Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 8
S71 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Þagar að jeg vappaði síðast upp í „skarð“, það var í júni í sumar, þá fór jeg þangað til að kveðja þar alt og dunda hjá minningunum mínum mörgu og mætu, og þá gjörði jeg litla ljóðið sem að jeg læt hjer handa þjer. Jeg á hálfgert líka sumt þarna fyrir handan eins og þið, jeg var þar svo handgengin og hafði svo mikið af sumu þar að segja“. — Ljóðið sem hún sendi með þessum línum heitir Upp hjá fossi (í Möðruvalla-fjalli) og er svohljóð- andi: Ennþá kletta-standa-stallar, sterkur veikum að sjer hallar. Minningarnar allar, allar, alt hið liðna, til mín kallar. Lá um Ólaf laut sú arna; liggja í henni minningarnar. Optastnær hann áði þarna, ánægður, á milli barna. Mjer er sem jeg sjái förin, sjái, næstum grónu árin, heyri róminn, hnitti-svötin hnitmiðuð, sem bogmanns-örin. Fleiri, að sönnu, finn jeg sporin, fangamörk þó sjeu’ ei skorin; Hjer er „Flóra“ fædd og borin; ^ — fæddist, eins og lömb, á vorin! — Hjer var geisli’ og gleði-stundir — gott, ef ekki kærleiks-fundir! — Hlátrar birgðu hjartans undir; hló við foss, og drundi undir. Þetta kvæði er ort í júní 1911. VIÐ fórum nú út í aðra sálma og brátt bar ástina á góma: — Það virtist oft skína í gegn, segir Hulda, að Ólöf hefði ekki fengið þann sem hún unni heitast. Það var eins og henni gleymdist oft, að hún ætti Hall- dór sinn heima í kotinu, eða „fóstra” eins og hún kallaði hann jafnan. Mað- ur hafði það einhvern vegihn á til- finningunni, að henni fyndist hann ekki samboðinn sér. Einhvern tíma sagði hún: „Sérðu ekki hundstryggðina í augunum á honum Halldóri?" Það tók enginn mark á þeim orðum henn- ar, því að „fóstri" var mjög vinsæll og átti stórum betur við alþýðuskap en hún. Inn við beinið var hún aristókrat og vildi helzt umgangast „heldra fólk- ið“ sem kallað var. En hún mat alþýðu- fólk, ekki síður en aðra, ef hún fann hjá því hæfileika og andlegt atgjörvi. Henni þótti mest vert um það. Ólöf var stórlát kona og krafðist mikils af öðr- um. Embættismennina hirti hún, ef henni fannst ástæða til og hló að öllu því sem henni fannst hlægilegt í fari þeirra. Hún hafði andstyggð á fátækt, þekkti hana af eigin raun, endaði stundum bréf sín með þessum orðum: Nú er mér kalt. — Halldór hélt oft aftur af henni, þegar hún lét gamminn geysa. Stund- um heyrði maður hann segja: „Láttu ekki svona, kona“. Hann hafði áreið- anlega mikil og góð áhrif á hana, og víst er um það, að hún breyttist mikið eftir dauða hans, raslaði meira. Annars var það undarlegt, að hún féll alveg sainan fyrst eftir að „fóstri" dó. Það var eins og hún hefði misst fótfestuna, og ekki undi hún sér í kotinu eftir það. Halldór var ákaflega traustur og hefur vafalaust verið henni meiri styrkur en virtist í fljótu bragði. Menn þoldu henni líka meira hans vegna. Allir vissu, hvað hann var grandvar niaður til orðs og æðis, og létu hana njóta þess, þótt hún ætti það til að hlaupa út undan sér. Hann skildi hana mjög vel, og hún gat farið allra sinna ferða fyrir honum. Henni fannst lífið fábreytilegt í kotinu, svo að henni var alltaf boðið héim, þegar gest bar að garði. Hún gat komið, ef henni sýndist svo, því að hún var lítið bundin við heimilið. Þó var hún ágæt húsmóðir, bjó til góðan mat og var ákaflega snyrtileg. Hún hafði mjúkar og fallegar hendur sem margur sjúkur var feginn að njóta. —■ Á heimili þeirra Halldórs var allt í röð og reglu, ég átti t d. minn boila á 7/. ✓ 'c> >■# «L>.* Cf> ' r _ / . ^ y us-sj ÍLÍée-y^s , , . / **v\ <i c~y£-y-, Upp hjá fossi. — Eiginhandarrit Ólafar: „Jeg á hálfgert líka sumt þarna fyrir handan ........“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.