Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1957, Blaðsíða 1
11. tbl. jÝlarumWa&á in$ Sunnudagur 17. marz 1957 XXXII árg. Ferðalag um Migeriu Þjóðlífsmyndir, staðhættir og markaður fyrir íslenzka skreið Þóroddur Jtnsson stórkaupmaður hefir tvívegis farið til Nigeríu til þess að greiða fyrir sölu á íslenzkri skreið og kynnast viðskiptavin- unum þar. Hefir hann ferðast um landið þvert og endlangt og kynnzt þar ýmsu, sem gaman er að vita, einkum þar sem hér er um að ræða eitt af hinum nýu viðskiptalöndum vorum. A5 beiðni Lesbók- ar hefir har.n því tekið saman eftirfarandi grein fyrir lesendur hennar. lyiGERIA er stórt land og liggur að botni Guinea-flóans á vest- urströnd Afríku. Þetta er „svart“ land, þar eiga heima um 32 milljón- ir manna, en þar af eru aðeins 18 —19 þús. hvítra manna, og eiga þeir aðallega heima í stærstu borg- unum, Lagos og Kano, sem er langt norður í landi. Landið er að vísu talið brezk nýlenda. Bretar byrjuðu á því að kaupa eyna Lagor af Svertingjahöfðingja þeim, sem þar átti fyrir að ráða, og greiddu honum kaupverðið í gulli. Síðan færðu þeir sig upp á skaftið og gerðust verndarar hinna ýmsu höfðingja, þar til svo var komið að þetta var kölluð brezk nýlenda. En þar er engin nýlendukúgun, eins og óvandaðir menn vilja vera láta, heldur er þar hið mesta frjáls- ræði. Utanríkismálin eru að vísu í höndum Breta, og þeir eiga aðal bankana þar í landi. En verslunin er frjáls. Svertingjar kaupa sjálfir vörur erlendis og selja sínar vörur til útlanda, og þeir eru að koma sér upp eigin bönkum og efla þá. Þó langt sé frá íslandi til Nig- eríu, er auðvelt að komast þangað með flugvélum. Öll helztu flug- félög álfunnar, sem senda flugvélar til Suður-Afríku, láta þær koma við í Kano. En bezt er að fara fyrst til London og fljúga svo þaðan til Lagos, það er tæplega sólarhrings ferð. Eg fór héðan á föstudags- morgni og var kominn til Nigeríu kl. 7 á mánudagsmorgni, og hafði þó farið aðra leið, frá London til Róm og þaðan til Kano. tiiii 1 Þoroddur Jonsbon og tveir skreiðarkaupmenn í Nigenu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.