Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Síða 16
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS undir eyru og fór svo með mig um ©tai mjóstræti, skemmstu leið inn í miðborgina. Þegar við komum að gisthúsinu, rétti eg honum 20 peseta seðil. Hann hristi höfuðið og stakk hönaunum aftur fyr- ir bakið. Eg helt að honum þætti þetta of lítið, svo að eg bæíti öðrum seðli við. En það var sama — hann vildi ekki taka við þessu. í vandræðum mín- um náði eg í hótelþjón og skýrði hon um frá þessu. Hann átti langt tal vi stráksa og sagði svo við mig: „Hann segist ekki vilja pening; Hann segir að það sé sitt hvað að biðj beininga, eða að gera vini sínu greiða". Skömmustulegur var eg þegar stakk seðlunum aftur í vasa min’- BRIDGE Þú ert S og hefir þessi spil á hendi: A K D 9 V 8 5 ♦ Á D 7 6 * K 8 5 3 Þið eruð sagnir: í hættu og nú hefjast S V N A 1 t. 1 sp. tvöf. pass pass ? 2 hj. pass pass Hvað áttu nú að segja? Allar líkur benda til þess að sögnin hjá V hafi verið villusögn, þar sem N tvöfaldaði og þú hefir þrjá góða spaða á hendi. Það er því bezt fyrir þig að segja 2 spaða. N á að skilja að það sé styrkt- arsögn, eins og hann hefði opnað með spaðasögn. Þetta er gott ráð til þess aö afhjúpa villusagnir. <-^ð®®®G^J LÝSISLAMPARNIR voru venjulega steyptir úr kopar. Þeir virðast ekki hafa verið notaðir her um langan aldur; munu vart nokkr- ir þekkjast eða hafa fundizt, sem ætl- að verður um að sé eldri en frá síðari hluta 18. aldar. Fyrrum hafa helzt ver- ið notuð hér, eins og víðar, Ijósáhöld Á kjarnorkuold Talið er, að innan fárra ára verði það algengt að sjá slikar byggingar sem þessa meðfram þjóðvegum Bandaríkjanna. Þctta er kjarnorkustöð, sem reist hefir verið í þágu friðsamlegs athafnalífs. Hún á að framleiða raforku til almenningsþarfa. Verið er nú að reisa 3 slíkar stöðvar í Bandaríkjunum, og fjórar eru í undirbún- ingi. Segja má, að þetta sé tilraunastöðvar, því að margt er enn á huldu um hvernig unnt muni að hagnýta kjarnorkuna á heppilegastan hátt til rafmagns- framieiðslu. Menn búast við að rafmagn frá þessum stöðvum verði ekki ódýr- ara en rafmagn frá vatnsorkustöðvum er nú, en með aukinni þekkingu og reynslu muni unnt að framleiða rafmagn í kjarnorkustöðvum svo ódýrt, að aðrar orku- lindir geti ekki keppt við það. úr steini. Nafnið kola er að sjálfsögðu eldra nafn en lampi hér á landi, en þó þekkist nafnið lampi allt frá miðri 14. öld, löngu áður en lýsislampar af þeirri gerð, er tíðkuðust á 18. og 19. * öld, voru til. Orðið lampi komst úr grísku inn í frakknesku og síðan þýzku og þá inn í Norðurlandamálin. — í heimsófriðnum fyrri, 1914—18, urðu menn sums staðar að sætta sig við lýsislampana gömlu, þar sem þeir þá enn voru til. (Iðnsaga íslands). DRAUMUR Séra Hákon Snæbjarnarson á Álfta- mýri (d. 1798) dreymdi þann draum, að hann þóttist vera í rúmi sínu, og að draugur kæmi þar að sér úr garð- inum er ætlaði að vinna honum tjón. Hann þóttist verða yfirsterkari og hrekja hann út úr bænum, grípa hríslu á hlaðinu og hýða hann á undan sér út í kirkjugarð og ofan í eitt leiðið. Hann þóttist aðgæta, að á einum stað var hestfar í það, og að því búnu þóttist hann ganga heim og kasta hríslunni á dyrakampinn, um leið og hann gekk í bæinn. Þá hann vaknaði um morg- uninn, kvaðst hann hafa verið að hugsa um drauminn og að vanda farið á fæt- ur, gengið út, litið upp á kampinn og séð þar hrísluna. Þar næst farið út í kirkjugarð og fundið eftir draumnum hestfarið í leiðinu. (Fr. Eggerz). <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.