Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
M1
VÍSINDIIM EFLA ALLA DÁÐ
DR. HELGI PJETURSS sagði að
fyrstu vísindamenn hér á jörð
hefði verið smiðir. Þeim hug-
kvæmdist fyrst að búa sér til verk-
færi til þess að létta lífsbaráttuna
og gera hana auðveldari. Þeir
fundu upp á því að gera sér egg-
verkfæri úr steinflísum, og með
þeim telgdu þeir áhöld úr tré, fyrst
kylfur, svo boga og örvar, og síðan
húsmuni. Framsókn mannanna á
sviði vísinda var hafin, og þrot-
laust hefir hún haldið áfram síð-
an, og orðið stórstígari með hverri
öld, og nú síðast með hverjum ára-
tug. Hver ný hugmynd hefir fætt
af sér margar aðrar, hver ný upp-
götvun leitt til annarra og meiri
uppgötvana. Og aldrei hafa þessar
framfarir orðið jafn stórstígar og
seinustu 50 árin. Það eru aðeins
fáir menn, sem þar eru brautryðj-
endur en alþjóð nýtur góðs af starfi
þeirra. Þess vegna sagði Jónas
Hallgrímsson:
Tífaldar þakkir því ber færa
þeim, sem að guðdómseldinn skæra
vakið og glætt og vemdað fá
vízkunnar helga fjalli á.
Vísindin hafa gjörbreytt lífskjör-
um mannanna og nú er svo komið
að farið er að tala um það í alvöru,
að öll erfiðisvinna sé brátt úr sög-
unni, allt verði unnið af vélum.
Menn búast við meiri framförum
í vísindum á næstu 50 árum, held-
ur en á öllum öldum áður. En þótt
allar uppgötvanir sé til þess falln-
ar að bæta og fegra líf mannkyns-
ins, þá hefir mannkyninu þó tekizt
að gera þær að svipu á sig. Og
nú er svo komið, að mannkynið
getur útrýmt sjálfu sér, ef það
leggur út í kj arnorkustyrj öld.
Vera má, að óttinn við eyðilegg-
ingarmátt kjarnorkunnar verði til
þess að ekki hefjist ný heimsstyrj-
öld. Þeir, sem kunnugastir eru
þeim málum, segja að kjarnorkan
hafi nú þegar afstýrt heimsstyrjöld
nokkrum sinnum síðan 1945. En
hvað er þá framundan hjá vís-
indunum, ef þau fá að starfa í
friði?
Fyrir skömmu háði ameríska
félagið National Education Asso-
ciation 94. ársfund sinn, og L. A.
DuBridge, forseti Californía Instit-
ute of Technology, flutti þar fyrir-
lestur um þetta efni, og skal hér
birtur útdráttur úr honum:
— Eg ætla ekki að tala um það,
sem menn kunna að uppgötva,
sagði DuBridge. Eg ætla að tala
um það, sem menn munu hugsa,
hugmyndir þær, sem þeir taka til
rannsóknar. Eg ætla að tala um
vísindin vísindanna vegna, hvern-
ig þau kenna mönnum að hugsa og
afla sér þekkingar, um vísindin
sem lykil að þekkingu á hinum
efnislega heimi. Eg ætla að tala um
ævintýri vísindanna.
♦
ÞEKKING Á TÖLUM
Þegar frá upphafi vega mun
maðurinn hafa haft einhverja
óljósa hugmynd um tölur — hvað
böm þeirra voru mörg, hvað þeir
áttu margar konur, hve mörg dýr
þeir lögðu að velli og hve marga
óvini þeir ættu. En þetta var þó
allt á reiki, því að hinir frumstæðu
menn áttu aðeins þrjár tölur: einn,
tveir, margt. Smám saman breytt-
ist þó „margt“ í tölurnar 3, 4, 5.
En langur tími leið áður en menn
fundu upp „núllið“ og lærðu að
nota það.
En hve margir eru þeir nú á
dögum, sem gera sér grein fyrir
því, að vísindin væri enn í dag
einkis megnug, ef þau hefði ekki
stærðfræðina við að styðjast? Setj-
um svo, að vér hefðum ekki enn
fundið upp töluna 10. Setjum svo,
að vér værum enn að burðast með
rómverskar tölur. Hvemig ættum
vér t. d. að margfalda saman XVI
og MCMXI?
Setjum svo, að vér kynnum ekki
að fara með hærri tölu en miljón,
eða biljón. Hvernig færi þá um
fjárlög stórveldanna? Og hvernig
færi um þau fyrirtæki, sem hafa
meira en biljón í veltunni?
Á hinn bóginn — hve margir
em þeir, sem gera sér grein fyrir
hvað biljón, eða jafnvel miljón
þýðir? Ef maður telur eins hratt
og hann getur — nefnir t. d. 3 tölur
á hverri sekúndu — þá mundi
hann vera 3 ár að telja eina miljón,
þótt hann teldi látlaust 24 stundir
á sólarhring, og rúmlega 8 ár að
telja upp að einni biljón.
Við skulum taka dæmi til skýr-
ingar. Hve stórt væri það hús, sem
er miljón sinnum stærra en húsið,
sem þú átt heima í? Mundi það
verða eins stórt og stærstu ský-
skafar? Mundi það verða eins stórt
og pýramídinn mikli? Nei, það
mundi verða 10 og alt að 50 sinn-
um stærra heldur en jörðin sjálf.
Eg get þessa til að sýna, að allur
almenningur hefir ekki hugmynd
um hvað miljón þýðir, og enn síð-
ur hefir hann skilning á þvi
hvemig vísindin fara að reikna
með miklu hærri tölum. Er það
þá nokkur furða þótt almenningur
geti ekki gert sér grein fyrir hvað
att «r við mwo því, að ein vetnia-