Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1957, Side 16
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE é G 8 V D 9 4 2 ♦ 10 8 5 3 * 10 9 8 * A 10 6 ¥ A 6 5 * K D G * A D G 3 gaf. N—S í hættu. Sagnir voru þessar: A S V N 1 hj. tvöf. 1 sp. pass pass 2 gr. pass 3 gr. pass pass pass Þetta voru of djarfar sagnir, einkum hjá N. En S vann nú samt 3 grönd með því að spila laglega, og vegna þess hve legan var góð, einkum þar sem V var hjartalaus. Hann sló út S 5 og A drap með kóng, en S gaf. Hann hefði að vísu getað fengið 2 slagi í spaða með því að drepa kónginn, en hann þorði ekki að eiga undir því að V kæmist inn. A kom með spaða og S lét 10, en V fekk slaginn á D. Þriðja spaðaslaginn varð S svo að taka á ás. Nú kom út T K og drap A hann með ás og sló út tígli aftur. S tók þá tvo slagi á D og G, og sló svo út lág- hjarta og þann slag fekk A. Og nú er sama hvort hann spilar laufi eða hjarta. S hefir unnið spilið. » r. » J ¥ K G 10 8 7 3 ♦ A 6 JL. V 7 A D 9 7 5 2 ¥ — ♦ 9 7 4 2 ♦ 6542 A kviktrjAm Ingólfur Gíslason læknir hóf ævi- starf sitt á Einarsstöðum í Reykjadal 1901. Sumarið eftir veiktist hann hast- arlega af botnlangabólgu, og var eina vonin að komast í sjúkrahús á Akur- eyri. „Það var víst á fjórða degi sjúk- dómsins að lagt var á stað með mig í kistu á kviktrjám, því annarra sam- EINKENNILEG KIRKJA. — Á pálmasunnudag var vígð ný kirkja í Reykja- vík, hin svokallaöa Neskirkja, sem stendur á Melunum. Hún er arftaki kirkj- unnar, sem var í Nesi við Seltjörn, en sú kirkja fauk í Básendaveðrinu mikla 1799. Þessi nýa Neskirkja er ólík öllum öðrum kirkjum á landinu. Meðan hún var í smiðum töluðu margir um að hún væri ljót og ekki guðshúsleg, en þeim röddum fækkaði eftir því sem smíði kirkjunnar miðaði áfram, og nú heyrist eng- inn tala um það. Að vísu eru aliir sammála um að kirkjan sé einkennileg, en mörgum þykir hún fögur innra. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon). göngutækja var ekki kostur. Nú veit enginn hvernig þessi flutningur á kviktrjám var, og skal eg lýsa því í fáum orðum: Lagður var reiðingur á tvo stillta hesta, taumur oftari hests- ins var bundinn við klyfberaboga fremri hestsins eða í tagl hans, sinn plankinn settur á hliðar hestanna hvoru megin, og endarnir festir með kaðal- lykkjum við klakkana. Síðan var kista með sjúklingnum í, sett þversum á trén. Tveir hraustir menn urðu að ganga og styðja kistuendana, og þriðji maður varð svo að ganga eða ríða á undan og teyma — Hófst nú eitt af erfiðustu og óþægilegustu ferðalög- um, sem eg hefi tekið þátt í“, segir hann í „Læknisævi". LEGSTEINAR A STOKKSEYRI Varla þarf að efa, að mjög snemma á öldum hafi verið byggð kirkja á Stokkseyri. — En frá fyrri öldum þekkjast þar aðeins 3 legsteinar, og þó ekki taldir eldri en nálægt aldamótum 1700 og á 18. öld. Þeir eru stórir úr Ijósleitum steini og ótryggu efni. Voru þó eigi varðveittir betur en svo, að hentugastir þóttu í þrepin, til átroðn- ings við kirkjudyr. Nú eru þeir geymd- ir undir kirkjugólfinu, eftir fyrirskip- an Matthísar fomminjavarðar. Letr- ið á steinunum er svo slitið og brotið, að ekki verður lesið nema sundurlaust slitur. Sézt þó að einn steinninn var lagður á leiði Markúsar og Guðrúnar, foreldra Stokkseyrar-Dísu. — (Saga Eyrarbakka III.) JÓN ÁRNASON sýslumaður á Ingjaldshóli (d. 1777) var skrautmenni mikið, og barst meira á í klæðaburði en aðrir íslenzkir höfð- ingjar um hans daga. Sagði svo Sveinn lögmaður Sölvason, að hér á landi kynni enginn embættismaður að klæða sig, svo að konungi mætti sómi að þykja, nema Jón sýslumaður Árnason. Reið hann og gekk á Þingvelli í rauðri rósa-flauels-kápu, ermalausri, með gylltum silfurspennum ofan í fald (Þór. bób. Sveinsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.