Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 14
106 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Álagablettir í Keflavík vestra 17'EFLAVÍK norðan Súganda- fjarðar er eitt af inum afskekktu býlum íslands. Leiðin þangað úr Súgandafirði liggur undir fjallinu Gelti og eru þar samfeldir klettar upp á fjallsbrún og hætt við grjóthruni; auk þess verður að sæta sjávarföllum og er öll leiðin ill yfirferðar. Norðan við Keflavík er fjallið Öskubakur, mikið fjall, og er löng og illfær leið undir honum til Skálavíkur. Keflavík var kostajörð að ýmsu leyti og því helzt þar við byggð vonum fraipar. Árið 1920 var reist- ur þar viti (Galtarviti) og íbúð- arhús handa vitaverði. Hafa vita- verðir síðan haft afnot jarðarinn- ar. Á afskekktum stöðum skapast oft allskonar þjóðtrú og ýmsar sög- ur eru af því frá Keflavík. Hér skal þó ekki minnst á annað en álagablettina þar, og er sú saga athyglisverð. Hér er hún tekin eft- ir frásögn Kristjáns G. Þorvalds- sonar á Suðureyri í Súgandafirði. — O — í Keflavík höfum vér heyrt þrjá álagabletti nefnda, en vitum ekki til þess, að neinn bóndi þar hafi þekkt nema einn þeirra, og sitt á hvað. í bernsku heyrði eg ekki talað um annan álagablett þar en Álfatrumbu, þúfu í túninu, þar sem það er bezt. Gömul kona var lengi á bernskuheimili mínu. Hafði hún búið í Keflavík árin 1853— 1857. Hún sagði að Álfatrumba væri burstmynduð einsog lítið hús. Eitt sumar sló maður hennar Álfa- trumbu, þvert á móti vilja henn- ar, en um veturinn misstu þau einu kúna sína, og var gamla konan sannfærð um, að það var hefnd álfanna fyrir verknaðinn. Eftir 1860 er jörðin í eyði um 4 ár, en byggist þá aftur og allt ókunnugt um álagabletti þar í tíð þess ábúanda. En árið 1886 flyzt þangað Pálmi Lárentíusson og býr þar til 1900. Hann þekkir ekki Álfatrumbu og slær hana á hverju ári án þess að nokkuð verði að. En hann þekkir þar annan álaga- blett, sem heitir Katlatún, og slær hann aldrei. Upplýsingar vantar um hvort þessi álagablettur hefir verið þar frá fornu fari. Pálmi fór frá Keflavík vorið 1900 og var hún óbyggð, þangað til viti var reistur þar 1920 og fyrsti vita- vörðurinn settist þar að. Hann hét Oddur Sæmundsson. Hann hafði ekki heyrt neitt um þessa álaga- bletti og slær Álfatrumbu árlega og Katlatún stundum, án þess að neitt illt hlytist af. Aftur á móti sagði hann að sér hefði verið sagt frá þriðja álagablettinum í Stefnis- hlíð upp af Norðurtúni. Er þar grasblettur, sem hefir ekki neitt sérstakt nafn. Svo virðist sem fyrri ábúendur hafi ekki haft hugmynd um að þetta væri álagablettur. Oddur sló blettinn einu sinni, en árið eftir missti hann 30 kindur. Þessi staður hefir verið seinni vita- vörðum kunnur sem álagablettur. Frásögn þessi bendir til, að það muni vera vítalaust að slá álaga- bletti ef menn þekkja ekki álögin. KONA nokkur hafði verið skorin upp og vaknaði ekki aftur. Lá hún lengi í dauðadái og sátu þeir yfir henni lækn- irinn og maður hennar. Að lokum sást ekki neitt lífsmark með henni og þeir ’ieldu að hún væri dáin. „Eg skil ekkert í því að hún skyldi ekki afbera þetta“, sagði læknirinn, „hún sem var svo ung og hraust“. „Hún var nú ekki ung, orðin 43 ára“, sagði maður hennar. „42 ára“, sagði likið. Undramálmur ÁRIÐ 1818 fann sænskur vís- indamaður nýa málmtegund sem fekk nafnið lithium. Ekki þótti mikið til þessa koma, og svo liðu 125 ár, að menn höfðu ekkert gagn af þessum málmi. Hann var jafn- vel svo lítils metinn, að hans var ekki einu sinni getið í merkum efnafræðibókum fyrir fáum árum. Ekki var það þó vegna þess, að málmur þessi sé svo sjaldgæfur. Hann finnst yfirleitt alls staðar í jarðvegi. Menn geta varla stung- ið svo skóflustungu, að ekki sé eitt- hvað af lithium í hnausnum. En málmur þessi hefir svo undarlega eiginleika, að menn vissu lengi vel ekki hvort hægt mundi að nota hann til nokkurs. Lithium er léttara en nokkurt annað fast efni, sem þekkist, og það er svo létt, að aðeins tvær gastegundir, helium og vetni, eru léttari. Það er eldfimt og ef log- andi eldspýta er borin að því, þá kemur afarheitur hvítur blossi og það brennur upp að engu. Það dregur í sig raka, en sé það látið í vatn, þá freyðir það eins og sódi. Það var ekki fyr en í seinni heimsstyrjöldinni, að menn sáu að lithium var til margra hluta nyt- samlegt, og var þá farið að fram- leiða það í stórum stíl. Það var til dæmis haft í kafbátum til að hreinsa andrúmsloftið, því að það dregur í sig banvænar gastegund- ir. Það var líka notað í flugvéla- vængi, og settist þá ísing síður á þá. En merkilegasta uppgötvunin var þó sú, að með því að blanda lithium í smurningsolíur, þá urðu þær jafnt nothæfar í mesta kulda sem mesta hita. Vegna þessa var hægt að nota skriðdreka jafnt í brunafrosti sem á sjóðheitum sönd- um Sahara. Og flugvélar gátu i \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.