Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Page 4
240 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þeir krefjast einskis af sjálfum sér. Innra misræmi, siðgæðisveilur, ósátt við samvizkuna, veldur á- rekstrum á heimili, í samstarfi, á vinnustað. 1 öðru hverju húsi eru háðar smástyrjaldir við og við, aðr- ar stærri í verksmiðjum, á skrif- stofum, þingsölum o. s. frv. — allt mismunandi vasaútgáfur þeirra sömu staðreynda, sem birtast í við- skiptum stórvelda og æsa Surtar- loga til endanlegs áhlaups á mann- heim. „Nýir menn, nýar þjóðir, nýr heimur'V segir Buchman. „Það er hægt að draga upp nýjan heim á pappír, en hann verður ekki byggð- ur upp nema með mönnum“. Eftir stríð eignaðist MRA mið- stöð í Caux í Sviss og síðar aðra á Mackinac-eyju í Michiganvatni í Ameríku. Nokkrir íslendingar hafa komið til Caux. Þangað sækja ár- lega menn svo mörgum þúsundum skiptir frá flestum löndum heims, verklýðsleiðtogar og atvinnurek- endur, stjórnmálamenn og mennta- menn, svartir, gulir, hvítir, brúnir. Þar koma menn með margvísleg- ustu trúarskoðanir. Múhameðskur lærimeistari situr þar við hliðina á rómversk-kaþólskum preláta, búddhískur munkur frá Burma eða Japan við hlið kommúnista frá Danmörku eða Ítalíu, hvítur stúd- ent frá Suður-Afríku þjónar svört- um verkamanni frá sama landi til borðs o. s. frv. MRA er ekki trúfélag, ekki sér- trúarflokkur, heldur tiltekin lífs- stefna. Enginn er þar skráður fé- lagi og formlegt skipulag er ekki neitt. Enginn tekur laun fyrir störf i þágu þessarar hreyfingar, allt er sjálfboðastarf og gjafir áhuga- manna standa undir kostnaði. Og öllum er opin leið til hluttöku, hverrar trúar eða lífsskoðunar, sem þeir eru, ef þeir vilja ganga til algerrar hlýðni við boðorðin fjög- ur og hlíta guðlegri leiðsögn, eins og hún býðst að skoðun MRA- manna, þegar hennar er leitað í hljóðri og hlýðinni auðmýkt. IV. Hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir MRA-hreyfingunni og bent á jákvæðan kjarna hennar. Veikar hliðar má vitanlega líka á henni finna, eins og annarri mann- legri viðleitni. En það er í henni alvara, eldmóður, fórnfýsi, sem ekki verður of víða vart nú á tím- um. Hún er grein á meiði kristn- innar, þar sem hún flytur kristinn siðgæðisboðskap og leitast við að ryðja honum nýjar brautir til á- hrifa á mannfélagsmál. Hún talar um gamlar staðreyndir með nýjum raddblæ og fær því áheyrn víða þar sem sömu sannindi mæta dauf- um eyrum. Margir hafa sannfærzt um, að hún hafi bent á eina vísa veginn til raunverulegrar lausnar á vandamálum, sem rísa af árekstr- um stétta, hagsmuna, skoðana, þjóðerna. Hvað bíður mannkyns? Hrun eða andleg reisn. Þjóðimar búa sig undir það að láta vopn skera úr um framtíðarskipan mannfélags- mála á þessum hnetti. Verði gengið til slíks vopnadóms eru örlög jarð- ar ráðin á hinn versta veg. Nú snýst hugsun manna helzt um það, hvorum megin járntjalds verði settar saman öflugri dráps- flaugar. En hinn danski stjórn- málamaður, sem vitnað var til að upphafi þessa máls, bendir á ann- að, sem skiptir meira máli. Hann segir: „Vér skulum ekki halda, að Evrópu, frelsi voru og lýðræði, sem vér unnum af alhug, muni verða borgið, ef vér, sem berjumst gegn kommúnískri byltingu og út- þenslu Sovétríkjanna, breytum ekki að neinu leyti öðru vísi, höf- um engar æðri hugmyndir um stöðu mannsins í alheimi en komm- únistar. Það er ekki stórvægilegur munur á kommúnísku guðleysi og guðlausri efnishyggju á Vestur- löndum — ekki nógu mikill til þess að ná tökum á hjörtum manna“. Og hvað finnst mönnum um þessi ummæli vesturþýzka ráðherr- ans Oberlánders á fyrrnefndri ráð- stefnu í Strassborg: „Eg hefi rætt við ungverska flóttamenn. Þeir höfðu ekki fundið neitt hér vestra, sem á jákvæðan hátt fyllti upp í tómið eftir það, sem þeir höfðu yfirgefið eystra. Ef vér höfum ekki upp á neitt slíkt jákvætt mót- vægi að bjóða, munu þjóðir vorar glatast, ein eftir aðra“. Er ekki hér bent á raunverulega brestinn í varnarmúr frelsis og lýðræðis eða sjálft átumemið, sem mylur hann niður innan frá? Molar Stigamaður réðist með marghleypu á lofti að vegfaranda og hrópaði: Pen- ingar.a eða lífið! —■ Þú ferð mannavillt, sagði veg- farandi. Eg hefi átt óskaplega bágt og ekki átt einn einasta eyri í viku. — Kallarðu það bágindi? sagði stigamaður. Eg hefi ekki haft efni á því í tvo mánuði að kaupa skot í þessa marghleypu! o—O—o TÖFRAMAÐUR var að sýna listir sín- blað og lesa í gegn um hana það, sem í blaðinu stóð. Þá reis upp ein ar. Meðal annars lék hann það, að breiða þykka flík margfalda ofan á hefðarmatróna meðal áhorfenda og sagði: „Nú er eg farin. Það er ekki sæm- andi fyrir heiðvirðar konur í þunnum silkifötum að sitja hér“. Vegastjóri nokkur var annálaður fyr- ir að setja út á allt, sem gert var. Nú kom hann að skoða nýlagðan vegar- kafla, og hafði allt illt á homum sér eins og vant var. Vegurinn var ekki nógu hár, brúnirnar vom of brattar og ræsin allt of grunn. Verkstjórinn hlustaði þegjandi á um hríð, og sagði svo: — En hvað segið þer um langdina?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.