Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 6
S70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ólöf á Hlöðum talaði oft við „vinina sína ósýnilegu66 Rætt við Huldu Stefá'nsdótiur um skáldkonuna og andstæðurnar í lífi hennar Ólöf: Áfram — til meiri fullkomleika. OLÖF A HLÖÐUM var sérkennileg kona. Og hún var gott skáld, meira skáld en margir hyggja. Samt er nafn hennar að gleymast, eða kannski það hafi aldrei verið munað? Ég hitti Huldu Stefánsdóttur að máli fyrir skömmu og bað hana segja les- endum Lesbókar dálítið af þessari und- arlegu konu. Hulda var alin upp undir handarjaðri hennar og man hana vel. Hún segir: — Ólöf var sérkennileg kona. Mér var sagt, að hún væri ljósa mín og fannst mér hún því strax standa mér nær en aðrir. Hún tók ást- fóstri við mig og kallaði mig alltaf „spáðuna sína“. Þar með var vakin vinátta milli okkar. — Ég fann það fljótt, að hún hélt ákaflega mikið upp á mig. Hún tók mig oft út úr krakka- hópnum til að ræða við mig og sýndi mér þá fullt trúnaðartraust. Annars yar hún svo gerð í eðli sinu, að hún tók fólk fyrir, eins og sagt er. Hún hafði næmar tilfinningar og ég býst við, að hún hafi fljótt fundið það sem aflaga fór í fari annarra. Þetta átti þó ekki við, ef hún tók ástfóstri við ein- hvern. Þá lokaði hún augunum og lét sem hún sæi ekki gallana. En ef ein- hver átti í hlut sem henni var í nöp við eða hún kunni ekki að meta, þá gat hún jafnvel verið umtalsill og sparaði ekki stóru orðin. Hún var skap- heit kona. — Þegar hún tók mig út úr barnahópnum, heldur Hulda áfram, talaði hún gjarna við mig um mena og málefni, og var þá stundum hvöss í dómum. Það er nauðsynlegt, að þetta komi fram, ef ménn eiga að skilja hana og skáldskap hennar. Hún gat verið ákaflega bitur. Ég man, að ég var stundum hissa á dómum hennar, mér fannst þeir stinga í stúf við það sem afi minn hafði kennt mér: að elska alla menn. Hún kunni að vísu að elska, en hún hataði líka, ef svo bar undir. — Ég hef séð það síðar, að Ólöf talaði oft við mig í bernsku, eins og ég væri miklu eldri en raun var á. Kannski hefur henni þótt gott að fá útrás hjá óvitanum. — En var hún þá ekki oft mjög skemmtileg 1 viðræðum? — Jú, mér fannst hún allt’af skemmti- legri en annað fólk sem ég hafði kynni af. Hún kunni líka svo margar sögur, þulur og ævintýri sem matur var í, og sagði skemmtilega frá. Stundum fór hún með eitthvað eftir sjálfa sig, en það var sjaldnar. Það má segja, að ólöf hafi alltaf leitað inn í ævintýra- heiminn, þegar hún gat. Þar dvaldist hún langdvölum, en fór einnig einför- um í náttúrunni, sem hún skildi og elskaði. Hún þráði gróður og fór ein út um holt og móa, einkum á vorin, þegar fuglarnir sungu ástaljóðin sín. Ólöf var mikil ástkona, og dýravinur. í bréfi sem hún skrifaði mér 1904 segir hún mér frá mús sem hún tók ást- fóstri við: „Jeg á ofboðlitla mús“, segir hún, „sem jeg skammta daglega á und- irbolla. Hún jetur alt sem jeg læt á bollan(n) hennar, en snertir ekkert annað í kjallaranum, þó maturinn sje allt í kringum hana. Þegar jeg gef henni vatn, þá buslar hún innanum allann bollann sinn og útskítur alt fyrir sjer, því hún er svo moldug á fótunum. Á jólunum ætla jeg að gefa henni hrátt hangiket, það þykir henni best af öllu, og kannske ögn af brennivíni saman við vatnið sitt, svo hjarta hennar gleðjist, eins og þeirra feðganna: Davíðs og Salómons." — Þér minntust á ævintýraheiminn, Hulda, en hvað um andaheiminn? Var hún ekki einnig þar langdvölum? — Jú, hún var mikið í öðrum heimi, gamla konan, og á efri árum var hún eldheitur spíritisti og talaði þá oft við „vinina sína ósýnilegu", eins og hún komst að orði. En þetta vildi ganga út í öfgar hjá henni. 1 bréfum sínum ræðir hún oft um eilífðarmálin, 1917 segir hún t. d.: „Nú eru eilífðarmálin orðin mitt eitt og allt. Einu eldarnir mínir áhuginn sáu“ Þetta segir hún um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.