Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 245 Þetta eru klettamyndirnar af forsetum Bandaríkjanna. Fyrstur til vinstri er Georg VVashington, þá Thomas Jefferson, þá Theodor Roosevelt og þá Abraham Lincoln. Myndin af Lincoln er 60 fet frá hársrótum niður á höku. það landslag mjög í stúf við slétt- una miklu. Nafnið á fjöllunum er villandi vegna þess, að þau eru ekki dimm, heldur iðjagræn, því að þar vex mikill skógur og eru trjátegundir margar. Það er eðlilegt, að Indíán- um sem lifðu á sléttunni, hafi þótt fjöll þessi allgeigvænleg, enda var sú trú þeirra, að þar byggi guðir. Sagnir þeirra herma, að einu sinni hafi hinn æðsti guð staðið á tindi Bear Butte (sem stendur norðan við aðalfjallgarðinn) og kallað svo hárri rödd, að heyra mátti í tjald- búðum Indíána víðs vegar um sléttuna. Hann sagði þeim að þessi fjöll væri heilög og þangað mætti enginn maður stíga fæti sínum. í fjöllunum hefði hann falið á víð og dreif glitrandi steina, sem ljóm- uðu eins og regnboginn. Sálir hraustra manna fengi að koma til fjallanna og skoða þessa steina og venja augu sín við birtuna, áður en þeir legðu út á hinar miklu og eilífu veiðilendur. Lifandi Indíánar mætti koma aö fjallsrótum og sla þar tjöldum sínum til bráðabirgða þegar þeir væri á veiðum. En ef þeir staðnæmdust þar, kvaðst guð- inn mundu láta hinn dutlungafulla anda „Wakan“ slá þá, og skap hans gæti hvorki fórnir né dansar mýkt. Wakan er sama og elding, enda eru stórkostleg þrumuveður tíð á þess- um slóðum. í augum sumra Indí- ána er Bear Butte enn heilagur staður. Cheyenne-Indíánar, sem heima eiga í Montana og Okla- homa, koma þangað pílagrímsferðir á hverju sumri. Undir fjallinu fasta þeir og biðja. „Þeir biðja aðallega um regn“, segir maður sem þarna á heima, „og hvort sem þið trúið því eður ei, þá kemur altaf regn“. Náttúrufegurð er stórkostleg í fjöllunum, og hvítir menn sem þar eiga heima, vilja hvergi annars staðar vera. Um það er þessi gam- ansaga: í hvert skifti sem einhver þeirra kemur til himnaríkis, þá segir sankti Pétur: „Nú, hann er frá Dimmafjallgarði þessi; þá er bezt að fjötra hann undir eins, því að annars strýkur hann heim aft- ur“. Það var á árunum 1863—64 að Sioux Indíánar sömdu frið við stjórnina. Var þeim þá fengið til umráða svæði fyrir austan Dimma- fjallgarð, og auk þess var talið að þeir ætti fjöllin, af því að þau voru þeim heilög. Árið 1874 fól stjómin George A. Custer herforingja að rannsaka fjöllin. Hafði hann með sér marga hermenn og auk þess voru vísinda- menn með í förinni, eða alls rúm- lega 1000 manns í hópnum. Þeír komu að fjöllunum að vestan og gengu á hið einkennilega fjall Inyan Kara, sem er í Wyoming Nafnið er indíanskt og þýðir „fjall innan í fjalli“. Þetta er gríðarmikill gostappi, 6374 fet á hæð. Þaðan héldu þeir svo eftir Floral Valley og lýsti Custer leiðinni svo: „Leið okkar lá í gegn um blómahaf, ang-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.