg- andi okkar vegna, fram í eyðieynni áttu þau aleiguna, 3 bömin, vissu að þau myndu matarlítil eða matarlaus orðin, og gerðu sér vitanlega margar hugmyndir eins og gengur. Þó huggaði pabbi sig með því að Konráð hafði riffilinn og einnig voru kindur frammi, ef harðnaði á dalnum. Láðan þeirra i landi var því mun verri en okkar. Þessa viku gerði pabbi þrjár atrenn- ur að reyna að ná okkur, en ekki var viðlit að komast nærri landi og ekkert heyrðist hvað við sögðum fyrir brim- hljóði. Við benturn þó upp í okkur og svo upp í bjargið og það skiidu þeir, að við myndum ná í fugl til matar. Það man eg að eitthvað vorum við dauf í dálkinn þegar við horfðum á eftir bátnum hvað eftir annað í land aftur, en ung vorum við og léttlynd í þann tið, svo að ekki létum við þetta lengi á okkur fá. Eitthvað vorum við samt uggandi því oft geta liðið fleiri vikur sem ekki er hægt að lenda í eynni. Þetta fór samt betur, því loks mink- aði kvikan og stormurinn og þá var ekki beðið boðanna, en reynt að setja niður lítinn bát sem við höfðum hjá okkur. Við settum fram í flæðarmál og settum Geirlaugu upp í, biðum eftir lagi og ýttum svo í drottins nafni. En mikið sagðist Geirlaug hafa verið hrædd í það skipti, að við myndum ýta bátnum en ekki komast uppí sjálfir. Á miðjum firði mættum við mótor- bátnum, sem ætlaði nú að reyna í eitt skipti enþá. Allt endaði þetta með á- gætum, og nokkur ár heyuðum við frammi eftir þetta. Þetta mun hafa verið um 1923 eða 24. Flest ár mun vera heyað í eynni og mjög oft hefir hún bjargað í harð- indum að vori, því þá fóru menn fram og slógu sinu. Grasið er þama geisi- mikið svo að erfitt er að ganga um eyna þess vegna. Gróðurinn kemur líka mikið fyr en í landi, svo að oft er komið sláandi gras þar þegar lítið er meira en sauðgróður í landi. Fyr á tímum var sagt að Drángey væri mjólkur-kýr Skagfirðinga. Þetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.