Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 4
368 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um: Þetta voru ungir Reykvíking- ar, er höfðu á sér sæmilegt orð og allir könnuðust við, en hinn myrti var framandi og ættlaus frautingi, sem ýmsum smákörlum var lítið um gefið, sökum þess, að glæsimennska hans hafði skyggt á þá. Jafnvel sjálfur læknirinn, er fenginn var til að skoða líkið, sýndi yfirvöldunum talsverða tregðu og framburður hans var engu síður loðinn og sjálfum sér ósamkvæmur en annara vitna. í fyrstu taldi hann dánarorsökina „heilablóðfall, orsajtað við fall eða annan áverka á höfuðið", en vildi engar frekari skíringar gefa. Síðar gaf hann í skyn að „snögglega áfallin innan- veiki eða ofnautn áfengis“ hefði valdið dauða mannsins. Öll sönnunargögn voru fyrir löngu tínd og horfin, þegar endan- leg ransókn fór fram, svo sem hattur hins látna, er verið hafði blóðugur innan á fóðrinu og svip- an með blóðstokkna hnúðnum. Hafði Guðmundur haft báða þessa mimi með sér í bæinn, frá Kol- viðarhóli. Var svipan seld á upp- boði, ásamt öðrum eigum Krist- manns, en hattinn kvað Guðmund- ur hafa „fokið“, og auglýsti rann- sóknardómarinn eftir honum í blaði einu. Augljóst er af því, sem upplýst- ist í málinu, að Kristmann hefur lent í hörðum ryskingum. Háls- línið var rifið af honum og úr hans slitið af festinni; hékk bútur af henni við vestið, en úrið fannst aldrei. Auk þess voru talsverðir á- verkar á höfði hans, og var skurður ofan við vinstra augað þeirra mestur. Ótal sögur mynduðust um mál þetta. Hallaðist almenningur helst að því, að Guðmundur hefði orð- ið Kristmanni að bana í ölæði. Sjálfur þvertók hann ekki fyrir að þetta hefði getað átt sér stað, en kvaðst ekkert muna — sem vel má hafa verið rétt. — En hver var ástæðan? Guðmundur, sem var allvel metinn maður, gat engan hagnað haft af dauða Kristmanns og tæpast hefur Metta valdið mis- sætti þeirra, því að hiin var opin- berlega trúlofuð Sigurþóri. — Mér hefur komið til hugar ein skíring, sem enginn hefur áður birt: Kristmann fór einn af stað úr bænum, en slóst í för með hinum þremur síðar um daginn. Þau voru hreif af víni og ágerðist ölvun þeirra, er leið að kvöldi, en Krist- mann drakk lítið eða ekkert. — Er engin ástæða til að halda, að hann hafi brotið bindindi sitt þenn- an dag fremur en endranær. — Þeir Guðmundur og Sigurþór voru báðir ástfangnir af Mettu, þótt hinn síðarnefndi hefði orðið hlutskarpari. Hún var fjarska lag- leg stúlka og líklegt að Guðmund- ur hafi stígið allþétt í vænginn við hana, þegar vínið tók að svífa á hann, en hinum mislíkað, að von- um. — Kristmanni hefur naum- ast þótt samferðafólk þetta skemmtilegt, en Metta beðið hann að yfirgefa þau ekki, heldur reyna að stilla til friðar milli eljaranna. Allt sem vitað er um Kristmann bendir til að hann hefði ekki getað neitað þeirri bón. Er leið á daginn og lækkaði í flöskunum, harðnaði rimman milli Guðmundar og Sigurþórs. Þar kom, að þeir fóru af baki og huggðust gera upp sakimar með hnefunum. Bað Metta Kristmann að duga sér nú og skilja þá, því báðir væru þeir heljarmenni og myndi illt af hljótast, ef þeir berðust. Lét hann að orðum hennar, stökk af hest- inum og hljóp til þeirra kumpána, með svipu sína í hendi. Hann var enginn kraftamaður og gat því ekki beitt hörðu, en reyndi að tala um fyrir ferðafélögum sínum. Þeir sinntu honum lítt, en reyndu að SKIP Gustav Adolfs II. fundið HINN 10. ágúst 1628, sigldi sænska herskipið „Wasan“ úr höfn í Stokkhólmi og var ferðinni heitið til Þýzkalands. Þetta var jómfrúferð skipsins sem þótti hið glæsilegasta í alla staði og táknrænt fyrir veldi Gústavs Adolfs II., hins mikla kon- ungs og hershöfðingja Svía. Skipið var drekkhlaðið vistum og hergögn- um til hers Gustavs í Þýzkalandi. Eins og kunnugt er, var Svíþjóð orðið stórveldi við Eystrasalt á þess- um tíma, konungur hafði herjað til sigurs í Póllandi á árunum 1621— 1628 og einnig hafði hann unnið fjórar hafnarborgir í Vesturprúss- landi. Vegur hans var mikill og skyldi fyrsta ferð skipsins minna á sigurfarir konungs, en örlögin hög- uðu því sva til, að skipið náði aldrei höfn frekar en Gustav Adolf. Eins og kunnugt er háði hann stórstyrj- aldir í Þýzkalandi undir því yfir- skini, að hann vildi hefta útbreiðslu kaþólskunnar, allt lék í lyndi, hann var einn af stórhöfðingjum álfunn- ar, þangað til hann féll 6. nóv. 1632 í návígisbardaga við Lútzen. Her hans sigraði þó í orrustunni, svo að segja má um þennan volduga kon- ung Svía, að hann féll en hélt velli. Þegar „Wasan“ lagði af stað í reynsluför sína, var ferðinni heitið til Þýzkalands, eins og fyrr segir. Þegar skipið hafði aðeins siglt nokk- ur hundruð metra, skall á það svipti- vindur, svo að því hvolfdi, það fyllt- ist af sjó og sökk á skammri stund. Um 400 menn voru um borð í skipinu og fórust þeir flestir. Um þessar mundir, eða um það bil 330 árum eftir slysið, undir- býr sænski flotinn björgunartil- raunir, því að skipsskrokkurinn hef- ir fundizt, þar sem hann liggur á 30 metra dýpi fyrir utan Djurgárden í Stokkhólmi. Er ætlunin að reyna I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.