Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 12
376 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þegar hann fæst við tónsmíðar hefir hann einkum áhuga á þeim tónverkum annarra tónskálda, sem honum þykja eiga eitthvað sam- merkt með því, sem hann er að fást við. Þegar hann vann að „The Rake’s Progress“, lék hann nær eingöngu á slaghörpuna og grammófóninn „Cosi fan Tutte“ eftir Mozart. Hann vildi aðeins sjá óperur eftir Mozart, Verdi, Rossini og Donizetti. Þau sex ár, sem liðin eru frá því hann lauk við „The Rake’s Pro- gress“, hefir aðallega verið leikin tónlist eftir Bach á heimili Stra- vinsky-hjóna. Þegar hann er langt kominn með tónverk sín, vill hann gjarnan hlusta á tónlist eftir Haydn og Beethoven, og þá vill hann einnig mjög gjarnan láta lesa fyrir sig. CTRAVINSKY skrifar verk sín á stórar, óstrikaðar arkir. Hljóm- ur slaghörpunnar er deyfður, því að Stravinsky segist ekki þurfa að heyra tónana, heldur finna titring- inn. Slagharpan er miðdepill allra umræðna um tónlist, og tónarnir frá slaghörpunni eru eins tærir og fiðlutónar, þegar Stravinsky styð- ur fingrunum á nóturnar. Segja má, að skrautritun sé á nótnabókum þeim, sem hann skrif- ar verk sín í, svo vandvirknislega er frá öllu gengið. Hvergi bólar á neinni innri baráttu eða mótsögn- um, og breytingar eru sjaldan gerð- ar, áður en nóturnar fara í prent- un. Svo virðist sem sköpunarverk Stravinskys verði til fullþroskuð — „tout habillé", eins og hann sjálf- ur orðar það. CTRAVINSKY telur árlegar tón- leikaferðir nauðsynleg tilbreyt- ingu, og á þessum ferðum tek- ur hann oft jafnframt að búa sig undir samningu nýrra verka. Þegar Stravinsky fæst við tónsmíð- ar, tekur hann sér oft frí frá vinnu einn dag til að fá sýn yfir það, sem áunnizt hefir. Stundum legg- ur hann kapal tuttugu sinnum á dag og situr þá á skemli fyrir fram- an langt, lágt sófaborð í setustof- unni. Meðan hann handfjallar spil- in, leysir hann ekki ósjaldan vandamál, sem hann er að glíma við í samningu verka sinna. Það er mjög minnisstætt að heyra hann leika verk sín á slag- rriL SKAMMS tíma hafði Stra- vinsky það fyrir sið að fara í morgunleikfimi, sem ungverskur fimleikamaður hafði kennt honum, m.a. stóð hann í tíu mínútur á höfði. Venjulega drollar hann við morgunverðinn. Meðan þau hjón- in áttu páfagauk gerði Stravinsky Stravinsky. — Teikning eftir Picasso. hörpuna. Ef söngur á að fylgja undirleik í verkum hans, syngur Stravinsky djúpri, titrandi rödd — einni, tveimur eða jafnvel þremur áttundum neðar en við á. Hann reynir einnig að túlka tóna ann- arra hljóðfæra en slaghörpunnar með söng sínum og rymur þá oft af óþolinmæði yfir getuleysi sínu til að greina undirleik hljómsveit- arinnar frá, tónuui slaghörpunnar. sér það til skemmtunar við morg- unverðarborðið að mata páfagauk- inn af tungu sinni að indverskum sið. Stravinsky fer næstum daglega til læknis síns og gengur heim —• tvær mílur upp í móti. Hann les feykilega mikið. Byggingarlist heillar hann eins og listir yfirleitt, og fer hann langar leiðir til að sjá byggingar eða málverk. Síðastliðið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.