Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 8
100 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Súez-skurðurínn er lífœð margra þjóða GREIN þessi er eftir Glen E. Edgerton hershöfðingja, en hann er eini ; ameríski verkfræðiráðunautur stjómar Súez-skurðarins. En auk þess er hann forstjóri stjórnar Panama-skurðarins. CÚEZ-SKURÐURINN er ^ það mannvirki, sem mestum breytingum hefir valdið á sam- göngum í heiminum. Og eins og öllum er kunnugt, getur hann vald- ið stórtíðindum í heimsmálunum. Hann er lífæð ótal þjóða, en eink- um þó Englands og Vesturlanda, í Evrópu. Eisenhower forseti hefir látið svo um mælt, að skurðurinn hafi úrslitaþýðingu fyrir viðskipti Bandaríkjanna og yfirleitt sé hann „lífæð allra þjóða í heiminum“. Þér getið gert yður ofurlitla hugmynd um réttmæti þessarar staðhæfing- ar, ef þér eruð staddur í Phila- delphia og horfið þar á að olíu er dælt upp úr stórskipi, sem komið er frá Kuwait. Þegar þessi eini farmur hefir verið hreinsaður, þá nægir hann til að fylla bensín- geyma 300.000 bíla. Vöruflutningar Bandaríkjanna um skurðinn námu ekki nema einni milljón lesta árið 1938, en rúmlega 11 milljónum lesta árið 1955. Það var ekki allt olía, held- ur einnig gúm og manganese, sem stálverksmiðjur vorar þurfa til brúnum Capuchin-kufli og hefir dregið griplurnar á hendur sér. Hann réttir fram aðra höndina svo að menn geti kysst á hana. Hann er lítillátur og kurteis, en hefir engan tíma til að sinna forvitnum mönnum, sem koma aðeins til þess að sjá hann. (Úr „The New Yorl; Times Magazine") þess að herða stál. Um skurðinn fer helmingur af þeirri olíu, sem Evrópa þarfnast, eða um 50 millj gallóna á hverjum degi til jafnað- ar. Skurðurinn kemur alls staðar ’l við sögu — jafnvel meðal náttúru- fræðinga, því að ýmsar fiskateg- undir hafa notað hann sem sam- gönguleið. Þannig hafa ýmsir fisk- ar, sem áður voru aðeins í Rauða- hafi — svo sem sundkrabbinn „Portunus pelegicus" — flutt sig inn í Miðjarðarhaf og þrífast þar ágætlega. Aðrar fiskategundir hafa flutzt frá Miðjarðarhafi suður á bóginn, svo sem sardínur og haf- hestar ,og af seinni tegundinni úir og grúir nú í Saltvötnunum (Bitt- er Lakes). VIÐHALD SKURÐARINS En fyrir mig sem verkfræðing og ráðunaut Súez-skurðar-stjórn- arinnar, er það mest um vert, að alltaf er verið að grafa þennan skurð. Ef það væri ekki gert, mundi hann brátt fyllast af sandi. í lok nóvembermánaðar blæs vindur, sem þeir kalla „muknessa“ (sóflinn). Undir lok marzmánaðar blæs vindur, sem þeir kalla „awa“ (kattarhvæsið), og síðan kemur „khamsin“ (50 daga stormurinn). Þessi stormur er þó ekki stöðugur, en skellur á með klukkustundar byljum. En þá er sandrokið svo mikið, að alla máiningu skeíur af bílum og örfínn sandur kemst inn í myndavélar og armbandsúr. Einhvern versta sandbylinn gerði 1911, og bar hann þá á einni viku 105 milljónir teningsfeta nið- ur í skurðinn. Væri sá sandur kominn í eina hrúgu mundi hún vera álíka stór og pýramídinn mikli. Bylgjur og straumar eta einnig úr bökkum skurðarins, sérstaklega bylgjur frá skipum, sem þar eru á ferð. Viðhald skurðarins er því eitt af mestu vandamálum þessarar aldar. En auk þess verður stöðugt að breikka skurðinn og dýpka hann, vegna þess að skipin verða alltaf stærri og stærri. Vekfræð- ingar eru því önnum kafnir við teikningar frá morgni til kvölds,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.