Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1957, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 233 Dularfuliir . « ourðir meðal frumstæðra manna pLESTIR HAFA eflaust heyrt getið um galdramenn í Afríku og víðar, sem leggja á menn að þeir skuli deya að ákveðinni stundu — og þeir deya. Frásagnir um þennan „galdur“ koma eigi að- eins frá Afríku, heldur gerast slík- ir atburðir meðal Voodooistanna á Haiti, í Indlandi og öðrum Austur- löndum. Þessum „galdri“ hafa ver- ið gefin ýms nöfn, svo sem ju-ju, ill augu o. s. frv. En á miðöldum var þetta kallaður galdur í Evrópu. Eg minnist ferðamanns, sem hafði orðið áhorfandi að þessu á einni af Kyrrahafseyum, og hann sagði mér að skýringin væri sú, að þegar lagt væri á menn að þeir skyldu deya, þá misstu þeir alla lífslöngun, og þess vegna sáluðust þeir. Þetta virðist mjög einföld aðferð til þess að ganga fram hjá stað- reyndum, sem ekki verða skýrðar. En þessi skýring á ekki alls stað- ar við, síður en svo. Nægir hér að geta um atburð, er gerðist í Natal í Suður-Afríku árið 1938, og sagt var frá í blaðinu „Sunday Ex- press“. Þar segir svo, að gömlum innfæddum galdramanni hafi verið stefnt fyrir rétt. Hann var ákærð- ur fyrir að hafa myrt Indverja nokkurn, og ekki nóg með það, heldur hefði hann gert sér „töfra- meðul“ úr líkinu. Málið kom fyrir T. B. Horwood dómara, og hann spurði galdramanninn hvort hann hefði nokkra ósk fram að bera áð- ur en hann væri dæmdur. Galdra- maðurinn svaraði ekki á ensku, en hann hellti bölbænum yfir dómar- ann á sínu máli. Um leið og dóm- arinn kvað upp dóminn, varð hon- um flökurt, og svo leið yfir hann. Innan sólarhrings var hann dáinn. Því verður tæplega haldið fram, að dómarinn hafi misst alla lífs- löngun, þótt hann heyrði Svert- ingja hafa í hótunum við sig. Samt dó dómarinn!! ---- O ---- En vér skulum nú líta á málið frá annari hlið. Ef það er hægt að drepa menn með gjörningum, þá ætti einnig að vera hægt að lækna menn með gjörningum. Galdra- maðurinn sjálfur drepur ekki né særir. En hann notar einhvern ó- þekktan kraft til þess að koma ill- um áformum sínum í framkvæmd. Þeir hella bölbænum yfir menn, og hið sama var áður sagt um fjöl- kyngismenn, fordæður og galdra- menn. Þeir áttu að hafa vald á ósýnilegum krafti til þess að fram- kvæma óskir sínar. Af þessu leiðir, að þennan kraft eða lögmál, hlýtur að vera hægt að nota bæði til góðs og ills. Eng- inn kraftur er illur í sjálfum sér, heldur hvernig með hann er farið. Þrúðtundur, sprengiflugvélar og kjarnorkusprengjur er ekki illt í sjálfu sér, en það er hægt að beita þessu í þágu ins illa, eins og mann- kynið hefir séð. Eru vísindamenn- irnir ekki altaf að bera blak af sér og segja að þeir beri enga á- byrgð á þótt uppgötvanir sínar sé notaðar til tortímingar? Ef til er „svartagaldur“, þá hlýt- ur lika að vera til „hvítagaldur“, það er rökrétt hugsun. Ef til er kraítur, sem hægt er að beita mönnum til tjóns, þá hlýtur líka að vera til ósýnilegur kraftur sem hægt er að beita mönnum til bless- unar. Það má vera sami kraftur- inn, en aðeins beitt á öfugan hátt. Og ef menn fallast á þessa skoðun, þá er auðvelt að útskýra bæði ju-ju og huglækningar. Aðalatriðið er, að menn viti að slíkur kraftur sé til og hægt sé að beita honum bæði til ills og góðs. Nú efast enginn um að huglækn- ar hafa læknað ótölulegan fjölda manna. Margar bækur hafa verið ritaðar um þetta og þar eru færð- ar fram sannanir, sem harðsvír- uðustu vantrúarmenn geta ekki borið brigður á. Stundum heíir verið reynt af veikum mætti að út- skýra þessar lækningar — og þar á meðal lækningaundrin í Lourdes og víðar — á þann hátt, að hér sé um hugsefjun að ræða eða dá- leiðslu. En það er sama hvaða nöfn þessu eru gefin, staðreyndunum verður ekki haggað, og þær sýna að hér hefir einhver kraftur verið að verki. Upp úr aldamótunum kom Rat- ana til London, inn svokallaði „Maori töframaður“. Var þá mikið um hann talað. Hann var innfædd- ur maður frá Nýa Sjálandi, eins og nafnið bendir til, og átti heima í kofa um 224 km frá Wanganui. Blöðin í Nýa Sjálandi sögðu marg- ar sögur af kraftaverka lækning- um hans. Hann tók aldrei þóknun fyrir lækningar sínar. Hann var kristinn. En í kofa hans var fullt af hækjum, sem sjúklingar hans höfðu skilið þar eftir er þeir fengu bata. Margar þúsundir manna höfðu vottað skriflega hvernig hann hefði læknað sig. Tveir prest- ar — annar þeirra var Vilfred Williams, trúboði meðal Maori- manna — rannsökuðu þetta og gáfu opinbera skýrslu um það. Hér- skal aðeins sagt frá einni lækningu hans. Kona nokkur, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.