Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 105 um hvort annað“, sagði hann að Iok- um. Eg reyndi að sýna honum fram á að foreldrar hans mundu ekki taka því vel að hann kæmi heim með kyn- blendings stúlku, hálfgerðan Indíána, sem ekki hefði hugmynd um hvort jörðin væri flöt eða hnöttótt, vissi alls ekki hvemig bók væri útlits og hefði aldrei séð vatnssalerni á ævi sinni til dæmis. Mér fannst eg bera nokkra ábyrgð gagnvart foreldrum hans, og neitaði því alveg að verða við ósk hans. Eg sagði að við tveir skyldum fyrst fara til Bolivar og ráða þar ráðum okkar. En Jack var ekki á því, hann sagði að ef eg vildi ekki hjálpa sér, þá mundi hann finna ein- hver önnur ráð. Næsta dag fórum við Rojo aftur út í skóg, og þegar við komum heim var Jack enn ástfangnari en áður, og Carmelita var í sjöunda himni. Hún hafði fléttað blóm inn í hár sitt, eins og Maya-stúlkur gera og eg sá að hún var í uppnámi af fögnuði. Augu hennar tindruðu og í hvert skifti sem henni varð litið á Jack, sá eg að barm- ur hennar hófst og svall. Þetta var átakanlegt, og þó enn átakanlegra vegna þess að Rojo sá ekki að hverju fór. Réttasta ráðið gagn- vart slíkum manni sem honum, hefði verið að kaupa Carmelitu. Eg stakk upp á því við Jack, en hann varð stórhneikslaður, eins og góðum ensk- um skólapilti sæmdi. í hans augum var það forsmán að kaupa hana, nei, hann ætlaði að kvænast henni. Carmelita hafði sýnt honum bláa bletti á handleggjum sínum og fót- leggjum og rautt far á bakinu eftir svipu, sem Rojo hafði barið hana með. Það var því ekki auðvelt að halda Jack í skeíjum. „Hann bítur hana líka“, sagði hann æstur, og varð svo hneikslaður á því að eg skyldi ekki segja neitt. „Þú verður að hjálpa mér“, sagði hann seinast með grátstafinn í kverkunum. Og þá lét eg undan. Næsta morgun fór Rojo í langferð niður eftir fljótinu, en við földumst á bátnum bak við tanga nokkurn, þangað til Carmelita kom til okkar. Við hröðuðum ferðum þennan dag, því að mér var ekki um þá hugsun að Rojo hefði máske snúið aftur og elt okkur til að ná í stúlkuna. Við sett- umst ekki að fyr en tunglið var kom- ið á loft. Eg breiddi flugnanetið mitt yfir þau Jack og Carmelitu, en hreiðr- aði um sjálfan mig á öðrum stað. Fulla klukkustund sat eg og reykti og var að hugsa um þessa krakka. Eg hugsaði líka um Rojo og um það að eg þyrfti að fá mér kínín þegar eg kæmi til Bolivar, og svo um ýmislegt annað. Svo fór eg að sofa. Daginn eftir var Jack óvenju þögull, en eg fór að búa undir þriggja daga ferð inn í skóginn. Mér komu einkamál Jack ekkert við — mitt erindi var að finna nytjavið í skóginum. Eg skildi þau því eftir. En er eg kom aftur til bækistöðvanna, varð métr þegar ljóst að allt var breytt. Carm- elita var önug. Það getur verið að henni hafi verið illt í maganum, því að hún hafði etið allt sírópið okkar og það sem hvítmaurarnir höfðu skil- ið eftir af sykri. Jack sat við fætur hennar og var tilbeiðslan sjálf. Hann hafði bundið um meiðsl henn- ar, og svo hafði hann gefið henni armbandsúrið sitt. Eg held jafnvel að hann hafi þvegið henni um höfuðið og hann vildi ekki láta hana amstra í því að elda matinn. Þá um kvöldið fóru þau snemma inn í tjaldið, og rétt á eftir heyrði eg hávaða í Carmelitu og að hún var reið. Hún talaði á spönsku og skipaði Jack að fara frá sér. Litlu seinna skreiddist hann út úr tjaldinu og kom þangað sem eg sat. „Varð ykkur sundurorða?" spurði eg. „Eg get ekki þóknast henni. Henni líkar ekki neitt. Hún segist vera orð- in hundleið á mér út af því hvemig eg fari með sig. En hamingjan veit, að enginn gæti verið henni betri en eg er. Er það ekki satt?“ Eg var nú ekki viss um það. Frá sjónarmiði Carmelitu sá eg að henni hentaði betur önnur meðferð, því að hvort sem hún var sér þess meðvit- andi eða ekki, þá hentaði henni aginn bezt. Það þurfti að dusta hana til, jafn- vel þótt hún fengi marbletti af því. Það var henni krydd lífsins. Jack var ekki maður til þess að fara með hana eins og Rojo hafði gert, berja hana og skamma hana, því að í fávíslegri meðvitund Carmelitu var það tákn ástar. Eg reyndi að útskýra þetta fyr- ir Jack, og eg kom með tilvitnanir í Schopenhauer og Nietzche, en hvað dugði það þegar Jack gat ekki skilið? Hann vissi ekki hvað það var að vera húsbóndi á sinu heimili. Honum gat alls ekki skilist að til væri þær konur, er beita yrði líkamlegu ofbeldi, og það hefði hann aldrei getað gert. En Carmelita þurfti á því að halda að hún væri dustuð tiL Eg stakk upp á því að hann skyldi ekki kvænast henni fyr en hann hefði talað við foreldra sína. Hann horfði á mig um stund og sagði síðan: „En nú er svo komið, að eg verð að kvænast henni". Eg gekk þá til náða. Þegar unglings- piltur lítur á mann með þessum svip og segir þessi orð, þá geta ekki einu sinni guðirnir hjálpað. Jack svaf hjá mér þessa nótt og við vöknuðum ekki fyr en sólin var komin hátt á loft. Eintrjáningurinn var horfinn. Carmelita hafði tekið hann og lagt á stað til hins ruddalega fyllirafts síns, þar sem hún gat átt von á að njóta þess að vera lúbarin. Mér kom þetta ekki á óvart, en æsk- an hefir hæfileikann til að þjást, og Jack tók sér þetta mj*g nærri. Mér þótti verst að missa bátinn og verða nú að ganga hina löngu leið til Bolivar. „Hvað ætli verði nú um hana?“ sagði Jack einu sinni. Og eg hreytti úr mér: „Hún fer til hans svo að hann berji úr sér grill- urnar, og á eftir liggur hún ánægð í faðmlögum við hann“. „Heldurðu að hún geti orðið sæl?“ „Hvorki sæl né vansæl. Líf hennar er allt of einfalt til þess að þar kom- ist að nokkur hugsun um sælu eða vansælu. Enda skiftir það engu máll fyrir hana, mig eða þig“. Við komumst alla leið til Bolivar og þar skildum við. Jack fór heim tii Trinidad til þess að búa sig undir skólavistina í Oxford, en eg hélt áfram upp með Orinico, safnaði þar sýnis- hornum af timbri fyrir stjórnina, barðist við maura og margfætlur og drakk svo óhreint vatn, að svín hefði ekki getað verið þekkt fyrir að baða sig í því. Tíu mánuðum seinna kom eg aftur til Bolivar. Eg spurði um Rojo. Mér var sagt að hann væri enn á sama stað og Carmelita væri hjá honum. Eg spurði hvort hann mysþyrmdi henni enn. Nei, ekki svo mjög sem áður, því að nu hefir hún átt bam, og það er ekki nema mánaðar gamalt. Þetta barn varð mér talsvert um- hugsunarefni. I ►

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.